Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.2001, Blaðsíða 11

Bjarmi - 01.06.2001, Blaðsíða 11
ar kristilegar hljómsveitir og sönghópar hafa komið fram síðustu ár. Eg held aö menntunin sé undirstaða þess að ná blómlegu lífi í kristilegri tónlist. Foreldr- ar mínir sáu þá möguleika sem felast í tónlistinni og við systkinin höfum öll lært eitthvað á hljóófæri." Óskar segir kristilega tónlist einkenn- ast af gleði, ekki síst gospeltónlistina. Hann segir þá djasstónlistarmenn, sem hann hefur unnið með, hafa mjög gam- an af að spila þessa tónlist. „Þarna er eitthvað meira en bara tónlistin sjálf.“ Eftir að heim kom frá Bandaríkjunum hefur Óskar átt mjög annríkt. „Því mið- ur hef ég ekki getað sinnt fjölskyldunni eins og ég hefði viljað. Eg hef þurft aó vinna mikió til að minnka skuldirnar eftir dýrt nám. Nú vona ég að hlutirnir séu að komast í fastari skorður og ég geti farió að minnka vinnuna. Fjölskyldan þarf tíma, hún er það mikilvægasta sem maður á. Tíminn með börnunum er dýr- mætur, hann kemurekki aftur.“ Óskar kynntist Bente konu sinni á Hjálpræðishersmóti í Noregi árið 1987. „Hún átti að vera á þessu móti ásamt foreldrum sínum sem voru að vígjast sem foringjar í Hjálpræðishernum. Eg sá mynd af henni í blaði og féll alveg fýrir henni. Þessa stelpu varð ég að hitta. Þaó fór svo og við náðum strax vel sam- an.“ Þau giftu sig í Noregi árið 1989 og bjuggu tvö ár á Akureyri áður en þau fluttu suður. Óskar segir Bente standa með sér í þessari miklu vinnu þótt hún myndi auðvitaó vilja hafa hann meira heima. Þaó kostar hins vegar sitt að lifa og námió ytra var dýrt. Eg spyr Óskar hvort ekki sé erfitt aó þiggja laun fyrir að flytja kristilega tón- list. Hann segir stundum svo vera. Frjálsu söfnuðirnir eru t.d. reknir að stórum hluta fyrir gjafafé, reksturinn oft í járnum og því er t.d. erfitt að þiggja laun frá slíkum aðilum. „í mörg ár spilaði ég í hverri viku í sunnudagaskólanum og á samkomum í Hjálpræðishernum og hef aldrei tekið krónu fyrir. Þaó var því erfitt þegar ég fékk borgað fyrir geisladiskinn með Miriam Óskarsdóttur sem kom út á 100 ára afmæli Hjálpræðishersins á Is- landi, jafnvel þótt ég hefói lagt óhemju vinnu í hann. En nú hef ég tónlistina að atvinnu og verð auðvitað að fá greitt fyr- ir slíka vinnu, hún er mitt lifibrauó. Eg vinn þó auðvitað ýmislegt í sjálfboóa- vinnu og af einskærum áhuga eins og t.d. að stjórna Gospelkór Reykjavíkur og spila og syngja í Gospelkompaníinu." Við víkjum nú að því sem framtíðin kann að bera í skauti sínu hjá Óskari. Þótt hann hafi blásarakennarapróf hefur hann lítið fengist við kennslu, reyndar ei- lítið í Tónlistarskóla FÍH. „Varðandi kennslu hef ég mestan áhuga á aó kenna fólki að spila á píanó eftir eyranu þannig að það nýtist í kirkjunum. Það finnst mér mjög spennandi og hef haft nokkra nemendur í slíkum einkatímum. Framtíóardraumurinn er að sjátónlist- arvöxtinn í kirkjunum halda áfram. Eg vil gjarnan heyra meiri gospeltónlist í Ijósvakamiðlunum, sjá þjóðkirkjuna opnast enn meira þannig að þessi tónlist verði eðlilegur hlutur af starfi hennar. Djass- og poppmessunum í kirkjunum fer sífellt fjölgandi en það kallar á fleira tónlistarfólk. Ég myndi vilja sjá þær kristilegu geisla- plötur, sem gefnar eru út, seljast mun betur. Þær eru yfirleitt góöar og vandað- ar. Vandinn er sá að markaðurinn hér er svo lítill. Það þykir gott ef plata selst í 1000 eintökum en það er kannski ekki nóg til þess aó hún standi undir sér. Samt eru í frjálsu söfnuðunum einum nokkur þúsund manns, auk allra þeirra sem eru í þjóðkirkjunni. Alltaf er verið að hvetja mann til að gefa eitthvað út og svo selst það kannski ekki nema með gríðarlegri markaðssetningu. Með því að kaupa plötu fær maður góða tónlist um leið og hann styrkir viðkomandi tón- listarmenn. Það er svo forsenda þess að þeir geti gefið út meira efni. I Bandaríkjunum er kristilega tónlistin geysistór og sívaxandi markaður. Hún er orðin með stærri einingum í tónlistinni þar. Gömlu meistararnir hafa aflað henni mikillar virðingar í gegnum tíðina. Sem dæmi má nefna að á tónleikum hjá Kirk Franklin geta verió tugþúsundir manna. Segja má að hann sé arftaki Andrae Crouch að ýmsu leyti. Franklin hefur selt miklu fleiri plötur en Crouch gerði á sínum tíma sem sýnir vöxtinn í kristilegu tónlistinni ytra. Svo á ég þann draum að fá að semja kvikmyndatónlist fyrir sinfóníuhljóm- sveit. Hann er þó fjarlægur enn og hugs- anlega yrði það þá á erlendri grundu. Það er spennandi að skapa og semja sína eigin tónlist. Ég hef samið nokkur kórlög, ég nefndi áðan söngleikinn „Mó- glí“ og í náminu ytra samdi ég auðvitað mörg verk af ólíkum toga.“ Ég spyr Oskar að lokum hvort ekki megi vænta geislaplötu með tónlist eftir hann næstunni. „Við skulum segja að það verói en dagsetning er óákveðin." Ohætt er aó segja að Oskar sé fjölhæf- ur tónlistarmaður og starf hans litríkt og fjölbreytt. Klassík, djass, popp og gospel fara um huga hans og hendur er hann semur tónlist og útsetur, stjórnar kórum, spilar á píanó og blásturshljóð- færi, í fermingarveislum, á samkomum, í hljóðveri, á tónleikum. Við biðjum Osk- ari og fjölskyldu hans Guðs blessunar í lífi og starfi. 11

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.