Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.2000, Blaðsíða 19

Bjarmi - 01.05.2000, Blaðsíða 19
sér inn í guðsþjónusturnar á sunnudög- um en þaó er ýmislegt annað að gerast. Það eru alltaf bænastundir í hádeginu á miðvikudögum þar sem fólk af Alfa hjálpar til. Síðan má ekki gleyma því að fólk sem er búið aó koma nokkrum sinn- um á námskeiðin er sjálft farið að að- stoða við þau með ýmsum hætti.“ Af hverju kemur fólk aftur á sama námskeið- ið? Þeir eru sammála um aó þar hafi vinátt- an og samfélagið úrslitaáhrif. Alfa-námskeiðin hefjast á sameigin- legri máltíð allra þátttakenda og leið- toga. Eftir matinn er söngstund og síðan fýrirlestur kvöldsins. Eftir fýrirlesturinn er skipt í umræðuhópa og að lokum flykkj- ast allir út í kirkjuna á helgi- og bæna- stund. Þetta er fjölbreytt dagskrá sem stendur yfir í um það bil þrjár klukku- stundir. Þegar Alfa var fýrst kynnt á Islandi var það orðaó og sett upp á þennan hátt: Allir sem vilja kynna sér betur um hvaó kristin trú snýst eru hvatt- ir til að koma á Alfa-námskeió. ífið er ánægjulegt þegar vió get- um lært meó öórum og átt samfélag saman. yrirspurnum er tekió meó gleói og sérstakur tími fýrir spurn- ingar og svör. Idur skiptir ekki máli. Alfa- námskeió eru fýrir alla. standa sig vel. Þau eru alveg meiriháttar. Þau halda vel utan um allt og eru alveg einstök. Fræóslan er góð og skilar sér vel, leiðtogarnir gefa af sjálfum sér og halda athyglinni allan tímann. Mér finnst söngstundin standa upp úr, þá eru sungnir innihaldsríkir lofgjörðar- söngvar og maður er í bænarhug þegar sungió er. Hvað er merkilegt við Alfa? Námskeiðin eru fýrst og fremst innihald en ekki umgjörð. Það er svo notalegt. Síðan hef ég lært svo margt varðandi bænina. Eg hef lært að nota hana. Mér finnst ég komast í gegnum svo margt með hjálp bænarinnar, með því aó treysta Guði fýrir því sem ég hef áhyggjur af. Mér finnst ég ekki þurfa að bera allar áhyggjunnar sjálf. Ég fel Guði það sem ég hef áhyggjur af og losna við kvíóa og ótta. Ég finn að Guð er til staðar. Hvað hafa öll pessi námskeið gefið pe'r? Mér dettur f hug söngurinn „Eitthvað stórkostlegt" þegar ég á að lýsa því. Hann segir í raun nákvæmlega hvað hef- ur gerst. Það var eitthvaó sem hvarf, ein- hver biturleiki, og það kom eitthvað allt annað í staðinn, einhvers konar friður og vellíóan. Þaó er náttúrulega verk trúar- innar. Ég finn fyrir öryggi og mikilli breytingu. Mér finnst ég vera önnur manneskja með aðrar áherslur. Lífió er innihaldsríkara. Mér finnst líka aórir á námskeiðinu vera að upplifa það sama. Teljið þið að formið skipti máli? Sigfús er sannfærður um það og finnst samfélagið mjög náið í mál- tíóinni og umhverfið er laust við alla ögrun. Hann telur einnig við- mótið skipta miku máli. Ragnar samsinnir þessu: „Fræðsl- an fer fram á mannamáli og er ein- læg. Hindranir eru engar eða fjar- lægð. Sá sem kennir á svona nám- skeiði opnar sjálfan sig og gefur af sér. Þaó er kostnaóurinn.“ Hefur fólk komist til trúar hér f Kirkju- lundi? „Það hefur mikið af fólki frelsast og hlotió andlega eða líkamlega lækn- ingu. Guó er að veita innri lækn- ingu. Gömul sár eru aó gróa og það er verið að gera hlutina upp. Guð hefur veitt fólki gleði, fögnuð og frið. Það hefur margt gerst innra með fólki og margir sem hafa lengi unnið í kirkjunnl eru að átta sig á því í fyrsta sinn um hvað þetta snýst allt saman. Þetta er vitnis- burður margra." Ef kirkjuklukkan í Keflavík léti í sér heyra líkt og sumar stallsystur hennar víóa um heim myndi hún slá tólf slög. Þaó er miðnætti og virkur vinnudagur daginn eftir. Lengra fórum við ekki í þetta skipt- ið. Tíðindamaóur Bjarma á Suóur- nesjum gengur út í friðsæla nóttina, þakklátur fýrir lífió í Kirkjulundi. 19

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.