Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.2001, Blaðsíða 26

Bjarmi - 01.06.2001, Blaðsíða 26
Eftir að ég hafði kropið og fengið stutta fyrirbæn þá stóó ég upp eins og nýþveg- inn og ný sköpun, þannig að Orðið er virkt þar sem segir: Sjá, nýtt er orðið til. Fyrst á eftir fannst mér eins og þessi breyting hefði gerst mjög skyndilega en síðar hefi ég séð aó Guó var búinn aó vera að undirbúa jaróveginn og plægja hjörtun. Mesti léttir sem ég hef upplifað í lífinu er að finna að Guð var búinn að fyrirgefa mér, að þrátt fyrir það hvernig ég var þá var Guði mögulegt að sam- þykkja mig og fyrirgefa mér og taka mig í sátt vió sig. Ég eignaðist þarna stöðu sem hans barn vió hlióina á Jesú, fyrir hans verk. Þetta varð til þess að það varð algjör umbylting í lífi okkar. Þessi tæpu 24 ár síóan hafa verió þroskaferli og uppbyggingin kannski aldrei eins mik- il og undanfarin 2 ár. Maóur hefur nátt- úrulega bæói gengið í gegnum dali og hæðir og gleói og sorg og hvað eftir ann- að upplifað sig veikan og vanmáttugan og stundum verió í eigin mætti að gera hlutina. Ég nefni það séstaklega því aö fyrir nokkrum árum vorum við í þó nokk- urri þjónustu þar sem við ferðuðumst um og sungum og prédikuðum. Við lærðum mjög mikið af því, ég sérstaklega því ég gerói þetta svo mikið í eigin mætti. Þar kom að ég var bara orðinn þurr og hálf útbrunninn. Þá tók ég mér alveg hvíld. Ég bað Guð að fyrirgefa mér og gefa mér nýja sýn og að ég færi ekki á undan honum. Upp úr því býóst mér að koma og syngja hér í þessari kirkju og í framhaldi af því byrjar þjónustan hér. Hún byrjar hægt og fer varfærnum skref- um af staó. Ég hef reynt að fara ekki á undan Guði og vera ekki að gera hlutina í eigin mætti heldur aó vera samferóa Guói. Það finnst mér gefa lífinu svo mik- ið gildi. Nú er ég aldrei einn, aldrei að erfiða, heldur er það eins og segir í orð- inu — maður breióir bara út vængina eins og örninn og svífur, það er Guð sem gefur byrinn. Þessi umskifti taka auóvit- að tíma, frá einstaklingshyggjunni, að „meika þaó“, eins og maður sagði í gamla daga, og yfir í það aó byggja allt sitt líf á Guði og þiggja alla sína vel- gengni og hæfileika frá honum og vera sér meðvitaður um að það er ekki mér að þakka heldur gjöf Guðs. Þetta hefur breytt minni andlegu stöóu sem slíkri mjög mikið. Þaó hefur gefið mér meiri frið og ró og jafnvægi og kjölfestu. Frá upphafi þótti eiginlega sjálfsagt aó nota sína tónlistarlegu hæfileika í þjón- ustu. Allar götur frá því að við tókum trú og eignuðumst meðvitað samfélag við Jesú höfum við verið á kafi í þjón- ustu, bæði í söng og prédikun. Allan þennan tíma hef ég verið að semja lög og texta, reyndar mismunandi mikió frá einum tíma til annars, og sumt af því hefur verió gefið út. Ég upplifð.i tímann okkar úti í Vestmannaeyjum sem mjög skapandi tíma og þá orti ég mjög mikið um náó Guðs og kærleika og það hvað það væri alvarlegt að missa af henni. I seinni tíð hef ég meira ort um kærleika Guðs og að allir menn eiga möguleika aó njóta hans. Mér fannst Guð sýna mér að hann elskaði alla menn án skil- yrða, og við kölluðum okkur “Án skil- yrða”. Sú sýn hefur ekki minnkaó, held- ur þroskast og við sjáum það að þjón- usta okkar nær til fólks án skilyrða.Við spyrjum fólk