Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.2001, Blaðsíða 36

Bjarmi - 01.06.2001, Blaðsíða 36
Rætt vió Skúla Svavarsson framkvæmdastjóra Kristniboóssambandsins Vió viljum vera meó GunnarJ. Gunnarsson Skúli Svavarsson framkvœmdastjóri Kristniboðssambandsins. Samband íslenskra kristniboósfélaga hefur eins og kunnugt er starfaó í Eþíópíu og Kenýu um áratuga skeið. Þar áður voru kristniboóar á vegum þess að störfum í Kína. A tímabili voru allmargir íslenskir kristniboðar að störfum í þess- um löndum en þeim hefur fækkað nokk- uð á allra síðustu árum. Bjarmi ræddi við Skúla Svavarsson framkvæmdastjóra Kristniboðssambandsins um stöðuna og horfur í kristniboðsstarfinu. Hann var fýrst spurður um fjölda þeirra kristniboða sem eru á vegum Kristniboðssambands- ins í Eþíópíu og Kenýu. — Það eru tveir kristniboðar að verki í Kenýu en í Eþíópíu er aðeins einn kristni- boði á okkar vegum eins og er. Þegar þeir voru flestir voru þeir fjórtán að ég held en það var fýrir fimm eða sex árum. Þá voru þeir ellefu í Eþíópíu og þrír í Kenýu. Það er því Ijóst að kristniboðunum íslensku hefur fækkað á síóustu árum. Er pessi fcskkun kristniboða ekki áhyggjuefni? — Jú, vissulega, og við vildum hafa margfalt fleiri kristniboða að störfum. Hins vegar er það svo að það hafa alltaf verið sveiflur í fjölda þeirra kristniboða sem hafa verið aó störfum á vegum Kristniboðssambandsins. Sem dæmi má nefna að í kringum 1970 var hópurinn

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.