Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.06.2001, Page 30

Bjarmi - 01.06.2001, Page 30
er ritskýringu rétttrúnaóarins.[8] En óneitanlega í þriðju og fjóróu kynslóð týndi réttttrúnaðurinn sér oft í hártogun- um um afmörkuð, guófræðileg efni sem voru almenningi framandi. Fulltrúar heitttrúarstefnunnar eða píetismans gagnrýndu þessa guðfræðiikun harðlega. Þeir vildu draga fram kjarna kristin- dómsins og rækta einfaldleika trúarinn- ar. Leiðin að markinu fólst í því að sneióa framhjá kenningarkerfunum og leita beint til ritningarinnar. Aherslan var á að einstaklingurinn nærðist beint á orði Guðs. Bókstaflegur skilningur henn- ar var hafður í fýrirrúmi og leitast var vió aó virða fjölbreytileika rita hennar. Ann- að atriði sem sett var á oddinn var að til að geta skilið inntak ritningarinnar eða lokið upp ritningum varð maðurinn að vera leiddur af andanum. Trygging þess var aó hann væri endurfæddur og hefói sterka og lifandi trú. A þennan máta var tryggt að þröngur rammi, eóa sá múr sem athugunin á ritningunni með skyn- semina eina að vopni stóó ætíð frammi fýrir, var rofinn. Það er að segja, trúin leiddi manninn frá dauðri bókstafsrú að andlegri merkingu textans. Áherslan á bókstaf og anda er hér önnur en hjá Lúther sem kenndi að andi og orð væru samofinn veruleiki og óað- skiljanlegt hvort frá öðru. I píetismanum kemur aftur á móti fram áherslan á sam- bandió milli orðsins og réttrar afstöðu. Endurfæðingin er forsenda rétts skilnings á ritningunni og þar með er búið að binda túlkunina við sálarlíf einstaklings- ins. Þegar lestur ritningarinnar var tengdur á þennan máta við íhugun á textum í trú og bæn þá var ritningunni rudd viss leið og tryggður örugur sess í trúarlífi einstaklingsins. Þrekvirki píetism- ans er því aó hann gerói Biblíuna aó al- menningseign. Philipp Jokob Spener (1635-1705), sem stundum er nefndur faóir píetismans, setur fram í riti sínu Frómar óskir (Pia Desideria 1675) þenn- an ritningarskilning og hvetur eindregið til almenns biblíulesturs í söfnuóum. I kjölfar þessarar áherslu jókst ekki ein- ungis Biblíuútgáfa heldur vaknaði al- mennur áhugi á frumtextum ritningar- innar og textarannsóknum. Upplýsinga- og rómatískastefnan Samhliða píetismanum kemur upplýs- ingastefnan fram á sjónarsvið sögunnar. Innan guðfræðinnar hafði upplýsingin mikil áhrif og þá sérstaklega á Biblíu- rannsóknir. Guðfræðingurinn Jóhann Salómó Selmer (1725-1791) áleit að til grundvallar veröldinni lægi eilífur, guð- legur sannleikur. Þennan sannleika væri að finna í boðskap ritningarinnar. Túlk- unaraóferó hans byggði aó hluta til á kenningu skáldsins Gotthold Ephraim Lessing (1729-1781) um að tilviljunar- kenndir, sögulegir atburðir gætu aldrei verió undirstaóa fýrir þau eilífu sannindi sem skynsemin byggði á.