Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.2001, Blaðsíða 21

Bjarmi - 01.06.2001, Blaðsíða 21
Hljómar kynna: Carman Hrönn Svansdóttir Söngvari, leikari, skemmtikraftur, höf- undur, trúboði, allt þetta og meira til á vió Carman. Hann hefur nýverió lok- ið nýjustu herferð sinni sem var einnig ein sú umfangsmesta. Herferóin hét „Heart of a Champion“. Innifalió í henni var bíómyndin „The Champion", tvöfaldur geisladiskur og 18 mánaóa tónleikaferó til 73 borga. Carman hefur alltaf verió þekktur fyrir miklar sýningar, vel æfða dansara og leikatriði á tónleik- um sínu. Sumir gangrýna þetta en hann svarar því á þá leið: „Cuð hefur gefið mér marga hæfileika og ég vil nota þá til fulls.“ Hver svo sem umgjörðin er þá er markmió hans alltaf það sama, að fólk fái að kynnast Guði persónulega. Carman er fæddur árió 1955 í New Jersey í Bandaríkjum og þar ólst hann upp. Hann erafítölskum ættum og eftir- nafnið er Licciardello en hann hætti að nota það því margir áttu í erfiðleikum með framburóinn. Hann var alinn upp við atvinnumennsku í tónlist þar sem mamma hans var í stelpuhljómsveit og þar byrjaði hann sinn feril með því að leysa af á trommur og gítar. í fram- haldi af því hóf hann ein- sönvaraferil og söng á ýmsum næturklúbbum. Systir hans Nancy Ann var kristin og baó stöðugt fyrir honum. Árió 1976 urðu mikil kaflaskipti í lífi hans, systir hans bauð honum á tónleika í Disneyland, tónlistar- maóurinn var Andraé Crouch. Carman hafói aldrei upplifað nokkuð þessu líkt. Tónlistin var mjög vönduð og í takt vió tímann og hann fann nærveru Guðs. Allt sem fram fór höfóaði til hans og hann fann að þetta var ekta. Hann hafði fundið nýjan lífstíl sem hann vildi tileinka sér. I framhaldi af þessu hætti hann að syngja á klúbbum og reyndi fyrir sér í ýmsum störfum. Á end- anum ílengdist hann í húsgagnaverslun þar sem hann hlustaði á kristilegt kennsluefni á kassettum allan daginn og var þetta tími uppbyggingar í lífi hans. Það kom svo að því að Carman sneri sér aftur að tónlist. Það gerðist ekki á einni nóttu heldur hægt og rólega. Hann byrjaði að koma fram á nokkrum tón- leikum. Smám saman fjölgaði slíkum boðum og fór svo að lokum að hann hafói ekki tíma til að vinna í versluninni. Það var svo sumarið 1981 aó Carman kom fram á tónleikum þar sem Bill Gaither var meðal áheyrenda. Efirir tón- leikana bauó Bill honum að starfa með „The Gaither Family" og það varð úr. Þetta var sá tími sem hafði einna mest mótandi áhrif á Carman. Þaó leið ekki langur tími þar til honum var boðinn samningur hjá einu af aðalfýritækjunum í kristilegri tónlist. Hann vakti mikla at- hygli enda ungur, myndarlegur og mikill hæfileikamaður. Hann komst þó að því aó glamorinn og allt tilstandið truflaði sýn hans á markmiðinu og hann vildi losna og byrja upp á nýtt. Það gerði hann. Árið 1984 komu menn frá Word Records til hans og eftir langar samn- ingaviðræður, þar sem rætt var um feril hans og trúboð, skrifaði hann undir samning hjá þeim og sama ár kom út platan „Comin’ On Strong". Þetta var upphafið að ferli Carmans. Alls hefur hann gefið út 24 plötur/geisla- diska og fjölda myndbanda. Herferðinni „Heart of a Champion" er nýlokið. Innifalið í henni var eins og áður segir bíómyndin „The Champion". Það dettur ekki hverjum sem er í hug að gera bíómynd, en Carman lagði allt undir. Hann seldi húsið sitt í Nashville og fór til Hollywood. Þar sótti hann námskeið í handritagerð og kvikmyndaleik. Árgang- urinn kom í Ijós í febrúar sl. þegar mynd- in „The Champion“ var frumsýnd í Bandaríkjunum. Þar leikur Carman aðal- hlutverkið. Myndin fjallar um Orlando Leone, fyrrverandi hnefaleikara. Hann er kristinn og starfrækir unglingaathvarf, en samhliða því vinnur hann fýrir sér sem öryggisvörður á hóteli. Hann lendir í að- stæðum sem leiða til þess að skoraó er á hann í boxkeppni. Hann þarf að velja og hafna. Carman þurfti aó æfa mikið fyrir þetta hlutverk og honum til aóstoðar var Terry Claybon sem þjálfaói Denzel Was- hington fyrir myndina „Hurricane". Á sama tíma var Carman aó gera 30 laga safndisk, þar af eru 6 ný lög en þau heyrast líka í myndinni. Þess- um disk fýlgdi hann eftir með 18 mánaóa tónleikaferð þar sem hann hélt tónleika í 73 borgum og náði til um 750.000 manns. Carman hefur sannað og sýnt aó allt getur sá sem trúir og í öllu því sem hann hefur tekið sér fýrir hendur hefur hann ekki gleymt því markmiði sem hann setti sér í upphafi, að fólk fái að kynnastGuði persónulega. Hrörin Svansdóttir starfrœkir tónlistar- khíbbinn Hljóma, www.hljomar.is

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.