Heima er bezt - 01.08.1955, Blaðsíða 12

Heima er bezt - 01.08.1955, Blaðsíða 12
236 Heima er bezt Nr. 8 Gamlar minningar líkar þetta og hreitir einhverj- um ónotum til þeirra. Þá segir bóndinn: „Já, já. Ekki má nú mikið í Miðengi. Ekki má mikið í Miðengi." En hann var vanur að tvítaka það, sem hann sagði. En vinnukonan svaraði með hógværð: „Mátti ég ekki kyssa hann húsbónda minn fyr- ir spóninn.“ Þessi bóndi hafði orð á sér fyrir að vera kvennakær í meira lagi. Eitt sinn var hjá honum til húsa gift kona, en bóndi hennar var úti um hvippinn og hvappinn í vinnu hjá öðrum. Þau voru bláfátæk, en áttu þó nokkur börn. Þarna bættist þessari konu eitt barn í viðbót. Nú skírði prestur það þegar tími kom til, og að því loknu segist prestur ekki ætla að taka skírn- artoll. Þá rís heimabóndinn upp úr sæti sínu og segir: „Ég þakka og ég þakka, og við megum allir þakka“ — Miðengismenn, munu gárungarnir hafa bætt við, og ímyndað sér, að karlin- um hafi fundist hann eiga þátt í skírnartollinum. Fleiri sögur af þessu tagi eru til um þennan karl. Annars var hann vel látinn, búmaður og sauðabóndi. Þegar ég var krakki, vorum við tvö systkin send á næsta bæ einhverra smáerinda. Okkur var boðið inn og húsfreyja kom með tréskál fulla af graut og tvo spæni, stóra og sterklega. Setur þetta fyrir okkur og segir: „Þið verðið að hafa duglega spæni, því það eru bæði brauð og kökur ofan í.“ Þessi gamla kona þótti vera rösk og aðsópsmikil, en ekki að sama skapi hefluð, hvorki í hátterni né til orða. í þá daga var mikið mýið (mýbitið) í Grafningnum. Þá var siður um sláttinn að eta spónamat um hádegið úti á engjum, undir beru lofti. Safn- aðist þá mýið í hnausþykkar skánir ofan á matinn í ílátun- um. En hraustir og matlystugir menn voru ekki að tefja sig á að kroppa þetta ofan af, heldur hólkuðu því í sig hverju með öðru og varð gott af. Það þótti fóðurauki í mýinu. Um askana mætti bæta því Vorið 1887 var mislynd veðr- átta á Norðurlandi. Gerði hret um sumarmálin, en svo góða tíð fram yfir miðjan maí. Voru vatnsföll öll leyst um krossmessu og komnir allmiklir vatnavextir. Margir höfðu þá sleppt geldfé sínu, en ær voru þá venjulega passaðar og hýstar fram að sauðburði og yfirleitt hafðar í gæzlu fram að rúningstíma. Jón prófastur Hallsson bjó þá í Glaumbæ. Hafði hann stórbú, sérstaklega margt sauðfé. Enda fékk hann á hverju vori í lands- skuld af kirkjujörðum Glaum- bæjar og sínum eigin jörðum, á annað hundrað gemlinga. Umrætt vor hafði Jón prófast- ur sem margir aðrir sleppt geld- fé sínu á Glaumbæjareyrar; voru það sauðir og gemlingar. Eyjarnar eru stór fláki með stararflám og ferginistjörnum á milli, en bakkar að austan og vestan. Eyjarnar eru umflotnar vatnsföllum: Héraðsvötnum og Söndum að austan, en Djúpu- kvísl að vestan, sem skilur þær frá engjalöndum. Djúpakvísl fellur í Héraðsvötn norðan við Húsabakkaflóa, sem er norðan við eyjarnar. Sem áður greinir var góð tíð fyrri hluta maímánaðar, en þ. 17. maí skall á norðan stórhríð, sem stóð óslitið til 20. eða í 4 daga. Eftir að hríðin skall á var reynt að ná fénu af eyjunum, en það misheppnaðist. í hríð þessari rak ís að öllu Norðurlandi; lá hann við land fram í septemberbyrjun. Engin brú var þar á Djúpu- kvísl, en hún er lygn og fyllist fljótt með krapi. Ætlun þeirra mun hafa verið sú að koma fénu í húsaskjól á Húsabakka, sem er eini bærinn þar nálægt, vestan við, að gamlir búmenn létu hafa það eftir sér, að bókvitið yrði ekki látið í askana, og vildu ekki að fólk væri að hnýsast í bækur, því það glepti fyrir á- huganum að afla þess, sem yrði látið í askana. Helgi Guðmundsson, Apavatni. Héraðsvatna, en þeir áttu móti hríðinni að sækja nokkuð lang- an veg. Misstu þeir féð flest úr höndum sér og réðu eigi við neitt. Er eigi að orðlengja það, að í hríð þessari missti Jón prófastur á annað hundrað sauði og geml- inga; spennti það í tjarnir og kvíslina. í Geldingaholti er samliggj- andi land við Glaumbæjareyjar. Þar bjuggu líka þá fjárríkir bændur: Ásgrímur Þorsteinsson og Tobías Eiríksson; hann var faðir Brynleifs fyrrv. mennta- skólakennara. Hann var orð- lagður áhuga- og dugnaðarmað- ur. Hann dó á bezta aldri, innan við fimmtugt, 1899. Geldingaholtsmenn smöluðu einnig fé sínu í hríðarbyrjun og náðu því víst flestu saman. En þá var eftir að koma því yfir Kvíslina. Þar var að sönnu brú á Kvíslinni, örmjó göngubrú; sneri hún á hlið við veðrið og var nú þar að auki glerhál, svo að þeir treystust eigi að reka féð á henni yfir. En á bakkanum eyjamegin var rétt. Tóku þeir það ráð að setja féð í réttina. Var það í rétt- inni yfir alla hríðina, en vakað mun hafa verið yfir því nætur og daga. Einnig var flutt eitthvað af heyi til að næra það á. Lukkaðist þetta svo vel, að engin kind fórst af því. Þó að tjón Jóns prófasts væri stórfelldast, var þar af miklu að taka. Tjón almennings af hríð- argarði þessum var mjög mikið í Skagafirði. Var mikill lamba- dauði um vorið, svo að dæmi voru til, að fá lömb lifðu á sumum bæjum. Það gerði líka sitt til, að sumarið áður, 1886, var graslítið á Norðurlandi og miklir óþurrk- ar, svo að hey nýttust illa; marg- ir voru því heylitlir orðnir um vorið í hriðinni, og það lítið til var, var lítt ætt. Var vor þetta lengi í minni fólks hér í sveit og kallað harða vorið. Þetta vor höfðu foreldrar mín- ir, Benedikt Kristjánsson og Ingibjörg Einarsdóttir, er þá bjuggu í Skinnþúfu — nú Valla- nes — ákveðið að flytja sig bú-

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.