Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.2001, Blaðsíða 10

Bjarmi - 01.06.2001, Blaðsíða 10
heim frá Bandaríkjunum Einnig hef ég tekió aó mér nokkur stór verk fyrir Borgar- leikhúsið. Ég samdi tónlist vió söngleikinn „Móglí" sem var sýndur fyrir skömmu en fyrsta stóra verkefnið eftir aó ég kom heim var aó útsetja og stjórna tónlistinni í söngleiknum „Kysstu mig, Kata“. Þar reyndi mjög á þaó sem ég hafói lært ytra. Síóan sá ég um gospeltónleikana á Kristnitöku- hátíóinni og stofnaði Cospel- kór Reykjavíkur í því sambandi. Sá kór lifir enn góðu lífi. Ég hef því haft í mörg horn að líta eftir aó ég kom að utan og ekki er nærri allt upp talið.“ Ég spyr Oskar aó því hvort hann finni hjá sér togstreitu milli kristilega tónlist- argeirans og svo annarrar tónlistar. „Aður fyrr reyndu menn að draga mig í ballhljómsveitir en ég var alltaf hræddur við slíkt og sukkió í kring og foróaðist þaó. Foreldrar mínir og umhverfió sem ég ólst upp í áttu eflaust sinn þátt í því. Ég sé ekki eftir þessari ákvörðun. Flest þaó fólk sem ég þekki og tók þátt í þess- ari ballmenningu á sínum tíma sér eftir því núna og lenti jafnvel illa í því.“ Oskar vinnur jafnt aó kristilegum plöt- um sem öðrum og finnst mjög skemmti- legt aó blanda þessu saman. „Þaó er al- mennt gaman að vinna aó góðri tónlist með góðu fólki. Hjartaó og áhuginn liggur þó mest í kristilegri tónlist. Hún gefur meira og þar finnst mér ég vera á heimavelli.“ Óskar á margar skemmtilegar og góó- ar minningar frá tónleikum. „Eitt sinn spilaði ég á tónleikum meó Stórsveit Ak- ureyrar á tenórsaxófón. Þá þurfti ég aö spila í stað stúlku sem var veik og ég var því fremur stressaður. Rétt áður en ég átti að byrja sólóió flaug fluga upp í munninn á mér! Ég gleypti hana en hún stóö eitthvaó í hálsinum á mér og ég fékk hóstakast. Þetta var hrikalega neyó- arlegt en einhvern veginn bjargaðist þetta nú. Það sem stendur upp úr í minningunni er þegar ég stóð á svióinu meó Andrae Crouch á Hótel íslandi 27. maí 1997. I fadmi fjölskyld- unnar. F.v. Björn Ingi, Óskar, Bryndís Rut, Bente og Óskar Andreas. Um leið og ein kirkja fer aö leggja metnað í sitt tónlistarstarf smitar það út frá sér. Gospeltónlist er líka vinscel núna og mikill áhugi hjá kirkjukórum á henni. Margir kórar hafa leitað aðstoðar hjá mér, fengið nótur og námskeið. Óskar 18 mánaða og byrjaður að spila. Mánuði fyrr var ég í Nor- egi og hitti þar af tilviljun umboðsmann hans og þá kom í Ijós aó hann gæti hugsanlega komið hingað í skottúr til að halda tónleika. Viku seinna var þetta ákveðið og við höfóum þrjár vikur til undir- búnings, aó æfa upp kór og skipu- leggja allt. A tónleik- ana komu 1100 manns og þetta tókst frábær- lega. Frá 12 ára aldri hef ég hlustað á tónlist Crouch og kafað ofan í hana. Ég lærói í raun aó spila á píanó af honum. Það var því toppurinn að fá að spila með honum á tónleikum." I lok tónleik- anna stjórnaói Crouch 1100 manna „kór“ tónleikagesta sem söng afmælis- sönginn þar sem Oskar varó 30 ára dag- inn eftir tónleikana. „Ég hélt ég myndi takast á loft,“ segir Óskar um þetta. Þegar Óskar var við nám í Bandaríkj- unum slóst hann í för með norskum kór og heimsótti Crouch til Los Angeles og spilaói í kirkjunni hans á saxófóna, flautu og slagverk. Hver skyldi staða kristilegs tónlistarlífs á Islandi vera nú samanborið vió fyrri tíð aó mati Óskars? í Noregi hafði hann kynnst fjölbreyttu og öflugu tónlistarlífi í kirkjunum. Þegar suður til Reykjavíkur kom 1991 hélt hann aó þar væri svipað uppi á teningnum. Hann varð hins veg- ar fýrir nokkrum vonbrigðum, það vant- aði víða breidd, vandvirkni og fleiri tón- listarmenn. Hann segir þetta hafa lagast mikiö síöustu 3-4 ár og nú sé víóa blóm- legt tónlistarstarf. Hver er ástæóan fyrir þessari uppsveiflu? „Um leið og ein kirkja fer að leggja metnað í sitt tónlist- arstarf smitar það út frá sér. Gospeltón- list er líka vinsæl núna og mikill áhugi hjá kirkjukórum á henni. Margir kórar hafa leitaó aðstoðar hjá mér, fengið nót- ur og námskeið. Einnig hefur aukin tónlistarmenntun í landinu mikið að segja. Þaó eykur fjöl- breytnina og möguleikana. Margargóð- 10

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.