Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.2000, Blaðsíða 24

Bjarmi - 01.05.2000, Blaðsíða 24
Lifandi vottur 09 baráttumaður j Rætt vió Ebenezer Maly Ebenezer Maly er kristinn Tansaníumaóur sem hefur prédikað bæði í Afríku og Evrópu. Guó mig til starfs vió biblíuleshópa. Þeg- Viótal: Ragnar Gunnarsson Hann heitir Ebenezer Maly og hefur komið sér vel fyrir í stólnum hér á veröndinni okkar. Er yfirleitt glaður í lund er hann gengur hér um lóóina. Hann er kominn hingað til Kapenguria 1000 km leió frá fjallshlíðum Kilimanjaro í Tansaníu til aó kenna á námskeiói fyrir prédikarana okkar í Pókot og kennir auk þess nokkra tíma á námskeiói fyrir kvennaleiðtoga. Ebenezer hefur ferðast víóa, tekió þátt í sam- komuherferðum og námskeiðum í Sví- þjóð og Hollandi, m.a. á vegum Billy Graham-hreyfingarinnar. Ebenezer er eft- irsóttur prédikari og kennari í kirkjunni okkar í Pókot. í hjarta hans er eldur and- ans og þrá eftir að sjá fólk snúa sér til Jesú. Hann skilur aóstæður og hugsana- gang Afríkubúans. Fólk bióur um að fá hann í heimsókn aftur og aftur. Hann hefur verió mörgum til blessunar. Eben- ezer er frekar Ijós yfirlitum mióað viö Pókotmenn sem flestir eru mjög dökkir. Vió byrjum á að spyrja hann hvernig hann kynntistjesú Kristi. - Eg var eins og margir jafnaldrar mín- ir lítió fýrir trúna gefinn þó svo ég færi í kirkju vió og vió og væri kristinn aó nafn- inu til. Eftir aó ég lauk framhaldsskóla í lok ársins 1979 fór ég á samkomuher- feró þar sem prédikarinn bauð þeim að koma fram sem vildu taka vió Jesú Kristi. Ég stóð upp og gekk fram. Hjarta mitt fylltist gleói og friði. Jesús varó vinur minn, frelsari og Drottinn. Hvað tók síðan við? - Ég fór á Biblíuskóla og var þar eitt ár til lok ársins 1980. Síöan hóf ég nám viö guðfræóiskóla lúthersku kirkjunnar í Tansaníu í Makumira. Þar lauk ég námi í lok ársins 1985 og vígðist til prests í des- ember það ár. Ég starfaði sem prestur innan lúthersku kirkjunnar ÍTansaníu í 12 ár. En öfund og illska náði yfirhönd- inni sem endaði með því aó mér var sagt upp. Fundió var aó því aó ég hvatti fólk til aó snúa sér til Jesú. Ekki virtist rúm fyrir lifandi trú og kristindóm þar sem ég starfaði innan kirkjunnar. Hún hafði fengið of mikinn stofnanabrag á sig og frjálslynd guðfræói mótaöi marga. Leið- togar kirkjunnar voru meira uppteknir af að fá völd og halda þeim en að þjóna frelsaranum. Aður en til uppsagnar kom var ég settur undir annan prest sem m.a. neitaði mér um aó prédika. Hvað varð pá um pig? - Þegar leiótogar kirkjunnar sáu aó mér lá ekki mikió á að snúa til baka og biðja um vinnuna aftur buðu þeir mér að koma til baka. Um þetta leyti kallaði ar ég bað til hans sýndi hann mér að þar ætti ég að nota krafta mína. Ásamt öðr- um einbeitti ég mér nú að því að skipu- leggja þetta starf og hjálpa þeim sem áhuga höfóu á því að taka þátt í því. Biblíuleshópastarfió hefur vaxið gífur- lega. Núna eru yfir 1 00 hópar sem koma saman með 20 - 100 manns í hverjum. Fyrst er sungið og beðió, síðan er lesið úr Biblíunni, einhver útlegging en síðan ræðir fólk textann og merkingu hans fýrir það í hópum. Allir eru virkir. I lokin biðj- um við fyrir þörfum þeirra sem þess óska. Starfið er skipulagt út frá Marangu í suðurhlíðum Kilimanjaro og nær til margra staða í N-Tansaníu, m.a. Moshi og Arusha. I þeim hópum sem undir okkur heyra eru um 80% úr lúthersku kirkjunni, hinir úr öðrum kirkjum, bæói kaþólikkar og hvítasunnumenn. 24

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.