Heima er bezt - 01.08.1955, Page 4
228
Heima er bezt
Nr. 8
bjóðið með beittri línu og hnýtti
saman til að leggja hana í sjó-
inn. Bað ég hann þá að hætta
við það, því að mér sýndist ég sjá
hvassa vindbrún inn í firði. Hann
dokaði við augnablik og hætti við
að leggja línuna og leit inn í
fjörðinn. En það skipti engum
togum. Á næsta augnabliki skall
á hvassviðri af norðvestri, sem
varð á skömmum tíma að ofviðri.
Formaðurinn dró þá í snatri inn
uppistöðuna, en við hásetarnir
byrjuðum á meðan lífróður á
móti veðurofsanum í áttina til
lands. Þegar formaðurinn var
búinn að draga inn uppistöðuna,
settist hann einnig undir árar.
Ég sá fram á, hve erfitt mundi,
eða jafnvel ómögulegt, að róa
gegn fárviðrinu að landi. Spurði
ég því formanninn, hvort hann
treysti sér til þess að lenda í Sel-
ey, sem er gömul verstöð, en
hann þvertók fyrir, að það væri
mögulegt, vegna brims. Útlitið
var því ekki glæsilegt. Lítið,
veikbyggt þriggjamannafar velt-
ist í mikilli haföldu og ofsaroki,
með þrjá menn undir árum, en
beint á móti ofviðrinu var að
sækja. Sjólaginu þarf ekki að
lýsa fyrir sjómönnum, þar sem
hafaldan reis gegn fárviðrinu.
Þó heyrðist ekkert æðruorð. Þög-
ulir rerum við af öllu áfli og
stefndum kinnungshallt við
vindinn, utanvert við Krossanes,
sem er yzta nes norðan Reyðar-
fjarðar. Ætlunin var sú, að ná
svonefndri Vatnsfjöru, sem er
sunnanvert yzt á nesinu. Það var
enginn ágreiningur um neitt
meðal mannanna á bátnum. All-
ir lögðu fram þá krafta, sem þeir
áttu til. Verst var, hve oft for-
maðurinn varð að leggja upp ár-
ar til að ausa. Ágjöfin var mikil.
Ég reri á fremstu þóttu og öld-
urnar (sjóarnir) steyptust hvað
eftir annað yfir mig. Þegar ég
sá, hve oft formaðurinn lagði
upp til að ausa, kallaði ég til
hans og bað hann að ausa að-
eins með skjólunni, en ekki með
austurstroginu og gera það ekki
fyrr en sjór væri í miðjan legg
í bátnum. Eftir það jós hann
sjaldnar og við vorum allir leng-
ur undir árum en ella mundi.
Þegar við stóðum í þessu stríði
við hamfarir náttúruaflanna,
kviknaði allt í einu vonarneisti
um lífgjöf. Við sáum reyk úr
gufuskipi norður af Gerpi og
vissum, að það var strandferða-
skipið Hólar, sem mundi vera á
leið til Eskif j arðar, er var meðal
annarra hafna viðkomustaður
þess. Ég sagði félögum mínum á
bátnum, að ef okkur tækist að
ná inn á mið, sem nefnist Súlur,
yrðum við í vegi fyrir skipinu og
það mundi taka okkur. Um borð
í skipinu væri margt af sunn-
lenzkum sjómönnum, stéttar-
bræðrum okkar, og þeir mundu
vafalaust stuðla að þvi, að okk-
ur yrði bjargað. Þetta varð til
þess að auka lífsvonina og einn-
ig fjörið. Rerum við nú af öllu
afli og tókst að verða í vegi fyrir
Hólum, þegar hann nálgaðist. Ég
veifaði þá sjóhattinum og kall-
aði einnig, en allt reyndist ár-
angurslaust. Skipið beygði inn
fyrir okkur og hélt áfram ferð
sinni og skipti sér ekkert af okk-
ur.
Þetta voru fyrstu vonbrigðin
og þau voru mikil og átakanleg.
