Bjarmi - 01.05.2000, Blaðsíða 8
Vísanir til Krísts
Fyrrí hluti
GunnarJ. Gunnarsson
Sem dœmi um vísun til
Krísts í kvikmyndum
mcetti hugsa sér per-
sónu í kvikmynd sem
safnar um sig hópi
fýlgjenda eða „lceri-
sveina“ og er svo fórn-
að af andstceðingum
eða valdhöfum sem
hann ógnar, en með
þeim afleiðingum að
frelsun eða lausn und-
an ánauð eða kúgun
verður að veruleika.
Margar kvikmyndir hafa verið gerðar
um líf og starfjesú Krists. Þá er
frásögn guðspjallanna í Nýja testament-
inu fylgt og leitast við að draga upp
mynd af lífi og starfi Jesú. Þessar myndir
eru auðvitaó misgóóar eins og gengur en
eiga það sameiginlegt að leitast við að
sýna þá mynd afjesú Kristi sem við blasir
í guðspjöllunum. Hér má nefna sem
dæmi kvikmyndir á borð við King of Kings
frá 1961, The Greatest Story EverTold frá
árinu 1965 og sjónvarpsmyndaröðina
Jesus of Nazareth frá 1977. I öðrum tilvik-
um hafa verið gerðar kvikmyndir þar sem
leitast er við að túlka hver Jesús Kristur
var. Þar eru þekktustu dæmin kvikmynd-
irnarjesus Christ Superstar frá árinu 1973
og The Last Temtation ofChrist frá 1989
sem hvor um sig draga upp tiltekna mynd
af Jesú þar sem hin mannlega hlið er f
brennidepli. Einnig má nefna myndina
Jesus of Montreal frá 1989 þar sem sett er
fram athyglisverð hlióstæða milli frásagna
guðspjallanna afjesú Kristi og sögu aðal-
leikara í helgileik um líf hans. Hér er ekki
ætlunin að fjalla um þessar myndir heldur
beina athyglinni að því hvernig „Krists-
myndin“ birtist af og til í kvikmyndum
með ýmsu móti, ekki þannig aó frásögn
guðspjallanna sé rakin heldur með vísun
til hennar. Þá er um það aó ræða að saga
og örlög einhverrar persónu kvikmyndar-
innar felur í sér vísun til Jesú Krists Nýja
testamentisins sem fórnar sér til frelsunar
eóa lausnar fyrir mennina. Þetta getur ver-
ió mismunandi augljóst eða skýrt en hefur
þó í öllum tilfellum til að bera einhverja
þá meginþætti sem blasa við í mynd guð-
spjallanna af Kristi.
Kvikmyndir þar sem þetta kemur fýrir
eru margar og af ýmsum toga. I þessu
tölublaði Bjarma og því næsta verða tek-
in fáein dæmi um slíkar myndir og leitt í
Ijós hvernig þær vísa til Jesú Krists. Auó-
vitað má velta því fyrir sér hvaða tilgangi
það þjónar að beina athyglinni að þessu.
í því sambandi má nefna tvennt. Annars
vegar eru slíkar kvikmyndir dæmi um það
hvernig kristin trú og hugsun hefur sett
mark sitt á vestræna menningu og listir.
Oft er talað um þaó hvernig bókmenntir,
myndlist og tónlist hafa sótt efnivió í
Biblíuna og kristna trú. Hið sama gildir
um kvikmyndir. í þeim má iðulega finna
vísanir til Biblíunnar og kristinnar trúar.
Hins vegar gefa kvikmyndir þar sem slík-
ar vísanir finnast gott tækifæri til að hug-
leióa frá nýju sjónarhorni þann boðskap
sem þær vísa til. Hjálpræðisverk Krists
getur þannig lokist upp fyrir okkur á nýj-
an hátt eða öólast nýja skírskotun eða
vídd í huga okkar.
Fórnaó af yfirvöldum fyrir hópinn
Sem dæmi um vísun til Krists í kvikmynd-
um mætti hugsa sér persónu í kvikmynd
sem safnar um sig hópi fylgjenda eða
„lærisveina" og er svo fórnað af and-
stæðingum eða valdhöfum sem hann
8