Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.06.2001, Page 25

Bjarmi - 01.06.2001, Page 25
að fara af stað með þessa fyrirbæna- þjónustu og kalla þau til sem við höfum séó verða myndug trúarlega og það hef- ur sýnt sig að þaó var rétt. Fyrst litu þau í kringum sig og fylgdust með því hvernig við gerðum þetta og fóru síðan að koma meira og meira inn í þetta. Þau hafa ver- ið að vaxa mikió í þessari þjónustu. Gréta: Ég hef séð Guó leiða fólk í þessari þjónustu og við höfum það mottó í þessari kirkju og biðjum þess að ekkert skyggi á Guó heldur fái fólk að finna að Kristur er hér og mæti honum, það er aðalatriðið. Þorvaldur: Ég mundi segja um 12 spora vinnuna að þetta er kjörin helgun- arleió fýrir þá sem hafa komist til trúar. Gréta: Þetta er helgunarleið fyrir þá sem eiga trúna á Guó og þetta er leió til trúar fyrir þá sem ekki þekkja Jesú og þaó er Guð sem vinnur þetta verk. Þorvaldur: Ég mundi mæla með þessu sem mjög æskilegri framhaldsvinnu upp úr Alfa námskeiói. Þetta byggir fólk upp. Gréta: Þaó er líka svo gott að fólkið vinnur á eigin forsendum. Það er enginn sem þrýstir á það aó vinna þetta á ein- hvern fýrirfram ákveðinn hátt annan en að fylgja bókinni „12 sporin, andlegt ferðalag". Agnes: Ég held aó við séum búin að fá nokkuð góða mynd af því hvað þið eruð að gera í dag. Nú ert þú hins vegar komin í hálfa stöóu hér vió kirkjuna, Gréta. í hverju felst starf þitt helst? Gréta: Já, presti og sóknarnefnd fannst 12 spora starfið vera mjög mikil- vægt þannig aó fljótlega eftir að það byrjaði fór ég í 25% launaða stöðu þar sem þetta var talsvert mikil vinna. Síðan bættist við starfið hjá mér. Við fórum að starfa uppi í Hátúni 10 og 12 þar sem Oryrkjabandalagió og Sjálfsbjörg eru. Við reyndum að skapa tengsl þar. Við erum meó helgihald þarna. Þaó eru messur hálfsmánaðarlega og síðan erum við meó gospelkvöld einu sinni í mánuði, m.a. til aó skapa tengsl á milli fólksins innbyrðis. Þau hafa tilhneigingu til að einangrast. Vió erum þarna í samstarfi við Guórúnu K. Þórsdóttur, djákna. Hún er djákni Öryrkjabandalagsins og hún er mjög ötul við að virkja þetta fólk. Við sköpum þarna ramma og Þorvaldur er náttúrulega í aðalhlutverki meó tónlist- ina og við syngjum en Guðrún fyllir inn í þennan ramma meó því að fá fólkió til að vera þátttakendur og það blómstrar. Hún hefur alveg sérstaka hæfileika í að virkja fólkió. Mér finnst það alveg ein- stök gjöf að fá að þjóna á þessum vett- vangi. Síðan er ég meó viðtöl hér og veiti sálgæslu. Ég er hér í stöðu sem „sál- gæsluþjónn“. Agnes: Þar nýtist þín menntun á því sviði? Gréta: Já, og það er einmitt mjög spennandi og gefandi að fá að starfa við það. Agnes: Það væri kannski gaman ef við myndum venda okkar kvæói í kross og fá að heyra frá því þegar þið tókuó ykkar trúarafstöðu. Gréta: Ég átti trúarlegan bakgrunn frá Vestmannaeyjum þar sem ég fékk mjög góóa kristindómsfræðslu í skóla og ólst upp í þessu umhverfi þar sem var mjög sterk boðun, bæði í kirkjunni, í KFUM og K og hjá Hvítasunnumönnum. Ég dróst að þessu starfi sem barn og fram til tólf ára aldurs. Foreldrar mínir voru í þjóð- kirkjunni og nýtir þegnar þjóðfélagsins og ég fékk mjög gott veganesti frá þeim. Þessi uppfræósla og sáning varð til upp- skeru seinna. Ég fékk reyndar kallið um að gefast Kristi þegar ég var tólf ára gömul