Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.2000, Blaðsíða 13

Bjarmi - 01.05.2000, Blaðsíða 13
Persar eru sagðir hafa verið fyrstir til að nota krossfestingar. Rómverjar tóku hana upp því hún uppfyllti kröfur þeirra um hcega og kvalar- fulla aftöku. Til eru ævafornar heimildir (allt frá 1 .öld e.Kr.) um krossdauóa Jesú. Auk rita Nýja testamentis Biblíunnar má nefna rit eftir Cornelius Tacitus, Lucianos og Flavius Josephus sem öll greina frá því aðjesús, kallaóur Kristur, hafi verió kross- festur. Persar eru sagöir hafa verió fyrstir til að nota krossfestingar. Rómverjar tóku hana upp því hún uppfýllti kröfur þeirra um hæga og kvalarfulla aftöku. Sjaldn- ast munu þó rómverskir þegnar hafa ver- ió krossfestir, aðeins útlendingar. Sá kross sem við sjáum oftast á lista- verkum er hinn svokallaði latneski kross. A honum er lárétti hlutinn festur 30-60 sentimetrum fyrir neðan efri mörk lóð- rétta hlutans. Mest notaði krossinn á dögum Krists mun þó hafa verið Tá- krossinn, en hann er í laginu eins og gríski stafurinn Tá sem er eins og okkar T. Þvertréð á þeim krossi var fest í hak efst á súlunni. Ofan á staurinn var svo fest skilti með áletraðri sakargift. Þá leit T-ið út eins og kross. Fimmtudagur um miónætti Líkamleg kvöl Krists hófst mun fyrr en í krossfestingunni sjálfri. Læknirinn Lúkas er eini guðspjallamaðurinn sem segir frá blóðsvita Krists í Getsemanegaróinum. „Og hann komst í dauðans angist og baðst enn fyrir, en sveiti hans varð eins og blóódropar, er féllu á jörðina" (Lúk. 22:44). Hemathidrosis, eða blóðsviti er vel þekkt fyrirbæri þó þaó sé afar sjald- gæft. Vió gífurlegt tilfinningalegt álag ems ogjesús var undir geta háræðar í svitakirtlum sprungið og þá blandast saman blóð og sviti. Þetta ferli leiðir svo af sér máttleysi og jafnvel lost. Föstudagur árla morguns Fyrstu líkamlegu áverkana fékkjesús eftir að hafa verið færður til Kaífasar æósta- prests. Var hann þá sleginn með hnefum og stöfum auk þess sem hrækt var á hann. Undir morguninn var Jesús færður úrvinda eftir barsmíðarnar og svefnleysi til Pílatusar. Pílatus dæmdi Jesú til hýóingar og krossfestingar. Hýóingin var undirbúin með því að hinn seki var afklæddur og hendur hans bundnar við staur ofan við höfuð. Lög Gyðinga heimiluðu ekki fleiri en 39 högg en ekki er vitaó hvort Róm- verjarnir hafi farið eftir þeim. Einn eða tveir rómverskir hermenn annast hýðinguna. Svipan er með stuttu skafti og nokkrum leðurólum. Á enda hverrar ólar eru tvær litlar járnkúlur fest- ar. Fullu afli er beitt og höggin dynja á öxlum, baki og fótleggjum Jesú. Fyrst rista ólarnar aðeins í gegnum húðina. Þegar haldið er áfram skera ólarnar og járnkúlurnar dýpra, allt inn að vefjum með tilheyrandi blæðingum úr hár- og bláæðum. Að lokum spýtist út blóð úr slagæðum undirliggjandi vöðva. Eftir höggin er bakið afskræmt vegna rifinna og blæðandi vefja. Þegar hershöfð- inginn úrskurðar að fanginn sé nær dauða en lífi er barsmíðunum hætt. Reipin eru leyst og Jesús er látinn falla alblóðugur og meðvitundarlítill á jörð- ina. Gert er gys að honum. Hann er færður í kápu og honum afhentur reyrsproti. Hann hafði sagst vera konungur. Til að skopstælingin fullkomn- ist er búin til kóróna úr sveigjanlegum, mjúkum runna með löngum þyrnum. Þar sem höfuðleðrið er mjög æðaríkt hefurjesús misst nokkuð blóð eftir að kórónunni var þrýst niður á höfuð hans. Jesús er nú færður úr kápunni. Sársauk- inn er svipaður og þegar sáraumbúðir eru rifnar af í gáleysi. Sárin á herðunum opnast aftur og blæðingin hefst að nýju. Þvertré krossins (líklega um 50 kg) er nú bundið við axlirjesú og hann neydd- ur til að ganga með það til aftökustaðar- ins. Eftir það sem á undan er gengið reynist honum erfitt að ganga uppréttur, hann hrasar og fellur á jörðina. Jesús fær þó óvænta hjálp við að bera tréð þegar áhorfandi er neyddurtil að bera þaó fyr- ir hann. Jesús gengur áfram örmagna og svitnar köldum svita. járnkúlur. 13

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.