Heima er bezt - 01.08.1955, Blaðsíða 16
240
Heima er bezt
Nr. 8
Kolbeinn Guðmundsson frá Úlfljótsvatni:
Bíldsfell og bændur þar
Fyrri grein
Jón Sigurðsson silfursmiður.
Jón Sigurðsson á Bíldsfelli,
var fæddur í Nýjabæ í Ölfusi um
1746. Foreldrar hans voru Sig-
urður bóndi í Nýjabæ, síðar á
Litla-Hálsi í Grafningi, Jónsson,
bónda á Hvoli í Ölfusi Ög-
mundssonar. Jón tók við búi eft-
ir föður sinn á Litla-Hálsi, en
fluttist þaðan að Villingavatni
og bjó þar fá ár. Keypti Bíldsfell
1788. Bíldsfell var áður í eign
Skálholtsstóls. Þar bjó Jón síð-
an til dauðadags. Þegar hann
keypti Bíldsfell, var það að
jarðamati 40 hundr. Stólsjarðir
voru seldar á 5 ríxdali hundrað-
ið. 20 dali varð að greiða strax,
en gjaldfrestur var á eftirstöðv-
um (árleg afborgun), svo að
flestir, sem gátu innt af hendi
festarféð, gátu eignast ábýlis-
jarðir sínar. En þeir, sem ekki
gátu það, urðu að verða af kaup-
unum. Sumir fengu efnaða
menn til þess að kaupa ábýlis-
jarðir sínar. En þeir sem ekki
liðar áfram, oft mann fram af
manni.
Jón Sigurðsson á Bíldsfelli var
dugnaðarbóndi á sinni tíð og auk
þess silfursmiður. Lítið mun nú
vera til af smíðisgripum, sem
vissa er fyrir að séu eftir hann.
Sú sögn gekk um Jón, að hann
mundi hafa unnið silfur úr berg-
tegund þeirri, sem er í horninu
á Ingólfsfjalli upp undan Kög-
unarhól. Sögn þessi mun hafa
verið byggð á því, að bergtegund
þessi er ljósgrá að lit. En þar
mun ekkert silfur vera. Jón var
tvígiftur og átti fjölda barna. Er
mikil ætt frá honum komin, þó
að ekki verði hún rakin hér. Jón
þótti góður bóndi og sómamaður
á sinni tíð. Byrjaði hann þó með
heldur lítil efni. Kom upp mörg-
um börnum.
Jón andaðist 10. apríl 1819, 72
ára að aldri. Valgerður Gunn-
laugsdóttir, síðari kona hans, var
þá 54 ára að aldri. Hún bjó á-
fram með börnum sínum 10 ár
eftir dauða manns síns. Setti hún
Ögmund son sinn ráðsmann yfir
allt, sem búskapnum kom við ut-
anstokks. Tókst honum bú-
stjórnin ágætlega, og þótti vit-
urlega ráðið af ekkjunni að hafa
hann fyrir ráðsmann, þótt hann
væri þá ungur að aldri, aðeins
19 ára.
Ögmundur Jónsson, Bíldsfelli.
Ögmundur Jónsson fæddist
árið 1800 á Bíldsfelli, sonur Jóns
Sigurðssonar bónda þar og konu
hans, Valgerðar Gunnlaugsdótt-
ur. Jón faðir Ögmundar andaðist
1819. Valgerður ekkja hans bjó
eftir það 10 ár á Bíldsfelli eins
og fyrr er sagt, með börnum
sínum 8, sem heima voru. Það
yngsta var þá 7 ára. Þessi ár
var Ögmundur ráðsmaður hjá
móður sinni og sýndi þá strax
óvenju mikinn dugnað og ráð-
deild. Árið 1830 tók hann alveg
við búinu og giftist sama ár El-
ínu Þorláksdóttur frá Þjóðólfs-
haga.
Ögmundur var athafnamaður
mikill. Hann sléttaði allt tún-
ið á Bíldsfelli, sem áður var
kargaþýft, eins og flest tún
í þeirri sveit voru í þá daga.
Túnið á Bíldsfelli var þá rúmir
7 hektarar. Lítið mun hann hafa
stækkað það, enda voru erfið-
leikar á því vegna staðhátta.
Gripheldan grjótgarð hlóð hann
á tvo kanta túnsins, en lét fjall-
ið duga fyrir girðingu fyrir ofan
það, en graflæk, sem kallaður er
„gil“, fyrir neðan það. Yfir gil
þetta fóru stórgripir ekki, og þó
að það kæmi fyrir, sást það af
hlaðinu. Eftir að Ögmundur var
búinn að slétta túnið og girða,
varð það með grasgefnustu tún-
um og brást aldrei tilfinnanlega.
Af því fengust um jafnaðar um
350 hestar af töðu. Það minnsta,
sem ég heyrði talað um, var ár-
ið 1881; þá fengust af því rúm
200 hestar. En það mesta 1891,
420 hestar. Það ár var grasár
í bezta lagi.
Eins og venja var í þá daga,
var jörðinni skipt í parta á milli
erfingja. Faðir Ögmundar og
þeirra systkina átti Bíldsfellið
skuldlaust. En Ögmundur keypti
af systkinum sínum smátt og
smátt þeirra parta, eftir því, sem
þau vildu selj a, svo að hann varð
að lokum einn eigandi.
Allt, sem Ögmundur tók fyrir
eða lét gera, þótti bera á sér
rausnar- og myndarbrag. En svo
var sumt, sem hann hélt kyrru í
gamla horfinu, hélt því aðeins
vel við, en breytti þar litlu, t. d.
breytti hann lítið húsum, og voru
þau fremur þröng og lítið í þau
borið hjá honum. Hjá honum
var löng og mjó bekkbaðstofa
með litlum gluggum. En hjá öll-
um öðrum efnabændum í
hreppnum voru portbyggðar
baðstofur með gestastofu undir
loftinu. Það var haft eftir séra
Jóni Melsteð 1 Klausturhólum,
eitt sinn, er það barst í tal, hvað
búskapurinn væri í góðu lagi á
Bíldsfelli, að öllu öðru leyti en
því, hversu þröngur bærinn væri
og ekki staðarlegur: „Já, en þar
eru kofarnir ekki tómir,“ sagði
séra Jón.
Um 1850 fóru fyrstu stunda-
klukkur að koma í sveitirnar, og
svo var í Grafningshreppi. Ekki
flýtti Ögmundur sér að fá sér
klukku. Það var ekki fyrr en þær
voru komnar á flesta stærri bæi.
En þá kaupir hann sér klukku
af dýrustu tegund, sem þá
fékkst. Flestir aðrir höfðu
keypt kassalausar klukkur, smíð-
að sjálfir kassana, og voru þeir
lítil híbýlaprýði. Þessar klukkur
gengu 24 tíma, en sú, sem Ög-
mundur fékk, 8 daga og var í
eikarmáluðum kassa. Klukku
þessa fékk Jón, sonur Ögmund-
ar, eftir föður sinn, og átti hana,
þar til hann fór til Ameríku
1887, en þá fékk hana Jón Sig-
urðsson, þá bóndi á Búrfelli. En