Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.2000, Blaðsíða 20

Bjarmi - 01.05.2000, Blaðsíða 20
Ég vil^ # óta niour bri glansmynd dópsins og fá krakkana til að hœtta áður en þeir byrja Jón Indriði Þórhallsson er upphafs- maóur Marita forvarnar- og hjálpar- starfsins hér á landi. Hann fer ásamt lög- reglumanni og fulltrúum Félagsþjónust- unnar í skóla til að fræða unglinga og foreldra þeirra um hættuna sem fylgir fíkniefnaneyslu. Saga hans er átakanleg og áhrifarík. Hann fékk að kynnast öllu því versta sem eiturlyfjaneyslunni fylgir og deilir reynslu sinni af mikilli einlægni með áheyrendum. Ég fór á einn slíkan fræðslufund fyrir foreldra að áskorun unglingsins míns og eftir fundinn lék mér forvitni á að vita hvað það var sem gerð- ist í lífi Jóns sem gerði honum mögulegt að losna undan krumlu fíkniefnanna, en um það sagði hann ekkert á fundinum. í viðtalinu sem hér fer heyrum við sögu Jóns Indrióa og fræðumst um hjálpar- starfið Marita sem hann og Anna kona hans starfa fyrir. Þannig byrjaói ruglió Jón Indriði: Ég hef oft verið spuróur að því hvers vegna ég byrjaði að neyta fíkni- efna og hef sjálfur verið að velta því fyrir mér eftir að ég náði að hætta. Ég held að það séu aðallega tvær ástæður. Önn- ur er sú að mér fannst þetta spennandi í byrjun. Þaó sem ég geri með krökkunum í skólunum er að brjóta niður þessa glansmynd dópsins, þennan spenning í kringum dópið. Ég held líka að ég hafi verið þunglyndur fyrstu ár gelgjunnar, að minnsta kosti man ég eftir að mér fannst lífið alls ekki skemmtilegt, skólinn hund- leiðinlegur og bara alls ekkert gaman að lifa. Þegar ég því neytti hass í fyrsta skipti 14 ára gamall upplifði ég vissan létti. Það er einmitt það sem er svo hættulegt við fíkniefni, þau eru svo fölsk. Þau geta litið út sem einhvers konar lausn í byrjun en verða síðan sá mesti fjötur sem ung- lingurinn lendir í. Þannig var þetta meó mig í byrjun og fljótlega varð ég háður eitrinu. Þegar ég var fimmtán ára varð kærastan mín ófrísk og ég þurfti að taka ákvörðun um það hvað ég ætlaði aó gera meó líf mitt. Ætlaói ég að halda áfram að rugla eða sjá um barnið og Þegar ég var fimmtán ára varö kœrastan mín ófrísk og ég þurfti aó taka ákvöröun um þaö hvað ég ætlaði að gera meö líf mitt. Ætlaði ég aó halda áfram að rugla eða sjá um barnið og konuna? Strax þá upplifði ég sjálfan mig sem alkóhólista. Viótal: Gyóa Karlsdóttir konuna? Strax þá upplifði ég sjálfan mig sem alkóhólista. Ég gat ekki sleppt úr einni einustu helgi og ég drakk föstudag, laugardag og sunnudag. Eftir þetta varð þróunin gífurlega hröð niður á við. Nítján ára gamall var ég orðinn sprautu- fíkill, háður amfetamíni. Þá var ég líka kominn út í afbrot og var skráður síafbrotamaður hjá lögreglunni. Forhertur eftir gæsluvaróhaldsvist Um þetta leyti var ég settur í gæsluvarð- hald í Síðumúlafangelsið sem er örugg- lega einn erfiðasti tími sem ég hef lifað. Ég var læstur í einangrun í fimmtíu og fjóra daga, í Ijögurra fermetra klefa með einum bekk. Það eina sem ég gat gert til þess að komast út úr klefanum var að ýta á bjöllu og biðja fangavörðinn að fýlgja mér á klósettið. Fyrir utan múrana var sumarið en sólargeislarnir náóu ekki aó brjótast inn um þykkt glerið á glugg- anum efst í klefanum. Þetta var ömurleg Iffsreynsla, ég var hræddur og örvænting- arfullur, en það var enga miskunn að fá. Þarna held ég að eitthvað hafi brotnað innra með mér. Ég skaðaðist á vissan hátt á því að vera þarna því að þegar ég kom út var ég orðinn forhertur, fullur af hatri og beiskju gagnvart kerfinu. Úr Síðumúlanum var ég fluttur í tveggja mánaða afplánun á Skólavörðustíginn og þegar ég slapp þaðan út hellti ég mér út í meiri neyslu og fleiri afbrot. 20 Á

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.