ekki hvaða forsendur það hafi til að þiggja þjónustu okkar eóa hvert það sé heldur miðlum því að það er elskað af Guði. Eitt af lögunum sem ég samdi er vió sálm í sálmabókinni sem er meira en einnar aldar gamall og heitir “Jesús grætur”. Hann fjallar um kærleika Guðs til mannkynsins; Jesús grætur yfir hvernig mannkynið er og sér það í sárum og þráir að koma inn í líf mannkyns til að bjarga og hjálpa, lækna og frelsa. Ég hef fundið að Drottinn hefur oft snert fólk mjög djúpt í gegnum þetta lag. Aó öðru leyti er kannski ekkert sérstakt af lögum mínum sem stendur upp úr. Svo er náttúrulega lagið hennar Grétu sem er okkar aðalsmerki og er orðið almenn- ingseign. Guð notar þetta lag og gefur fólki heilagan anda í gegnum það. Ég held að þaó sé bæði vegna þess hvernig það varð til og vegna þess að þetta er heilagur texti úr Biblíunni. Agnes: Gréta, þú segir okkur kannski hvernig lagió þitt við 23. Davíðssálm, „Drottinn er minn hirðir“, varð til. Gréta: Þetta lag er sprottið upp úr mjög mikilli þjáningu. Ég hafði verið sjúklingur og hafói þjáðst mjög mikið og lengi og læknar gátu ekki fundið hvaó var að. Ég var búin að ganga á milli lækna og þetta var óskaplega erfitt tíma- bil í mínu lífi. Svo var læknir sem gat hjálpað mér og ég var farin að fá bata. Það var síðan eitt sinn að ég var heima og var að lesa þennan sálm og ég fór bara að syngja. Þetta var bara einfalt og varó til á augnabliki. Ég hef tekið þetta sem gjöf frá Guði. Þorvaldur útsetti þetta síðan og við fluttum það fyrst í kvöldmessu í Grensáskirkju hjá Halldóri Gröndal og þetta hefur oróió þessi blessun. Þannig finnst mér mín reynsla af þjáningunni vera. Ég sé hana í þessu Ijósi. Ég skildi hana ekki á meðan ég þjáóist en eftir á fann ég hvernig Guð hafói þjáðst meó mér. Ég upplifði í gegnum þetta þjáninguna í sjálfri sér ekki vera af hans vilja og mér finnst eins og að ég hafi ekki þjáðst til einskis. Agnes: Hvernig sjáið þið framtíðina fyrir ykkur? Haldið þið að þið eigið eftir aó setjast í helgan stein og hætta afskift- um af kristilegu starfi? Þorvaldur: Nei, fyrir mér er þetta lífs- stíll sem er svo samofinn lífi mínu, þetta er líf mitt. Ég get ekki hugsað mér að setjast í helgan stein að öðru leyti en því aó starf mitt hlýtur aó breytast eftir aldri. Ef til þess kemur þá vona ég bara aó ég hækki í tign eins og gamli bisk- upinn sagði þegar hann varð veikur og rúmliggjandi. Þá hafði hann tíma til að horfa yfir allt starfið og biðja fyrir því. Við erum ekki endilega einskorðuó við einhverja sýnilega þjónustu. Gréta: Minn drifkraftur í þessu starfi er köllunin. Ég upplifi Guð hafa kallað mig til starfa og það er hún sem er hvatinn aó minni þjónustu. Þaó eina sem ég finn að er sársaukafullt á stundum er aó ég er of upptekin til aó geta haldió þeim tengslum við fjölskylduna sem ég vildi hafa. Þetta er þaó sem maður er sífellt með í huga en mér finnst vera minn veik- leiki. Þorvaldur: Ég vil kannski aó yfirskriftin og lokapunkturinn verði orð Páls: „Ef einhver er í Kristi, er hann skapaður á ný,“ (daglega) „hið gamla varó að engu, sjá, nýtt er oróið til“ (II. Kor. 5.17), með honum. Þetta er hin kristna von og þetta er reynslan sem fólk getur eignast. 26

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.