Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.2000, Blaðsíða 27

Bjarmi - 01.05.2000, Blaðsíða 27
ð Guði Litlifingur - er aó HEYRA orðið. Baugfingur - er að LESA orðið. Langatöng - er að LEGGJA orðið A MINNIÐ. Vísifingur - er að HUGLEIÐA orðið, velta því fyrir sér aftur og aftur. Þumall - er að NOTA eða framkvæma orðið. Það er líka mjög gagnlegt að velja bók í Biblíunni sem þú vilt fara dýpra í. Ein- föld áætlun fýrir það er: 1. Lesa bókina til enda og skrifa útdrátt. 2. Læra vel hvern kafla fyrir sig. Lykilorðið sem nota má vió að grafa í hvern kafla er: „Guð er ,ÁSTIN‘ mín“: Ahersla - Finna setningu eða setningar sem flytja aðalhugsunina í kaflanum og hugleiða hana með því að leggja áherslu á hvert oró fyrir sig til þess að skilja hvernig hvert oró skiptir máli. Spyrja - Hver er að tala? Hvaö er talaó um? Hvar er þetta? Hvenær? Af Hverju? (hluti af yfirliti). Þetta hjálpar okkur að átta okkur á samhengi kaflans í bókinni og samhengi bókarinnar í Biblíunni og í sögu heimsins. Teng/a - við kringumstæður og önnur vers í Biblíunni. Innbyröa orðið - umorða það með þfn- um eigin orðum. Orðin tala best til þín þegar þú getur útskýrt þau fýrir þér eða öðru fólki með þínum eigin orðum. Nota pað - Hvað ætlar þú að gera til að nýta það sem þú ert búinn að læra? Lyk- ilorð sem má nota er „SSSS“: Synd að forðast; Sannleikur að treysta (loforö frá Guði til þín); Skipun að hlýóa eða Skiln- ingur á Guói, eitthvað nýtt sem þú hefur lært um hann. Mikilvægt er að lesa orðið í hóp meö öðrum reglulega. „Því aó þekking vor er í molum og spádómur vor er í molum“ (1. Kor. 13:9). „Því að hvar sem tveir eða þrír eru saman komnir í mínu nafni, þar er ég mitt á meóal þeirra“ (Matt. 18:20). Stundum er mjög gaman að fara úr bænum og verja hálfum degi með Guði, vera í orði hans og hugleiða líf sitt, hver ég er og hvert ég er að fara og spyrja um vilja Guðs. Það er gagnlegt að nota Biblíulykil og Biblíulandabréfabók til að styðjast við í því að læra oró Guðs. Einnig eru til Biblíuorðabækur á erlend- um málum eða Biblíuskýringar sem geta gefió góða innsýn. Önnur efni sem má skoða eru: Persónur, þú lærir allt í Biblí- unni um eina persónu, og: Hugtök, þú velur efni eóa orð sem þú vilt skilja betur og lest öll vers sem fjalla um það (Biblíu- lykill), t.d. „náð,“ „heilagur andi,“ „hjarta,“ o.s.frv. Aðalmálið er að leita Guðs daglega í orði hansfþví „speki mun koma í hjarta þitt, og þekking verða sálu þinni yndisleg" Orðskv. 2:10). Breytingar á útbreióslu trúarbragóa á öldinni víöal.. nverold Kristnin er útbreiddust allra trúarbragða í heimin- um og telst þriójungur jaróarbúa tilheyra henni eóa rétt rúmir tveir milljarðar og er helmingurinn róm- versk-kaþólskur. Á sl. 100 __________ árum hefur hins vegar átt sér I stað mikil breyting á því hvar í heiminum kristna menn er helst að finna. Árió 1900 voru kristnir menn taldir um 560 milljónir og af þeim bjuggu 370 milljónir í Evrópu. Þá voru um 8,7 milljónir kristinna manna í Afríku, 20 milljónir í Asíu og 60 milljónir í Suður-Ameríku. Samsvarandi tölur nú einni öld síðar eru 536 millj- ónir kristinna manna í Evrópu, 333 milljónir í Afr- íku, 300 milljónir í Asíu og 436 milljónir í Suóur- Ameríku. Af þessu sést að fjölgun kristinna manna hefur verið mest í Suóur-Ameríku en hún er einnig mjög mikil í Afríku og Asíu. Önnur trúarbrögð hafa einnig náð aukinni út- breióslu á sl. 100 árum. Árið 1900 voru múslimar 200 milljónir í heiminum en eru nú orðnir 1,2 millj- arðar og hefur þeim fjölgað hlutfallslega mest allra. Hindúum hefur fjölgað úr 200 milljónum í tæplega 800 milljónir á sama tíma og búddistum úr 127 milljónum í 358 milljónir. Gyðingar eru nú um 18 milljónir. Bandaríski trúarbragðafræðingurinn David Barrett hefur bent á þessa þróun. Hann hefur einnig bent á að um síðustu aldamót hafi aðeins um þrjár milljónir manna verið taldir trúlausir en nú 100 árum síóar eru þeir taldir 767 milljónir. Flestir þeirra búa á hinum svonefndu Vesturlönd- um eða í Evrópu og Bandaríkjunum. 27

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.