Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.2001, Blaðsíða 24

Bjarmi - 01.06.2001, Blaðsíða 24
þessarra stunda er kynningin á nærveru Guðs. Þegar fólk kemur inn á þessar lof- gjöróarstundir er því fengin sú vitneskja aó það er í nærveru Guós og það má njóta þess aó vera þar. Það er ekki gerö nein krafa um þátttöku heldur er fólki bent á aó vera sér meðvitaó um nærveru Guðs og á því byggist stundin. Vió af- hendum heilögum anda stundina og hann ræóur hvernig hann snertir fólk. Fram að þeim tíma er fulloróinsfræðslan byrjaði voru þetta um 10-15 manns sem mættu að staðaldri á stundirnar. Stund- um bættist vió fólk sem kom í nokkrar vikur, hvarf um tíma og kom svo aftur. Okkur fannst rétt aó halda þessum stundum áfram þó að þær væru ekki mjög fjölmennar. Vió komum hér sam- an til að lofa Guð og vera í nærveru hans ásamt öllum þeim sem vildu njóta henn- ar með okkur. Hvenær komst þú inn í starfið hérna með okkur, Gréta? Gréta: Það var svona um það bil sem þú varst lentur hér. Þaö hófst meó því að ég byrjaði í kórnum 1997. Um sama leyti fór ég aó taka þátt í þriðjudags- stundunum. Eg kem reyndar inn í starf- ió hér á dálítió öóru sviói vegna minnar menntunar sem ráógjafi og sálgætir. Þaó ersíðan íjanúar '99 sem við byrjum með 1 2 spora hópana. Agnes: En byrjuðuð þið strax á því að vera með fýrirbæn í lok stundanna? Gréta: Nei, við byrjuðum á því síðast- liðið haust. Þaó er alltaf inni í miðri stundinni eins og þú sást aó allir koma upp og biðja saman, en núna var orðið tímabært aó bjóða upp á persónulega fýrirbæn. Það má segja að bæði fullorð- insfræðslan og 1 2 spora hóparnir hafi getið af sér þann ávöxt að það var kom- inn réttur tími til að bjóóa upp á svona fyrirbæn. Agnes: Mér fannst svolítið merkilegt aó sjá þegar ég kom að þaó voruð ekki bara þið sem voruð að biðja heldur voru kannski þrír saman sem skiptust á að biója fyrir hvert öðru. Gréta: Já, hver manneskja er óendan- lega dýrmæt og öll erum vió jöfn frammi fyrir Guði. Eg held utan um þetta starf og kem að þjónustunni ef þörf er á og styð við bakið á þeim sem þar eru, en þau þjálfast með því að vera virk í þjón- ustunni. Hver og einn sem vill blessa annan í nafni Jesú Krists er dýrmætur. Þaó er Guó sem vinnur verkið, við þurf- um bara að vera opin fyrir því sem hann vill gera og lífið í Kristi verður Iffsstíll. Þorvaldur: Það er þannig með þau sem eru í fýrirbænaþjónustunni að þetta er fólk sem hefur verið að alast upp hér innan kirkjunnar í gegnum fullorðins- fræðsluna og 12 spora vinnuna. Þau hafa komið inn í þetta viðhorf sem ríkir hér og það viðhorf sem ræóur vinnunni okkar, sem er að við beygjum okkur und- ir Guð, og maðurinn sem slíkur er ekkert lykilatriði heldur miklu frekar fúsleikinn að leyfa Guði að nota sig. Hins vegar leggjum við áherslu á að hver manneskja er óendanlega dýrmæt. Okkur fannst rétt 24

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.