Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.2000, Blaðsíða 4

Bjarmi - 01.05.2000, Blaðsíða 4
Kristur kom á jafningja- samfelagi Rætt vió dr. Arnfríói Guómundsdóttur um kvennaguðfræói Viötal: Kjartan Jónsson „Þaó eru aóeins 25 ár síóan fyrsta konan, sr. Auóur Eir Vilhjálmsdóttir, var vígð til prests innan íslensku þjóókirkj- unnar. Síóan hefur konum fjölgað jafnt og þétt innan prestastéttarinnar og jafn- framt á meðal nemenda í guðfræöideild Háskóla íslands. Sr. Auður Eir var fyrst íslenskra kvenna að kynna hér á landi gagnrýni sem konur erlendis settu fram á hefðbundna guðfræði. Þessi tegund guó- fræði hefur síðar verið kölluð kvenna- guðfræði á íslensku. Þetta var um 1980. Þá myndaðist óformlegur hópur kven- presta, kvenguðfræðinga og guðfræði- nema sem höfðu áhuga á þessari guð- fræðistefnu. Arið 1993 var Kvennakirkj- an síðan stofnuð, sem er grasrótarhreyf- ing leikra kvenna undir forystu sr. Auðar Eirar. Kvennakirkjan hefur nú fengið við- urkenningu kirkjulegra yfirvalda, þar sem sr. Auður Eir er orðin sérþjónustuprestur innan íslensku þjóókirkjunnar, meðal annars sem prestur Kvennakirkjunnar. Það er mjög mikil gróska og líf í Kvenna- kirkjunni. Þar leitast konur við að endur- skoða helgihaldið og hópur innan hennar hefur endurritað ákveðna kafla úr Nýja testamentinu á mál beggja kynja og gefió út undir heitinu „Vinkonur og vinirjesú“.“ Þaó er dr. Arnfríður Guómundsdóttir, lektor í guðfræði, sem rekur sögu kvennakirkjunnar. Hún lauk doktorsprófi frá The Lutheran School of Theology at Chicago (Hinum lútherska guðfræói- skóla Chicagoborgar) árið 1996 í sam- stæðilegri guðfræði (trúfræði) með áherslu á kvennaguðfræói, sem hefur verið að hasla sér völl, fyrst á Vestur- löndum og síðan víðar síðustu áratug- ina. Arnfríður féllst á að upplýsa lesend- ur Bjarma um inntak þessarar fræói- greinar. Hún er fyrsta konan sem gegnir fastri kennslustöðu við guðfræðideild Háskóla íslands. Hvað er kvennaguðfræði? „Kristur kom á jafningjasamfélagi. Hann braut blað í sögu kvenna með því að tala við þær, umgangast þær eins og jafningja, tala við þær um guðfræði og leyfa þeim aó fylgja sér. Kvenlærisveinar eru nafngreindir í Lúkasarguðspjalli (Lk. 8,3) auk þess sem talaó er um fjölda annarra kvenna sem fylgdu Jesú. Konur flytja fyrstar boðskapinn um upprisuna á páskadagsmorgun en greint er frá því í öllum guðspjöllunum. Það var mjög rót- tækt að konum skyldi fyrstum vera treyst fyrir vitnisburðinum um hinn ótrúlega boðskap upprisunar í samfélagi þar sem þærvoru ekki marktæk vitni. Almenning- ur tók boðskapnum með miklum efa- semdum og ýmsar skýringar voru fundn- ar á honum en lærisveinarnir töldu orð þeirra markleysu (sjá Lúk. 24). Þetta lýsir almennum viðhorfum til kvenna á þess- um tíma í samfélagi sem stjórnað var af karlmiðlægu gildismati. Postulasagan greinir frá mörgum kon- um sem voru í hópi leiðtoga í frumkirkj- unni. Er Páll þakkar fólki í 16. kafla Rómverjabréfsins telur hann upp 29 ein- staklinga, þar af er um þriðjungur konur. Páll gefur konum hærri sess en þær fá í Hirðisbréfunum (Tím. og Tít). í Hirðis- bréfunum sjáum vió að skipulagi hefur verið komió á innan kirkjunnar. Þar eru komin ákveöin skílyrói fyrir því að vera Hér er ekki um aö rceöa nýja guðfrceöi, heldur nýtt sjónarhorn a þá guðfrceði sem til er. Kvennaguðfrceðin á margt sameiginlegt með frelsunarguðfrceði í Suður-Ameríku, svartri guðfrceði og afrískri guðfrceði þar sem fólk tal- ar út frá þeim aðstceðum sem það býr við. 4

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.