[9] I Ijósi þessa leitaðist Selmer við að draga fram „kjarna trúarinnar" sem hann lagói að jöfnu við viss siðferðileg grunngildi. Þau var að finna í ritningunni en voru hulin í frásögum hennar. Skynsemin er það tæki sem maóurinn notar svo að segja til að rífa utan af umbúóir sögunnar sem hin eilífu sannindi voru vafin inn í. Þaó gefur aó skilja að út frá þessari forsendu eru sögulegar aðstæður ritunartíma og höf- unda rita ritningarinnar, efni og blæ- brigói í framsetningu aukaatriði. Bók- stafurinn er hér settur í hlutverk hins söglega en andinn er settur að jöfnu við eilíf sannindi. Rómantíkin var andsvar vió þurri hug- takakristni og hugsjónum upplýsingar- innar. Þýski guófræðingurinn Friedrich Daniel Schleiermacher (1768-1834) mótmælti notkun þessarar „geldu“ sagn- fræðigreiningar í túlkun ritningarinnar. Hann hnykkir á að ekki sé hægt að líta fram hjá þeirri staðreynd aó Biblían sé rituð af einstaklingum sem urðu fyrir sterkri, andlegri upplifun. Upplifun sem mótar ekki einungis framsetningu efnis- ins heldur er hún hluti þess sem þeir vilja miðla.[10] I túlkun rtningarinnar er því nauðsynlegt að gera grein fýrir persónu þess sem ritar og sálarlífi hans, þ.e.a.s þeirri tilfinningu sem knýr höfundinn áfram. Schleiermacher greinir á milli tveggja þátta í túlkunarfræóum sínum. Fyrst er að nefna málfræðilega greiningu textans. I henni er leitast við að gera textann skilj- anlegan þar sem varpað er Ijósi á mál- fræðilega uppbyggingu hans og textinn greindur til þess að gera hann eins læsi- legan og mögulegt er. Hinn þátturinn er sálfræðilegur sem felst í því að að les- andinn setur sig inn í hugarheim höf- undar. Það er gert með því að kynna sér sögu- og menningarlegar aðstæður hans. En það er ekki nóg samkvæmt Schleiermacher þar sem fólk er ólíkt og hefur mismunandi lyndiseinkunn. I þessu samhengi talar hann um skyldleika sálna. Þannig getur einn lesandi lesið texta og náð efni hans án erfileika á meðan hann er hulinn öðrum. Hið sama á við um höfunda, þeir höfóa mismun- andi til fólks. Schleiermacher setur hér því fram aðferð sem hvetur lesandann til aó setja sig inn í hugsun höfundarins og taka áhættu þegar leitast er við að til- einka sér hugsun og skilning hans. Schleiermacher dregur þannig fram hvernig texti verður aldrei skilinn til fulls nema aó hann snerti við lesandanum persónulega. Til að öðlast skilning á texta verður að koma til persónuleg til- einkun og næmi fýrir því sem er skrifað og sálarlífi höfundarins sjálfs. Schleiermacher ryður hér leiðina til túlk- unarfræði nútímans.[11 ] Um hana verð- ur fjallað í þriðja og síðasta hluta í næsta tölublaói. [1] Einar Sigurbjörnsson, Credo, Reykjavík 1993, s. 445. [2] Brevard S. Childs, Die Thoelogie der einen Bibel, Bd.1 Grundstrukturen, Freiburg 1994, s. 58, 63. [3] Widerdie Himlischen Propheten, von den Bildern und Sakramenten (1525), WA 18, s.180. [4] Formáli aójakobs- ogjúdasarbréfi. WA DB 7, s. 385. [5] Sjá nánar um þessa skiptingu: Sigurjón Arni Eyjólfsson, Guðfræöi Marteins Lúthers, Reykjavík 2000, s. 87-103. [6] Manfred Oeming, Biblische Hermeneutik Eine Einfúhrung, Darm- stadt, 1998, 13. [7] Manfred Oeming, sama rit, s.13. [8] Sjá t.d. Ulrich Luz Das Evangelium nach Mattheus Bd.1-3. Zurich 1985-1997. [9] Modern Christian Thought, útgf. Alister E. McGrath, Cambrige, USA 1993, s. 320. 110] F. D. E. Schleiermacher, Hermeneutik und Kritik, útgf. M. Frank Frankfurt 1977, sjá Manfred Oeming, Biblische Hermeneutik, s. 15-16. [11] Manfred Oeming, Biblische Hermeneutik, s.16. Sigurjón Arni Eyjólfsson er héraðsprestur í Reykjavíkurprófastsdœmi eystra. 30

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.