Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.2001, Síða 29

Bjarmi - 01.06.2001, Síða 29
inntak er Jesús Kristur (Lk 24.27). Ritn- ingin er því ekki bara heimild um Krist heldur mætir hann manninum í henni. Af því leiðir að texta Biblíunnar verður að meta í Ijósi þess hvernig þeir vitna um og leióa manninn til Krists (Was Kristum Treibt). Lúther segir: „Öllum réttum og heilögum bókum ritningarinnar er sam- eiginlegt, að í þeim er bent á Krist og þau leiða okkur til hans. Það er hinn rétti mælikvarði og samkvæmt honum ber að dæma öll rit Biblíunnar [...] Það sem kennir ekki Krist, það er ekki postullegt, þó að Pétur eða Páll kenni þaó. Aftur á móti er það sem kennir Krist postullegt, þó Júdas, Hannas, Pílatus eða Heródes flytji það.“[4] Þessi áhersla Lúthers leiddi til þess að Biblían varð metinn í fjöl- breytileika sínum og munurinn á vitnis- burðinum varð mönnum Ijósari. I þessu samhengi skiptir aðgreiningin milli lög- máls og fagnaðarerindis milku máli fyrir lestur hennar. Samkvæmt Lúther kennir lögmálið hvernig heimurinn er upp- byggóur og hverning maóurinn á að bera sig að í honum, en fagnaðarerindið vísar manninum á Krist þar sem náó og fyrir- gefningu Guðs er að finna. En lögmál og fagnaðarerindi eru tvö aðgreind orð Guós. Þegar maðurinn les í ritningunni ber honum að greina á milli þeirra.[5] í nánum tengslum við þessa umfjöllun tek- ur Lúther á muninum milli orðs og anda, eða bókstaflegrar og andlegrar merking- ar textans. Bókstafurinn deyðir svo að segja ef maðurinn les ritninguna alfarið sem lögmál. Aftur á móti þegar hann hlustar eftir boðun fagnaóarerindisins í Biblíunni þá er hún lesin á andlegan máta. Lífsnauósynlegt er manninum að skilja að hinn andlegi skilngur er ætíð bundinn við bókstafinn og það er hann fyrir starf andans sem knýr manninn til Krists. Starf heilags anda án orðs ritning- arinnar er óhugsandi fyrir Lúther. Ahersla Lúthers á hina bókstaflega merkingu og aó ritningin útleggi sig sjálf, leysti úr læðingi túlkunarfræðilega bylt- ingu sem ýtti siðbótinni síóan úrvör.[6] Rétttrúnaóurinn og heittrúarstefnan (píetisminn) I deilum siðbótarmanna við vingltrúar- menn og rómversku kirkjuna var sett á oddinn að ritningin væri grundvöllur og mælikvarði trúargreinanna. Lútherski rétttrúnaóurinn reyndi að setja kenningu þeirra skipulega fram. Hann greip í þess- Samkvœmt Lúther kennir lögmálið hvernig heimurinn er uppbyggður og hvening maðurinn á að bera sig að í honum, en fagnaðarerindið vísar manninum á Krist þar sem náð og fyrirgefningu Guðs er að finna. ari viðleitni aftur til Ágústínusar og heim- spekikerfis Aristótelsar, en ritningin myndaði grundvöll alls kenningarkerfis- ins. Til að það gæti gengið varó að binda svo um hnútana að ekki væri mögulegt að draga trúverðuleika hennar á nokkurn máta í efa. Sú vídd túlkunar sem ritning- arskilningur Lúthers bjó yfir varó þar með að víkja fyrir kennisetningunni um bókstaflegan innblástur ritningarinnar. I þessari viðleitni sinni gengu menn svo langt aó t.d. Matthias Flacius lllyricus (1520-1575) hélt því fram að jafnvel punktasetningu hebresku bóstafana væri stýrt af heilögum anda. Jóhann Gerhard (1582-1637), einn helsti guðfræðingur lútherska rétttrúnaóarins, setur ritning- una að jöfnu við orð Guðs. Guð er höf- undur hennar en þeir sem rituðu eru tæki í höndum Guós. „Þeir eru í hlutverki einkaritara Guðs, hendur Krists, [...] þrælar Guós, og verfæri heilags anda.“[7] Allri spennu innan Biblíunnar, t.d. á milli lögmáls og fagnaðarerindis, þverstæðum og guðfræðilega varhuga- veróu, er skipað undir kenninguna um bókstaflegan innblástur ritningarinnar og í raun ýtt til hlióar sem óhugsandi mögu- leika. Það má ekki gera lítið úr þessari viðleitni og ritskýringu rétttrúnaðarins. Margt af því sem hann hélt fram og inn- tak ritskýringar hans stendur enn þann dag. Þannig er athyglisvert aó skoða skýringarrit við ritninguna sem taka mió af túlkunarsögu ritningarinnar og lesa hve samstíga túlkun nútímafræðimanna 29

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.