Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.2001, Síða 36

Bjarmi - 01.06.2001, Síða 36
Rætt vió Skúla Svavarsson framkvæmdastjóra Kristniboóssambandsins Vió viljum vera meó GunnarJ. Gunnarsson Skúli Svavarsson framkvœmdastjóri Kristniboðssambandsins. Samband íslenskra kristniboósfélaga hefur eins og kunnugt er starfaó í Eþíópíu og Kenýu um áratuga skeið. Þar áður voru kristniboóar á vegum þess að störfum í Kína. A tímabili voru allmargir íslenskir kristniboðar að störfum í þess- um löndum en þeim hefur fækkað nokk- uð á allra síðustu árum. Bjarmi ræddi við Skúla Svavarsson framkvæmdastjóra Kristniboðssambandsins um stöðuna og horfur í kristniboðsstarfinu. Hann var fýrst spurður um fjölda þeirra kristniboða sem eru á vegum Kristniboðssambands- ins í Eþíópíu og Kenýu. — Það eru tveir kristniboðar að verki í Kenýu en í Eþíópíu er aðeins einn kristni- boði á okkar vegum eins og er. Þegar þeir voru flestir voru þeir fjórtán að ég held en það var fýrir fimm eða sex árum. Þá voru þeir ellefu í Eþíópíu og þrír í Kenýu. Það er því Ijóst að kristniboðunum íslensku hefur fækkað á síóustu árum. Er pessi fcskkun kristniboða ekki áhyggjuefni? — Jú, vissulega, og við vildum hafa margfalt fleiri kristniboða að störfum. Hins vegar er það svo að það hafa alltaf verið sveiflur í fjölda þeirra kristniboða sem hafa verið aó störfum á vegum Kristniboðssambandsins. Sem dæmi má nefna að í kringum 1970 var hópurinn

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.