Bjarmi - 01.05.2000, Blaðsíða 9
ógnar, en með þeim afleióingum aó
frelsun eóa lausn undan ánauð eóa kúg-
un veróur að veruleika. I þessu sambandi
má nefna tvær þekktar kvikmyndir, þ.e.
Gaukshreiðrið eða One Flew Over the
Cuckoo's Nest frá árinu 1975 og Dead
Poets Society frá 1989. Báðar þessar
myndir draga upp mynd af ánauóugu
samfélagi, annars vegar á geðsjúkrahúsi
og hins vegar í skóla. Inn í þessi samfé-
lög koma nýir einstaklingar, sjúklingur
og kennari, sem fljótlega safna um sig
hópi „lærisveina“ sem þeir hafa mikil
áhrif á en eru um leið farnir að ógna um-
hverfi sínu og þeim sem þar ráða. Við-
brögðin eru þau aó fórna þessum ein-
staklingum til aó vióhalda stöðugleikan-
um og um leið kúguninni. Afleióingarnar
verða hins vegar þveröfugar og leióa til
lausnar úr ánauð. Finna má margar hlið-
stæður í þessum myndum við atvik og
atriði úr guðspjöllunum.
Gaukshreiórið
Gauksheiðrið segir frá því að Randall
McMurphy, sem Jack Nicholsson leikur,
er sendur úr ríkisfangelsi á geósjúkrahús
til geórannsóknar. Um er að ræða stofnf-
un sem gengur af gömlum vana og beitir
aðferðum í samræmi við það. Flestir
sjúklinganna eru þar sjálfviljugir og virð-
ast sætta sig við frelsisskerðingu og frem-
ur tilbreytingarlausa tilveru. Fljótlega er
McMurphy farin aó ógna stöðugleika
stofnunarinnar. Hann krefst þess meðal
annars að fá að vita hvaða læknismeð-
ferð hefur verið ákveðin fyrir hann og
reynir að brjóta upp dauflega tilveru
sjúklinganna með því aó kenna þeim
körfubolta o.fl. og fá þá til aó krefjast
þess að skipulagi á stofnuninni verði
breytt þannig að þeir geti horft saman á
vinsælan þátt í sjónvarpi. Loks sýóur upp
úr þegar McMurphy tekur bíl stofnunar-
innar traustataki til aó fara með læri-
sveina sína í veiðiferó. Æðstaráð sjúkra-
hússins kemur saman og kemst að þeirri
niðurstöðu að McMurphy sé hættulegur
og ræðir hvað skuli gera við hann. í for-
ystu er yfirhjúkrunarkonan Ratched (sem
Louise Fletcher leikur) og hún telur þaó
vera uppgjöf að senda McMurphy eitt-
hvaó annaó og telur að stofnunin geti
breytt honum.
Næsti hópfundur með sjúklingunum
einkennist af ögrun sem leiðir til þess aó
þeir taka aó efast um aðferðir sjúkra-
hússins. Uppreisn fylgir í kjölfarió sem
verður til þess að góður vinur McMurp-
hys, kallaður höfóinginn („Chief' — sem
leikinn er af Will Samson) ræðst á einn
varðanna. Uppreisnarseggirnir fá raf-
lostsmeðferð og eftir það fer McMurphy
að reyna að telja vistmenn á stofnuninni
á að yfirgefa hana. Það er án árangurs
því þeir treysta sér ekki til að spjara sig
utan hennar.
McMurphy finnur leið til aó flýja
stofnunina. Hann býóur tveimur vinkon-
um sínum í heimsókn á aðfangadags-
kvöld og lokkar næturvörðinn til að leyfa
svolítinn gleóskap. Aður en hann fer á
braut krefst hann þess að Billy, einn úr
hópi lærisveina hans, eyói nóttinni með
annarri kvennanna. Til allrar óhamingju
sofna allir og Ratched hjúkrunarkona
kemur aó öllum morguninn eftir og sér
strax hvað gerst hefur. Andartak viróist
Billy hafa losnað úr fjötrum kúgunar og
sjálfsfýrirlitningar en það stendur aðeins
skamma stund. Hann sakar síðan
9