Heima er bezt - 01.08.1955, Side 19
Nr. 8
Heima er bezt
243
Guðmundur Gíslason Hagalín:
verði um
ullkistuna
Ræningjaklærnar.
„Bóndi er bústólpi, bú er land-
stólpi, því skal hann virður vel,“
segir ástsælasta skáld okkar ís-
lendinga, og víst er um það, að
veigamikil sannindi felast í þess-
um orðum, þó að margt sé breytt
um atvinnu- og menningarhætti
frá því á dögum skáldsins. Hver
blettur, sem bóndinn gerir að
sléttu og fagurgrænu túni, er
fjársjóður, sem lagður er í lófa
æsku landsins og falinn henni
til ávöxtunar og varðveizlu til
handa óbornum kynslóðum.
Hann er fémæti, sem eykst á
vori hverju við himindögg og
geisla hækkandi sólar. Þetta
þarf allri þjóðinni að vera svo
ljóst, að sá, sem byggir malar-
eyrina, býr við malbikaða götu
eða fleytir sér á sætrjám, gleðjist
hjartanlega yfir þeim framfara-
gróðrar- og menningaranda, sem
setur nú sinn svip á framkvæmd-
irnar í sveitum landsins, þar sem
stórhugur bóndans, fegurðarskyn
húsfreyjunnar, tækni veraldar
og sólin og döggin hjálpast að
við sköpun nýrra og varanlegra
verðmæta.
En ekki er síður nauðsynlegur
skilningur allra landsmanna,
hvort sem þeir búa í dalabæ,
þorpi við fjörð eða borg með
steindum strætum, á þeirri miklu
þjóðarþörf, að staðinn sé örugg-
ur vörður um þá gullkistu lífs-
bjargar og velmegunar, sem sjór-
inn er við strendur landsins, —
að alger einhugur ríki um fram-
lög til vörzlu íslenzkrar land-
helgi, svo sem hún er nú — og
að það sé haft í huga sem ófrá-
vikjanlegt takmark að vinna al-
þjóðlega viðurkenningu á rétti
okkar íslendinga til alls land-
grunnsins.
Unga fólkið — og raunar þeir
af eldri kynslóðinni, sem hafa
alið aldur sinn í uppsveitum eða
hinum stærstu af bæjunum —
getur ekki gert sér eins ljóslif-
andi grein fyrir mikilvægi land-
helginnar og því ráni fjár og
lífsmöguleika, sem þar hefur far-
ið fram, og við, sem ólumst upp
í byrjun þessarar aldar við fiski-
sæla firði og víkur.
í Auðkúlu- og Ketildalahrepp-
um í Arnarfirði bjuggu á upp-
vaxtarárum mínum mörg hundr-
uð manns. í þessum sveitum var
ekkert sjóþorp, og hver fjöl-
skylda hafði eitthvert kvikfé og
einhverja garðrækt, en samt sem
áður var fiskifangið veigamikill
þáttur í afkomu allra og mun
mikilvægara allmörgum en kvik-
fé og garðagróður. Dag hvern á
vorin reru tuttugu til þrjátíu
bátar úr þessum sveitum út á
fjörðinn og á haustin fjörutíu til
fimmtíu, og að landi komu þeir
tíðum með góðan afla og oft
drekkhlaðnir. En svo fór það að
verða oftar og oftar, sem menn
sáu reyki við hafsbrún, reyki,
sem þokuðust nær og nær, unz
það sýndi sig, að þar voru á
ferðinni enskir togarar. Þeir hófu
veiðar í firðinum, og oft var það,
að tvö, þrjú eða fjögur skip
drógu botnvörpur sínar fram og
aftur um miðin, komu jafnvel
svo nærri landi, að skarkið í
vindunum barst að eyrum fólks-
ins, sem stóð fyrir dyrum úti og
horfði á ræningjaskipin, sem
rændu ekki einungis fiskinum,
heldur líka veiðarfærunum og
spilltu möguleikum fólksins til
lífsbjargar, eigi aðeins þetta vor-
ið eða haustið, heldur um ófyrir-
sjáanlega framtíð. Stundum
hættu menn lífi sínu til þess að
reyna að bjarga veiðarfærunum
úr klóm ræningjanna, og mörg
konan og margt vitkað barnið
horfði á bát, sem barðist áfram
í háa roki og leitaði lands gegn-
um rjúkandi brimgarð — með
eiginmann, bróður eða son inn-
anborðs.
Smátt og smátt minnkaði
fiskigengdin í fjörðinn, og þar
með var sterkum stoðum kippt
undan afkomumöguleikum fólks-
ins. Aðgerðum hinna erlendu
ræningja má líkja við það til
skýringar og skilningsauka, að
erlendir ribbaldar hefðu komið
með stórvirkar heyvinnuvélar í
engjar bænda í uppsveitum
landsins á þeim árum, sem tún-
rækt var lítil, slegið, rakað og
bundið, þar sem slægjan var
bezt og nærtækust, og flutt hey-
ið af landi brott. Nú er svo kom-
ið í Auðkúlu- og Ketildalahrepp-
um, að þar eru ekki aðeins gras-
býlin komin í eyði, heldur líka
margar bújarðir, og þar búa nú
einungis nokkrir tugir manna,
sem áður bjuggu mörg hundruð
manns.
Sagan, sem gerðist þarna vest-
ur í Arnarfirði, er ekkert eins-
dæmi. Ræningjaklærnar erlendu
sviptu lífsbjörg þúsundir manna,
sem bjuggu við fiskisæla firði,
flóa og víkur þessa lands, og þær
eyddu svo byggðina, að misjafn-
lega gamlar rústir mæta nú
auga forvitins ferðalangs, þar
sem áður lagði reyk úr strompi,
bóndi stóð í túni eða við bát í
vör, börn voru að leikjum sín-
um og hjörð dreifði sér um haga.
Og enn sækja erlendir ráns-
menn að gullkistunni við ís-
landsstrendur, og suður í Bret-
landi er stétt reyfara, sem legg-
ur kapp á að rægj a af okkur rétt
okkar og æru og koma því til
leiðar, að með ofbeldi verðum
við knúðir til að leyfa ræningja-
klónum að eyða lífsbjargarmögu-
leikum alinna og óborinna í
þessu landi.
Sjálfs er höndin hollust.
Á fyrstu áratugum þessarar
aldar höfðu Danir einir á hendi
gæzlu landhelginnar hér við ís-
land. Þeir notuðu aldrei nema
eitt skip við gæzluna, og þetta
skip, hvort sem það hét Hekla,
Hejmdal, Islands Falk, Beskjrtt-