Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.2001, Síða 7

Bjarmi - 01.06.2001, Síða 7
dæmi. Aó mínu mati er þekking sem slík af hinu góða. Þaó er hins vegar hægt að snúa öllu á hvolf. Tökum bílslysin sem dæmi. Þau valda gífurlegum hörmung- um fýrir þá sem í þeim lenda en engum dettur í hug að hætta að keyra. Ég held að árangur okkar vinnu hjá Islenskri erfðagreiningu muni í byrjun nýtast í fyr- irbyggjandi læknisfræði. Við erum mis- jöfn. Sumir mega ekki setja upp í sig sykurmola án þess aó fitna en aðrir eru grannir sama hvað þeir borða. Margt fólk reykir allt lífið en hleypur samt um allt og fer allar brekkur. Til að byrja með verða upplýsingarnar notaðartil að ráð- leggja fólki varðandi lífsstíl. Mér er Ijóst að málið er ekki svona einfalt en stað- reyndirnar verða Ijósar fyrr eða síóar. Helgi: — Svonefndir fjölgena sjúkdóm- ar eru erfiðari að þessu leyti en eingena sjúkdómar. Það er erfiðara aó finna meöferð við þeim. Ég er sammála því að þessar upplýsingar verði notaðar til for- varna til að byrja með. Á alltaf aö afla þeirrar þekkingar sem hcegt er eða þarf aö skoða til hvers hún gceti leitt? Kœmi til greina að hœtta við rannsókn vegna þeirra afleiðinga sem niðurstöður hennar gœtu haft? Helgi: — Það er ekki öll þekking jafn- gagnleg. Mín skoðun er sú að það sé rangt aó afla þekkingar ef það er gert með ósiðlegum hætti, til dæmis rann- sóknum á fóstrum. Leifur: — Ég held að það sé eins með alla þekkingu. Glasafrjóvganir eru stór- kostleg hjálp fyrir ákveðinn hóp fólks en svo er rautt strik sem ekki má fara yfir. Kjarnorkuváin er viðbjóður, en orkan sem slík er góó til síns brúks. Ég á erfitt með að sjá að þekkingin sem slík sé var- hugaverð. Helgi: — Ef það þarfað gera eitthvaó sem er siðferðilega rangt til að afla þekkingar, þá vil ég ekki taka þátt í því. Ef aðferðin vió að afla þekkingar er ekki röng í sjálfri sér en óvandaðir menn geta misnotað þekkinguna, þá þyrfti að taka afstöóu í hverju máli fyrir sig. Leifur: — Ef beitt er ósiðlegri aðferó til að afla þekkingar lít ég svo á að verið sé aó misnota þá þekkingu sem þegar er fyrir hendi. Þekkingin sjálf er sem sagt ekki slæm en það er hægt aó misnota hana. Hvað fmnstykkur um klónun? Helgi: — Það fer eftir því hvers konar klónun er átt við. Gen eru klónuð á rannsóknarstofum á hverjum degi og ég sé ekkert athugavert við þaó. Öðru máli gegnir um klónun á mönnum. Ég tel að það sé rangt. Leifur: — Ég er líka á móti því að klóna menn og el þá von í brjósti að manninum sé sú skynsemi í blóð borin að það muni aldrei verða reynt enda held ég að á því séu slíkir annmarkar að það sé bara hreint ekki mögulegt. Hvaða augum lítur kristinn vísindamaður framtíðina? Helgi: — Ég trúi á Krist og þess vegna lít ég framtíðina björtum augum. Hann er drottinn drottna og konungur kon- unga. Þeir sem tilheyra honum eiga að líta framtíðina björtum augum. Leifur: — Vió höfum skyldur gagnvart Guði varðandi það hvernigvið notum líf okkar. Mér finnst trú og vísindi passa saman eins og hönd í hanska. Þetta er spennandi líf og dagurinn er aldrei nógu langur, enda hef ég ótal verkefni utan vinnunnar. Að þessum orðum sögðum kveðjum vió þá félaga og þökkum fyrir spjallið. 7

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.