Heima er bezt - 01.08.1955, Blaðsíða 17

Heima er bezt - 01.08.1955, Blaðsíða 17
Nr. 8 Heima er bezt 241 hvar hún er nú niður komin, veit ég ekki. Mér var sagt, að klukka Ögmundar hafi kostað 24 ríxdali, en hinar 12 dali. Sagt var, að fénaður hjá Ögmundi hafi verið: 6—7 kýr mjólkandi og vetrungar og kálf- ar 3—5 eftir ástæðum, sauðfé um 300, sem sett var á vetur, þar af rúmur þriðji hluti sauðir, ungir og gamlir, 8 hross fullorð- in og 2—3 unghross. Þetta þótti þá full áhöfn á jörðina, því að hún bæri ekki stærra bú, ef vel átti að fara. Landrými er tak- markað og engjar reitingssam- ar og heldur rýrar. Ekki hef ég heyrt, hvað Ögmundur heyjaði mikið utantúns, en jafnan var hann byrgur af heyjum. En stundum fékk hann slægjur léð- ar, ef þess var kostur. Helzt mun það þá hafa verið á Torfa- stöðum; aðrir höfðu ekki slægj- ur aflögu í nágrenni hans. Eitt sinn i grasleysisári, á hans fyrstu búskaparárum, fór hann vestur í Hengladali og sló þar upp á 6 hesta og flutti austur að Bílds- felli. Hélt hann að Hengladalir væru í sameiginlegum afrétti Grafnings- og Ölfushreppa. En það reyndist ekki svo. Þeir eru í landi jarða í Ölfushreppi. Þetta tiltæki Ögmundar var kært fyrir sýslumanni, sem þá var Þórður Sveinbjarnarson. Sýslumaður lagði þann úrskurð á þetta mál, að Ögmundur skyldi vera víta- laus fyrir þetta, því að með þessu tiltæki sínu hefði hann sýnt svo mikinn dugnað, að þess væru fá eða engin dæmi. Og við það sat. Mönnum þótti Ögmundur vaxa af þessu máli. Frá Bíldsfelli vestur í Hengladali er um 5 tíma lestagangur. Á þeirri leið eru margir brattir hálsar og ógreitt yfir að fara. Um varanlegar framkvæmdir Ögmundar hef ég ekki heyrt get- ið nema tvennt. Hann hafði flutt heygarðinn og fjósið heim að bænum, en áður var hvort- tveggja norður á túninu. Stóð það nokkuð hærra en bærinn og talsverð brekka þangað upp frá bænum. Þaðan var bæði langt og bratt í vatnið og auk þess langt og erfitt í fjósið, en það þótti ó- þægilegt, einkum á vetrum í vondum veðrum og myrkri. Fjós- ið tók 7 nautgripi.. Auk þess var nautafjós fyrir vestan lækinn, sem rúmaði 7 nautgripi. Stóð fjósið óbreytt að formi fram um 1900. í heygarðinum voru 6 hey- stæði, 5 faðma löng og 7—8 feta breið. Fjárborg lét Ögmundur byggja norður í högum, alllangt frá bænum. Fyrir því verki stóð Magnús Gunnlaugsson, þá bóndi á Torfastöðum, jötunmenni að burðum og að sama skapi lag- virkur. Magnús þessi flutti að Torfastöðum árið 1833. Ekki er þess getið í kirkjubókum, hvað- an hann kom; talinn er hann þá vera 61 árs. Frá Torfastöðum flutti hann 1839 út í Krýsuvík. Fjárborg þessi er kringlótt, eins og fjárborgir voru flestar, byggð á grágrýtisklöpp. Vesturhlutinn er þverhniptur bergstallur, sem litið hefur þurft að hlaða ofan á, en austurhlutinn er hlaðinn úr köntuðu stórgrýti svo stóru, að undrun sætir, að menn með ófullkomnum verkfærum hafi getað framkvæmt það verk. Lík- lega hefur þetta stórgrýti verið sprungið frá bergstallinum, sem notaður var svo fyrir vegg