en mér fannst þaó eitthvað hall- ærislegt að passa þá ekki inn í hópinn. Þetta snerist eiginlega meira um það hjá mér að hinir trúuðu skáru sig svo úr í út- liti. Ég var svolítió pjöttuð og ég vildi ekki vera svoleiðis þó svo að ég þráói Krist í hjarta mínu. Síðar þegar ég gekk í gegnum skilnaó og erfióleika í lífinu leit- aði ég til Guðs og ég upplifói hann. Ég upplifði hann í feguró lífsins og sköpun- inni, í tónlistinni og umhverfinu. Þarna fannst mér hann koma til mín í kærleika sínum. Síðan er það eftir að við Þorvald- ur byrjum að vera saman að við snúum við blaóinu og ákveðum aó fara að sækja kirkju. Vió fluttum til Vestmanna- eyja íjúní '74 og byrjuðum þá að sækja kirkju. Vió giftum okkur síðan hér í Hall- grímskirkju í júlí 1975 og það var Karl Sigurbjörnsson sem gifti okkur. Við héld- um síðan áfram að sækja kirkju næstu tvö árin; vió vorum mjög þyrst. Ég minn- ist þess sérstaklega eitt sinn þegar ég var að koma ofan úr sundlaug sumarið '77. Fegurðin var svo mikil og þessi talandi nærvera Guðs í gegnum fegurðina að ég fór aó tala við Guó og sagói: Guð, ef þú ert raunverulegur og lifandi, viltu þá sýna mér það. Stuttu síðar voru auglýst- ar samkomur í KFUM og K með gospel- tónlist. Við höfðum áhuga á tónlist þannig að við ákváðum aó fara. Það var þó ekki fýrst og fremst tónlistin sem við hrifumst af heldur boðunin og við gáf- umst Kristi þetta kvöld. Þetta voru sam- komur á vegum Ungs fólks með hlutverk og það var útlendingur sem talaði. Þetta kvöld þegar boðió var upp á að ^efast Kristi, þá var ég tilbúin og við tókum þetta skref bæói. Ég vissi að það var þetta sem ég þráði. Þorvaldur: Ég hafði lifað guðvana lífi. Ég hafði meðvitaó útilokað Guð úr lífi mínu til að firra mig sektarkennd. Þegar við Gréta byrjuðum að búa saman þá var sameiginleg þrá í hjörtum okkar að bæta líf okkar og eignast nýtt líf og byggja upp heilbrigt líf. Þegar við fiutt- um til Vestmannaeyja þá ákváóum vió að taka til í lífi okkar og við hættum bæði að reykja og fórum aó sækja kirkju. Þegar við giftum okkur þá ákváðum við mjög meðvitað að gera það frammi fyrir altari Guós. Þetta var eiginlega þorsti eftir hreinna og betra lífi. Haustið '75 tökum við síðan þá sameiginlegu ákvörðun að hætta að nota áfengi því okkur fannst það skekkja myndina. Það er reyndar mjög útbreiddur misskilning- ur aó ég hafi verið alkóhólisti og þess vegna hafi nú ekki veitt af þessu en það er alls ekki rétt. Ég var aldrei háður áfengi og sannleikurinn er sá að ég hafði aldrei verið mjög góður í maga og áfengi fór ekki vel í mig. Auk þess fann ég stöðugt betur að mér líkuðu ekki áhrif áfengisins, ég vildi hafa stjórnina sjálfur. Síðan heldur áfram kirkjuganga og uppbygging lífs okkar og sumarið '77, þegar við förum á þessa samkomu, þá erum við tilbúin. Það sem við heyrðum á þessari samkomu var fyrst og fremst fagnaðarerindið um kærleika Guðs ÍJesú Kristi og það voru bara eólileg viðbrögð við þessu erindi: Viltu þiggja fyrirgefn- ingu Guós og vera tekinn í sátt við hann? aó hróp hjartans var: Já, það vil ég. Ég man að ég var svolítió að kljást við al- menningálitið og ég leit svona einu sinni, tvisvar í kringum mig. Svo hugsaði ég: Nei, ég læt ekkert stoppa mig, það skipt- ir mig engu máli hvað fólki finnst, ég fer. 25

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.