Við þögðum allir um sinn og svo
leit út, að enginn vildi rjúfa
þögnina. Líklega hefur enginn
treyst sér til að telja kjark í
annan. Ég mun fyrstur hafa tek-
ið til máls og sagt, að nú væri
ekki annað en róa áfram og ná
Vatnsfjöru, eins og við höfðum
ætlað okkur í upphafi. Um leið
leit ég inn í Reyðarfjörðinn og
sá að særokið náði upp í mið
fjöll. Ég hafði ekki orð á þessu,
en það fór um mig hrollur, því
að á móti þessu ofviðri áttum við
að halda og á árunum einum
saman ná landi. Seinna mun ég
geta um, hver áhrif þetta hafði
á taugar mínar, en enginn má
taka þetta svo, að ég hafi orð-
ið hræddur. Þó að þessi hrollur
færi um mig, fann ég ekki til
ótta. Ég var sannfœrður um, að
við mundum ná landi og bjarg-
ast. Þess vegna var ég öruggur
og algerlega óttalaus. En ósjálf-
rátt varð nú ofarlega í hug mín-
um hin stutta en kjarnyrta,
fagra bæn, er dugmikill og gáf-
aður formaður á Vestfjörðum
norðarlega, eða á Hornströnd-
um bjó til fyrir sig og háseta
sína, er svo hljóðar: „Báturinn
er lítill. Hafið er stórt. Hjálpa þú
oss drottinn."
Það mun hafa átt mikinn þátt
í því, að við náðum landi, að rok-
ið var öllu minna út af Krossa-
nesinu og sjávarfallið (straum-
urinn) lá inn og suður. Þess
vegna bar bátinn að landi sunn-
an við nesið, þó að við rerum
ávallt kinnungs hallt við vind-
inn og stefndum fyrir utan það.
— Vegalengdin,. sem við vorum
á róðri til lands, mun vera sem
svarar til hálftíma róðri á
þriggjamannafari í logni og
meðstraum. En nú vorum við að
róa þetta nálægt 8 klst. af því
kappi og afli, sem af lífshættu
leiðir og hún á þátt í að auka.
Nú fannst okkur, að við hafa
unnið talsvert afrek, þegar sýnt
var, að okkur tókst að ná upp
undir lánd eftir 8 klukkutíma
róður. Nær lagi mundi þó að
segja, að við hefðum leyst af
hendi þrekraun. En kálið var
ekki sopið, þótt 1 ausuna væri
komið. Nú urðum við fyrir mikl-
um vonbrigðum í annað sinn.
Það reyndist algerlega ómögu-
legt að komast að Vatnsfjörunni
fyrir brimi, því það braut fyrir
alla víkina, sem hún var í. Við
urðum því þarna frá að hverfa,
lamaðir og vonsviknir.
Héldum við þá inn með land-
inu, unz við komum að þver-
hníptri klöpp, sem lá nokkuð frá
landi, beint út í sjóinn og heitir
Naumugilsklöpp. Þar var nokkurt
hlé fyrir norðanvindinum og þar
gátum við andæft í hægðum
okkar og kastað mæðinni. Jafn-
framt gátum við nú í næði ráðið
ráðum okkar og reynt að finna
úrræði til bjargar. En hér var
ekki margra kosta völ. Ennþá var
þó talsvert eftir af þreki okkar
og kjarki og það varð úr að reyna
að róa inn með landinu og freista
að komast þangað, þar sem unnt
yrði að lenda. Nokkurt hlé var
þar fyrir vindinum. í raun og
veru var nú horfið að þessu ráði,
af því að ekkert annað var fyrir
hendi. Þegar við rerum fyrir
Naumugilsklöppina, segir mið-
þóttumaðurinn Jón Þorsteins-
son: „Mundi ekki hægt að skjóta
hér upp manni?“ Svo mikil fjar-
stæða fannst okkur Guðmundi
þessi uppástunga, að við svöruð-
um henni engu orði. Öldur sjáv-
arins virtust stöðugt ganga yfir
alla klöppina upp að grösum, svo
að engum manni mundi stætt á