Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.2000, Blaðsíða 28

Bjarmi - 01.05.2000, Blaðsíða 28
KRISTILEG TONLIST Hrönn Svansdóttir Þaó var árið 1 996 að ég var að horfa á sjónvarpsútsendingu frá Grammy- verðlaunahátíðinni í Bandaríkjunum og þaó sem stóð upp úr var CeCe Winans, þá tilnefnd til verðlauna fyrir lagið „Count On Me“, dúett meó Whitney Houston, og einnig fyrir fyrsta sólódisk hennar, „Alone In His Presence". Stór- kostlegur flutningur hennar á gamla góða sálminum „I Surrender All“ í frá- bærri útsetningu heillaði alla viðstadda og marga sjónvarpsáhorfendur víðs veg- ar um heiminn. Síðar sama kvöld tók hún við verólaunum fyrir besta „Contemporary Soul Gospel Album“ og hélt eftirminnilega þakkarræðu þar sem hún gaf Guði dýrðina fyrir hæfileika sína. Pricilla Marie Love fæddist í Detroit, Michigan, og fékk fljótlega gælunafnið CeCe. Hún er áttunda af tíu systkinum. Alla tíð var mikið sungió á heimilinu og fjölskyldan kom fram á ýmsum uppá- komum og í kirkjunni sem þau sóttu. Hún söng í fýrsta skipti einsöng sjö ára gömul, lagið „Fill My Cup“. Stór hluti af fjölskyldunni hefur náð langt í tónlist- inni, foreldrar hennar gerðu geisladiska undir nafninu „Mom and Pop Winans“. Fjórir af bræðrum hennar mynda kvart- ettinn „The Winans", þaó eru þeir Mar- vin, Michael, Carvin og Ronald og nú hafa synir þeirra gert sinn fýrsta geisla- disk. Þeir koma fram undir nafninu „Winans Phrase 2“. BeBe eldri bróðir CeCe hefur einnig hafið sólóferil en framan af störf- uðu þau sem dúett. Æskudraumur CeCe var að eignast eigin hár- greióslustofu en líf henn- ar tók aðra stefnu þegar hún var sautján ára gömul og henni var boðið að koma fram í sjón- varpsþætti hjá Jim og Tam- my Faye Baker og síð- ar í ýmsum kirkjum. Það var svo á seinni hluta níunda ára- tugarins að BeBe og CeCe slógu í gegn með lögum eins og „I Take You There“ og „Lost Wit- houtYou". Þau blönduðu saman lögum með skýrum kristilegum skilaboðum og þekktum popplögum sem höfðu jákvæó- an boðskap eins og „Up Where We Belong". Á ferli þeirra gerðu þau fjölda geisladiska og unnu til þó nokkurra verð- launa, þ.á.m. Grammy, Stellar og Dove. Árið 1995 tóku þau sameiginlega ákvöróun um að halda áfram sitt í hvoru lagi og hefja sólóferil. Frá þeim tíma hef- ur CeCe haft nóg fýrir stafni. Hún hefur gert fjóra geisladiska, „Alone In His Pres- ence“, „His Gift“, „Everlasting Love“ og nú síðast „Alabaster Box“. Hún hefur verið með eigin sjónvarpsþátt, „CeCe’s Place“, skrif- að bókina „On Positive Note“, stofnað samtökin „Sharing The Vision“ og opnað sína eigin diskaútgáfu sem heitir „CW Wellspring Entertainment". Þegar CeCe talar um þá sem hafa haft áhrif á líf hennar þá nefnir hún móður sína sem er hennar hetja og fýrirmynd. En að fjölskyldunni undanskildri þá er Andraé Crouch fremstur hvort sem er í daglega lífinu eða í tónlistinni. Hún segir um Andraé: „Hann sýndi okkur að kristi- leg tónlist á skilið það besta. Fyrir mér var hann aldrei næstbestur í öllum tón- listarheiminum. Hann sýndi mér líka að tónlist er óháó litarhafti. Ég held að Guð hafi notað hann á stórkostlegan hátt til að ná saman fólki af ýmsum kynþátt- um.“ Æskudraumur CeCe var aö eignast eigin hár- greiðslustofu en lífhennar tók aöra stefnu þeg- ar hún var sautján ára gömul og henni var boð- ið að koma fram í sjónvarpsþcetti hjáJim og Tammy Faye Baker og síðar íýmsum kirkjum. Alabaster Box Nýjasti diskur CeCe Winans er „Alabast- er Box“. Hér er hún umkringd mörgum frábærum listamönnum, m.a. Fred Hammond, Brooklyn Tabernacle Coir og Nashville Symphony Orchestra. Það er eðlilegur hluti af Iífi hins kristna manns

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.