Heima er bezt - 01.08.1955, Blaðsíða 6

Heima er bezt - 01.08.1955, Blaðsíða 6
230 Heima er bezt Nr. 8 urofsa og stórsjó, sem þá var í Reyðarfirði og Vattarnesálum. Þeir sögðu mér einnig, að konan mín, Þórunn J. Eiríksdóttir. hefði ekki haft fótavist. Svo nærri henni hefði sorfið sorg og hugar- stríð og dapurlegar framtíðar- horfur hennar og sonanna fjög- urra, sem voru ungir og sinn á hverju ári. En jafnframt þessu lýstu þeir hinni miklu gleði, sem gagntók alla, þegar sást til bátsins. Þá hefðu konur og karlar hlaupið á milli bæjanna og kallað til þeirra, er þau sáu: „Þeir hafa ekki farizt. Þeir eru að koma.“ Og einn galgopinn sagði, að þess- ar fréttir hefðu hvað eftir annað verið endurteknar, eftir að þær voru öllum kunnar. Um heimkomuna til eiginkonu og barna er ekki hægt að skrifa. Ég kann það ekki. Næmustu til- finningar liggja svo djúpt, að lýsingarorðin ná ekki til þeirra. En það mun ekki hægt að gleyma því, þegar ástrík eiginkona og móðir, með augun full af tárum, leggur höfuð sitt að brjósti mannsins, sem hún hefur heimt úr helju. Aö lokinni sjóferðinni. Aldrei á langri ævi hefur mér liðið eins vel og eftir þann hrakning á sjónum, sem saga mín fjallar um. Sambúðin á heimilinu var ennþá kærleiks- ríkari en áður og viðskiptin og samskipti við aðra menn utan heimilis var einnig samúðarmeiri og innilegri en áður. Það var líka eini ávöxturinn af sjóferðinni. En það var svo alvanalegt á ára- bátaveiðum áður fyrr, að sjóferð- ir gæfu stundum ekkert í aðra hönd annað en vosbúð og strangt erfiði og kipptu sjómenn sér ekki upp við það. Þá var það undir hæfileikum mannanna komið, athygli þeirra og glöggskyggni, þekkingu þeirra og reynslu, á- samt því, hve veðurglöggir þeir voru, hvernig sjóferðir heppnuð- ust og hvort þær voru farnar. Það olli miklum vonbrigðum og sársauka, þegar gufuskipið Hól- ar vildi ekki veita okkur lið- veizlu, er við báðum um hana. En nú gat leikið vafi á því, hvort þeir hefðu séð okkur. Við vissum, að fjöldi stéttarbræðra okkar var um borð í skipinu. Skyldu þeir hafa veitt okkur eftirtekt? Ég vildi ganga úr skugga um það, hvernig þessu var háttað og Jón Þorsteinsson, sem átti frum- kvæðið að því bjargráði, sem tókst svo giftusamlega, tók að sér sama daginn og við komum heim úr sjóferðinni að hlaupa inn að Búðum í Fáskrúðsfirði í veg fyr- ir strandferðaskipið Hóla, til þess að fá úr þessu skorið. Skip- ið hafði tafizt vegna hins mikla hvassviðris og var nú á leið þang- að. Vegalengdin frá Vattarnesi að Búðum var talin samsvara þriggja klukkustunda göngu. Jón Þorsteinsson lét sig ekki muna um að hlaupa þetta og var þó ný- kominn úr baráttunni um líf og dauða á sjónum. Við vildum sér- staklega vita um það, hvort stéttarbræður okkar, sem með skipinu voru, hefðu séð okkur. Ef svo var, bar þeim að fara til skip- stjórans og heimta af honum, að hann gerði skyldu sína og bjarg- aði okkur. þó að ekki sé hægt að afsaka tómlæti skipstjórans hér að lútandi, mundi hann telja sér það til málsbóta, að svo margir sjómenn voru þarna með og eng- um þeirra hefði þótt ástæða til að heimta það, að stéttarbræðrum þeirra yrði rétt hjálparhönd. Hann mundi, ef deilt yrði um þetta í blöðum, halda því fram, að annaðhvort hefði hann ekki séð bátinn eða engin ástæða hefði verið til hjálpar. Þess vegna vildum við vita, hvort sjó- mennirnir hefðu séð okkur þarna í beinni lífshættu — og þó þag- að. Þegar Jón Þorsteinsson kom aftur úr þessari rannsóknarför sinni, hafði hann þær ömurlegu fréttir að færa, að sjómennirn- ir hefðu að vísu séð okkur þarna berjast við hamfarir náttúruafl- anna, en ekki dottið í hug að fara til skipstjórans og biðja hann að hjálpa okkur. Virtust þeir sjá eftir þessu og blygðast sín fyrir það. Að fenngnum þessum upp- lýsingum sá ég enga ástæðu til þess að senda blöðunum ádeilu- grein um skipstjórann varðandi þetta. Þá er nú aðeins eftir að geta þess, hversu djúp áhrif einstök atvik geta haft á taugar manna, þegar um mikla lífshættu er að ræða. Það er eins og taugarnar taki þá myndir af því, sem fram fer og framkalli þær síðar, þegar sízt skyldi ætla. Þessu til sönnun- ar er eftirfylgjandi smáatvik: Sumarið eftir að við lentum í nefndum hrakningum, var ég staddur á sjó langt út af Reyðar- firði. Ég var að draga fiskilínu og var með allan hugann við línu- dráttinn og fiskana, sem á henni væru og smám saman komu í ljós upp úr dimmu djúpinu. Logn var, sjólaust og heiðríkt veður. Ég leit þá til landsins, því að fjallasýn- in þaðan er mjög fögur. Sá ég þá hið sama og fyrir augun bar, er ,,Hólar“ kræktu fyrir okkur hjálparþurfa. Ég sá öskurok inni í Reyðarfirði, sem náði upp í mið fjöll. Og nú fór sami hrollur um mig eins og þá. Það var ekki ótti, hvorki þá né nú. En mismunur- inn var sá, að allur líkami minn titraði þarna eitt augnablik, en ekki þá. Þessi sjónhverfing, sem kom þarna allt í einu og óvörum, hvarf brátt og mér tókst að sannfæra félaga mína um það, að ekkert gengi að mér. Þetta voru einu áhrifin, sem ég varð var við eftir sjóhrakninginn. Hann virð- ist engin áhrif hafa haft á hug- rekki mitt og þrek. Ég fann ekki, að það hefði minnkað. Dagana eftir heimkomuna úr sjóferðinni minnisstæðu, var allt af verið að spyrja mig um hitt og þetta, sem snerti hana. Áleitn- astar voru þó spurningarnar um það, hvað ég héldi, að helzt hefði stuðlað að því, að okkur tókst að bjarga lífinu. Því svaraði ég af einfeldni hjartans og sagði, að trúin á hjálp drottins hefði vafalaust verið áhrifaríkust. Þetta fannst þeim að svara út í hött. Töldu þeir, að ýmsar til- viljanir mundu hafa ráðið þar mestu, t. d. það, að okkur hefði dottið í hug að setja mann á land í hauga brimi. Ég kvað Jón Þorsteinsson hafa átt þá hug- dettu, og þó væri ekki litið svo á, að hann væri vitrastur okkar þriggja, sem á bátnum voru, sem þó væri ástæða til að ætla, að verið hefði. En þetta varð til að bjarga okkur, vegna þess meðal annars, að við fórum í ráðaleysi að róa inn með landinu. Það tók nokkurn tíma, en á meðan lægði Frh. & bls. 237.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.