Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.2000, Blaðsíða 6

Bjarmi - 01.05.2000, Blaðsíða 6
þær fundu stuðning og hvatningu í ritn- ingunni. Sameiginlegir þættir Þaó sem er sameiginlegt þeim konum sem stunda gagnrýna guðfræði út frá sjónarhóli kvenna er í fyrsta lagi gagn- rýnin á ritninguna og guðfræðihefðina. I öðru lagi endurheimtin, þegar við förum í ritninguna og guðfræðina og finnum það jákvæða sem sagt er um konur og drögum það fram í dagsljósið. I þriðja lagi er enduruppbygginging (retrieval, reconstruction). Þar mynda gagnrýnin og endurheimtin grundvöll að endur- skoðun guðfræðinnar. Ef til vill er rök- réttara að tala um kvennagagnrýnið sjónarhorn á guðfræóina heldur en kvennaguðfræði því að ekki köllum vió hefðbundna guðfræði karlaguðfræði, þó að hún sé skrifuð af körlum og lituð af reynslu þeirra? Kvennaguðfræði er eins konar regnhlíf- arhugtak en innan hennar má greina tvo megin flokka: 1. Róttækir guðfræðingar segja að kristin guófræði sé að grunninum til óforbetranleg karlaguófræði og hafa yfir- gefið kirkju og kristni. 2. Endurbótarsinnar halda því fram að í ritningunni sé ákveðinn kjarni sem boð- ar jafna stöðu karla og kvenna, bæði fýr- ir Guði og mönnum. Frumkvöólar Mary Daly, sem ritaði bókina „Beyond God the Father" og fleiri bækur, er á meðal brautryðjenda kvennagagnrýninn- ar guðfræði. Hún var dyggur meólimur Rómversk-kaþólsku kirkjunnar, sat síð- ara Vatikanþingið og upplifði þá von sem því fylgdi. Hún var mjög mótandi í upphafi og er enn mikió lesin en tilheyrir flokki róttækra guðfræðinga sem hafa yf- irgefið sinn kristna bakgrunn. Þær konur sem hafa verið helstu frum- kvöðlarnir á meðal endurbótasinna eru Elisabeth Sússler Fiorenza og Rosmary Radford Ruether. Þær starfa báóar í Bandaríkjunum og eru rómversk-kaþ- ólskar, sem ég held að sé engin tilviljun því að þar sem andstaðan hefur verió mest hafa konur starfað af hvað mestum þrótti. Þær koma úr opnu þjóðfélagi og höfðu aðgang að skólum þótt kirkju- skólarnir væru þeim lokaðir. Þær eru nú á sjötugsaldri og hafa haft geysimikil áhrif. Allar konur sem stunda kvenna- gagnrýni eru að einhverju leyti mótaóar afhugmyndum þeirra. Notkun Biblíunnar Þessar konur hafa komið fram með ólík- ar leiðir til að túlka Biblíuna. Elisabeth Sússler Fiorenza telur að hægt sé að líta á ritninguna annars vegar sem goðsögu- lega frummynd (mythological archetype) þar sem texti hennar er óbreytanlegur. Annað hvort er að samþykkja sannleika hans í heild sinni eóa hafna honum öll- um. Gagnrýnið mat er útilokað. Hinn möguleikinn er aó líta á ritninguna sem sögulega fyrirmynd (historical proto- type) sem gefur frelsi til að gera textum mishátt undir höfði, lesa þá í samhengi og greina ákveðnar þjóðfélagslegar að- stæður í textunum eins og verið er að gera meira og minna í ritskýringu. Fior- enza gerir reynslu kvenna af frelsisbarátt- unni að túlkunarfræðilegum mælikvaróa á gagnrýna túlkun kvenna á ritningunni. Allt sem vinnur á móti frelsun kvenna undan kúgun og misnotkun getur ekki verið Guðs orð að hennar mati. Rosmary Radford Ruether fer svolítið aðra leið. Hún segist velja ákveóna reglu eða lögmál sem er ríkjandi í ritningunni. Það er hin spámannlega frelsunarregla (prophetic liberal principle) og les hún síðan alla texta Biblíunnar í Ijósi þess. Aó mati Ruether er þessi regla mjög áberandi hjá spámönnum Gamla testa- mentisins en sumir setja fram mjög sterka þjóðfélagslega gagnrýni. Þeir text- ar sem boða kúgun fátækra, kvenna eða lágstéttarfólks eru í andstöðu við þessa reglu. Þetta viðmið er að finna víða í Gt., en fær að blómstra hjá Kristi, í lífi, starfi og boðun hans. Þessar konur sýna tvær helstu túlkunaraóferðirnar sem fram hafa komið innan kvennaguðfræðinnar. Eg hef lagt til að við tökum mið af túlkunarreglu Lúthers um að lesa alla texta Biblíunnar í Ijósi Krists. í stað hinn- ar spámannlegu túlkunarreglu kemur Kristur. Það þýðir að allt sem er í and- stöðu við orð og verk Krists í ritningunni ætti að hafa annan sess en það sem samræmist lífi hans og boðskap. Við get- um til dæmis spurt hver sé boóskapur ofbeldissagna Gamla testamentisins. Hvers vegna voru þær varóveittar? Hér er um að ræða sögur af nauðgunum, mikl- um misþyrmingum og öðru því um líku. Þetta hlýtur að vera glíma okkar nútíma- kvenna, að vera með trúarbók sem inni- heldur slíkar sögur. Við hljótum að spyrja okkur: Af hverju? Ég tel að þessir textar hafi gildi í okkar samfélagi þegar við erum aó fást við reynslu kvenna af kynferðislegri misnotk- un og heimilisofbeldi því aö í þessum sögum Gamla testamentisins er Guð oft fjarri og þögull. Guð grípur ekki inn í. Konur hafa nákvæmlega sömu reynslu nú á dögum í slíkum aðstæðum. Þær spyrja: Af hverju gerðist þetta? Af hverju leyfði Guó þetta? Mikilvægt er að taka sérstaklega á þessum spurningum því að konan þjáist mun oftar vegna kynferðis síns en karlinn, til dæmis sem fórnar- lamb kynferðis- og heimilisofbeldis.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.