Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.2001, Blaðsíða 31

Bjarmi - 01.06.2001, Blaðsíða 31
Eftirlætis ritningarstaóur Sigrúnar Ástu Kristinsdóttur Fyrirætlanir til heilla „Því aó ég þekki þær fyrirætlanir, sem ég hefi í hyggju meó yóur - segir Drottinn - fyrirætlanir til heilla, en ekki til óhamingju, aó veita yður vonarríka framtíð" (Jeremía 29:11). Eg sit hér við eldhúsborðið mitt og þaó er sunnudags- morgunn. Stelpurnar mínar eru sofandi en maðurinn minn er vaknaður og er að lesa Morgunblaðið. Vió erum líka að hlusta á Lindina og þvottavélin er komin í gang. Biblían mín er opin og ég hef látið hugann reika. Ég ætla að segja ykkur hver er eftirlætis ritningarstaóurinn minn og ég get ekki annað en brosaó því Biblían er full af uppá- halds-versum. Þessi bók er mér svo dýrmæt. En ég staldra við tvö vers sem standa í Jeremía 29:11-12: „Því aó ég þekki þær fyrirætlanir, sem ég hefi í hyggju með yður - seg- ir Drottinn - fýrirætlanir til heilla, en ekki til óhamingju, að veita yður vonarríka framtíð. Þá munuð þér ákalla mig og fara og biója til mín, og ég mun bænheyra yður.“ Það eru tæplega 23 ár síðan ég tók á móti Jesú Kristi sem frelsara mínum. Þá var ég 27 ára gift kona og við höfðum eignast óskabörnin, dreng og stúlku. Vió áttum stóra og góóa íbúó, tvo bíla og vorum á leið í frí til Þýska- lands í þrjár vikur. Við vorum (og erum) reglufólk. Ég hafði aldrei reykt né drukkið. A ball fórum við bara einu sinni á ári og þá á árshátíó á vinnustað mannsins míns. Og við vorum alltaf þau fyrstu sem fóru heim af þeim gleðskap. Við fórum í kirkju á sunnudögum og styrktum nauðstadda og vorum bara þokkalega „kristin“. Ég var mjög sátt við lífió og hamingjusöm. En Drottinn hafói áætlun fýrir líf mitt og fjölskyldu minnar, að vió myndum ákalla Guð og leita hans og þá ætlaði hann að láta okkur finna sig. Hann sendi heim til okkar tvær trúaðar konur sem vildu að allir kæmust til þekkingar á Guði föður, skapara himins ogjarðar, og syni hans, frelsaranum Jesú, og að ógleymdum Heilögum anda sem var úthellt eftir uppstigningu Jesú Krists. Þessar yndislegu konur komu í veikleika sínum og í styrkleika Drottins. Og þá breyttist líf okkar. Það var gott líf sem vió áttum en það átti eftir að veróa miklu betra. Allt öðruvísi og stundum hreint ótrúlegt. Þetta er skóli og yfirkennarinn er Heilagur andi. Auðvitað hefur ýmislegt gengið á í Iífi okkar og stundum verið erfitt en Guó er góóur og hefur veitt okkur þá náð að þekkja hann persónulega og fá að fýlgja honum. Hann hefur ver- ið nálægur en ekki fjarlægur og hann hefur umvafið okkur Sigrún Asta Kristinsdóttir. með styrk og kærleika sínum. I dag er ég enn gift þessum frábæra manni sem frá byrjun minni meðjesú Kristi hefur gengið sama veg. Jesús er vegurinn, sannleikurinn og lífið og enginn kemur til föðurins nema fýrir hann. Við eigum fjögur börn sem öll elska Drottin og fýlgja honum. Ég sem hafði ekki mjög mikið sjálfsálit hef öðlast kraft þegar Heil- agur andi kom yfir mig. Ég er formaður Aglow í Reykjavík sem er kristilegt kvennastarf. Þar hef ég tækifæri til að segja konum frá gleðiboðskapnum umjesú Krist. Égvinn á leikskóla KFUM og KFUK þar sem ég má segja börnunum frá Jesú sem er besti vinur barnanna. Ég hef ásamt manninum mínum verið með barnastarf í kirkjunni okkar. Ég hefverið í fýrir- bænaþjónustu og leiðbeint á námsskeiðum. Verið ræðu- kona og flutt orð dagsins á Lindinni o.fl. o.fl. Og allt þetta vegna þess að ég leitaði Drottins af öllu hjarta og hann lét mig finna sig. „Því að ég þekki þær fýrirætlanir, sem ég hefi 1 hyggju með yður - segir Drottinn - fýrirætlanir til heilla, en ekki til óhamingju, að veita yður vonarríka framtíó." Sigrún Asta Krístinsdóttir er formaður Aglow í Reykjavík og starfar á leikskdla KFUM og KFUK. 31

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.