að vestanverðu. Ég sá ekki þessa fjárborg eins og hún var, þegar Magnús gekk frá henni, því að þá hafði allt það grjót, sem við- ráðanlegt var, verið flutt burtu og byggð úr því tvö fjárhús. En borgin var þá notuð sem fjár- rétt. Af hinni upprunalegu fjár- borg var ekki eftir nema fasta- bergið og undirstöðusteinarnir. Þeir voru svo stórir, að lítið og sums staðar ekkert vantaði á, að þeir væru fjárheldir. Nú er mér sagt, að búið sé að skemma þetta mannvirki, þannig, að skorðurn- ar undan stórgrýtinu, sem settar voru undir það undan brekk- unni, hafi verið slegnar undan og þannig hafi verið auðvelt að láta steinana velta undan brekk- unni. Þetta munu einhverjir hafa gert, sem hafa verið á ferð að skemmta sér, en ekki vitað, hvað þeir áttu að gera sér til gamans. Mér var sagt af fólki, sem mundi eftir því, þegar borg þessi var byggð, að Magnús hefði haft einn mann með sér, vinnu- mann frá Bíldsfelli, en nafn hans mundi enginn af sögu- mönnum mínum. Lítið mun Ögmundur hafa skipt sér af sveitarmálum, enda voru þau þá að mestu leyti í höndum hreppstjórans og sókn- arprests. En hann naut virðing- ar sveitunga sinna og fleiri. sem til hans þekktu, fyrir dugnað sinn í búnaði og efnalega af- komu, sem var laus við allt yfir- læti og óþarfa kostnað. En rétt- indi sin vildi hann nýta og verja, eins og t. d. þegar hann sló í Hengladölum. Þegar hann tók við búi á Bíldsfelli var einhver ágreiningur um landamerki á milli jarðanna Bíldsfells og Úlf- ljótsvatns. Ögmundur hélt því fram, að Bíldsfell ætti land upp í írufoss í Soginu. En bóndinn á Úlfljótsvatni, sem þá var Þórður Gíslason, sagði, að Úlfljótsvatn ætti landið niður fyrir Kistufoss, í Bryggjutún. Það voru gamlar rústir við Landagilið, fast niður við Sogið. Rústir þessar voru sléttaðar út þegar írufoss var virkjaður, og jarðgöngin koma þar nú út. Verðmætið í þessu þrætulandi var þá ekkert nema slægjuland meðfram Soginu frá írufossi niður fyrir Kistufoss. Slægjulandið, sem þeir deildu um, mun hafa verið nálægt 60 hesta slægju annað hvert ár i þrætulandinu. En bændur létu sig nú muna um minna í þá daga, ef um slægjuland var að ræða. Nú var það um 1830 — þá var Ögmundur nýtekinn við búi á Bíldsfelli — að það bar til, að þeir Ögmundur og Þórður mætt- ust með allt sitt heyskaparfólk í Löndunum framan við írufoss, og báðir þóttust eiga landið. Ekki munu þar hafa orðið handalög- mál og ekki hef ég heyrt, hvern- ig þeim fundi lyktaði. En skömmu síðar lögfestu báðir, hvor fyrir sig, landamerkin, Ög- mundur í írufoss, en Þórður í Bryggjutún, samkvæmt Jóns- bókarlögum. Nú var svo komið, að úr þessari þrætu varð að leita laga og láta dæma um það, hvað rétt væri. Þá var sýslumaður í Árnessýslu Þórður Sveinbjörns- son. Til hans leituðu þeir og báðu hann um landamerkjadóm.Hann gerði skyldu sína og kom með dómsmenn og reið á landamörk- in.Byrjaði hann vestur við Dæl- ur og reið austur yfir heiðarnar með dómsmönnum og þrætuað-

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.