Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.2001, Blaðsíða 8

Bjarmi - 01.06.2001, Blaðsíða 8
Kristileg tónlist einkennist af gleói Rætt vió Óskar Einarsson tónlistarmann Viótal: Bjarni Gunnarsson Ikristilegu starfi skipar tónlistin veiga- mikinn sess. Á þeim vettvangi leikur Óskar Einarsson tónlistarmaóur eitt að- alhlutverkanna. Hann er tónlistarstjóri hjá Fíladelfíusöfnuóinum, stjórnar Gospelkór Reykjavíkur og hefur unnió að ýmsum geislaplötum undanfarin ár, svo fátt eitt sé nefnt. Vió fáum nú aó kynn- ast þessum fjölhæfa tónlistarmanni nán- ar. „Ég er fæddur á Akureyri 1967 og ólst þar upp. Ég er elstur fjögurra systkina. Móóir mín er Rannveig Óskarsdóttir, forstöóumaóur Hjálpræðishersins á Ak- ureyri. Hún er dóttir Immu og Óskars í Hjálpræðishernum sem sumir þekkja. Faóir minn er Einar sonur Björns í tunnuverksmiðjunni sem margir Akureyr- ingar kannast við.“ Af þessu sést aó Óskar er alinn upp í Hjálpræóishernum frá blautu barnsbeini og þaó starf hefur verið rauður þráður gegnum allt hans líf og fjölskyldu hans. Eiginkona Óskars er Bente Einarsson sjúkraliði. Þau eiga þrjú börn, Björn Inga 8 ára, Bryndísi Rut 6 ára og Óskar Andr- eas á fyrsta ári. Á heimili sínu og í Hjálpræðishernum ólst Óskar upp vió mikla tónlist og söng. Sex ára aó aldri hóf hann nám í tónskóla og byrjaói að læra á píanó ári síðar. Tæpra 13 ára var hann hins vegar kom- inn á kaf í íþróttir og hætti því píanó- náminu. Hann spilaði þó alltaf á píanó á samkomum. Einnig var hann farinn að semja lög og „glamra“ eins og hann kall- ar þaó. „Píanóið var í herberginu mínu og stundum vaknaói ég upp um miðjar nætur og fór aó spila á þaó. Þá kom mamma hlaupandi og spurói mig hvaó ég væri aó hugsa! Þá var ég aó semja eitthvaó nánast í svefni." Fimmtán ára meiddist Óskar á hné og þurfti að setja íþróttaskóna endanlega á hilluna tveimur árum síðar. Þá urðu tímamót hjá honum. Hann sagði frænku sinni Magneu, sem starfar vió Tónlistarskóla Akureyrar, frá löngun sinni til að læra meira á píanó. Hún sendi hann á fund Edwards Fredriksen sem kenndi vió skólann og var mikill djassgeggjari. „Ebbi kveikti aftur áhuga minn en sagói að ef ég vildi leggja tón- listina fyrir mig yrði ég að fara aftur í klassískt tónlistarnám. Ég fylgdi hans 8

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.