Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.2001, Blaðsíða 4

Bjarmi - 01.06.2001, Blaðsíða 4
Rætt við tvo líffræóinga um samspil trúar og vísinda Viótal: HaraldurJóhannsson Við lifum á tíma örra breytinga. Margt hefur breyst undanfarna öld. Tæknin hefur gert líf fólks þægilegra á margan hátt. Nefna má sem dæmi aó feróalög eru öll orðin einfaldari og taka styttri tíma en áður. Póstur er orðinn fljótari í förum og margir nýta sér tölvu- tækni til að koma skilaboðum á framfæri. Þekking á sjúkdómum hefur líka aukist og læknismeóferð hefur tekió framförum. Trúlega hefur ekk! einungis hið ytra breyst heldur einnig hugsunarháttur fólks. Gömlum gildum er varpað fyrir róða og ný taka við. Hver er staóa kristinnar trúar á þessum tímum? Hefur hún verið afskrif- uð? Hafa vísindin útrýmt þörfinni fýrir trú, eóa lifa trú og vísindi aóskildu lífi án þess að snertast nokkurn tíma? Hefur kristin trú eitthvað að segja um vísindi nú- tímans og hvernig þau eru stunduó? Bjarmi hefur fengið tvo vísindamenn til að ræða þessi mál, líffræðingana Leif D. Þorsteinsson og Helga Hermann Hannesson. Fyrst forvitnumst við um trúarlegan bakgrunn þeirra, nám og starfsferil. Leifur verður fyrr fyrir svörum. Hann er- líffræðingur frá Háskóla íslands og lauk doktorsprófi frá Oslóarháskóla árið 1981. Eftir heimkomuna starfaði hann í Blóðbankanum og vann þá meðal ann- ars að rannsóknum á arfgengri heila- blæðingu og kom að undirbúingi glasa- frjóvgana á Landspítalanum. Hann hefur unnið aó rannsókn á langvinnum lungnateppusjúkdómum hjá íslenskri erfðagreiningu frá 1998. Hann hefur rit- að fjölda tímaritsgreina, aðallega um arfgenga heilablæðingu og þátt ónæmis- kerfisins í sjúkdómum. — Ég er alinn upp í KFUM og hef sótt fundi þar frá því ég man eftir mér. Á unglingsárunum kom rót á hugann en ég var þó alltaf með. Þegar ég kom í Há- skólann fór ég aó sækja fundi í Kristilegu stúdentafélagi. Félagið hafði verið í lægð og sérajón Dalbú Hróbjarsson, sem hóf sitt háskólanám ári á undan mér, hafði verið fenginn til aó rífa það upp. Fund- irnir höfðuðu ekki til mín í fyrstu og eftir hvern fund hugsaði ég með mér að inn á slíka samkomu færi ég ekki aftur. En Jón Dalbú hringdi í mig fyrir hvern einasta fund og alltaf fór ég. Svo kom þar að ég sagói nokkrum félögum frá óánægju minni með fundina, ég rasaði út. Eftir þaó fór þetta að breytast og höfða meira til mín. Félagið stækkaði mikið á þessum árum og samfélagió batnaói. Þetta náði hámarki með norræna kristi- lega stúdentamótinu árið 1975. Ég man ekki eftir neinu sérstöku augnabliki en á þessum árum eignaðist ég mína trúar- fullvissu. Að stúdentamótinu loknu lá leiðin til útlanda í framhaldsnám. Ég hafði fengið inni á rannsóknarstofnun í ónæmisfræði vió háskólasjúkrahúsið í Osló. Þetta ferli var mér erfitt og mér fannst umhverfið ekki taka nægilega vel á móti mér. Ég var kominn á fremsta hlunn með að hlaupa burt frá öllu saman en þá barst mér bréf frá manni sem greinilega hafði verið á stúdentamótinu heima. Þessu bréfi fýlgdu biblíuvers úr Rómverjabréfinu, 8. kafla, vers 24-25: „Því að í voninni erum vér hólpnir orðnir. Von, er ekki sést, er ekki von, því að hver vonar það, sem hann sér? En ef vér vonum þaó, sem vér sjáum ekki, þá bíðum vér þess meó þol- inmæði." Þetta sannfærði mig um að ég skyldi þrauka. Þegar ég létti akkerum 4

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.