Heima er bezt - 01.08.1955, Page 23
Nr. 8
Heima er bezt
247
mikill og góður sjómaður, úr-
ræðagóður kjarkmaður og
skyldurækinn mjög. Brosti hann
í kamp, þegar hann heyrði,
hvað til stóð, og skyldu nú leyst-
ar landfestar. En klukkan hálf-
fjögur hafði Glófaxi á ný sam-
band við Pétur forstjóra. Var
honum tjáð, að trúnaðarmenn
hans í flugvélinni hefðu gert
nýjar staðarákvarðanir, sem
staðfestu fyrri mælingar þeirra,
og væru togararnir enn að veið-
um i landhelgi. En nú væri svo
mjög að þrotum komið eldsneyti
flugvélarinnar, að nauðsynlegt
væri, að önnur flugvél kæmi og
tæki við gæzlunni eins fljótt og
auðið væri.
Pétur Sigurðsson náði nú í
samband við Reykjavík. Talaði
hann við Gunnar Bergsteinsson,
sem er sjómælingamaður og
starfsmaður landhelgisgæzlunn-
ar. Forstjórinn tjáði honum
málavöxtu og fól honum að fá
aðra flugvél til að taka við af
Glófaxa.
Klukkan um fjögur lét Þór úr
höfn í Vestmannaeyjum, og
stóðu þeir báðir á stjórnpalli,
skipherrann og forstjórinn. Veð-
ur var hvasst af suðaustri, níu
vindstig, og sjór nokkuð úfinn.
En Þór er gott sjóskip, klauf kná-
lega rismiklar öldurnar og
stefndi í austurveg. Ekki skilaði
honum þó ýkjafljótt gegn stormi
og sjóum, enda varð mjög að
draga af vélunum, þótt sterkur
sé byrðingurinn og vel vandað
til alls, sem er ofanþilja.
Nú er að segja frá Gunnari
Bergsteinssyni og aðgerðum
hans. Hann vék þegar að sím-
anum og freistaði að ná í þá
menn landhelgisgæzlunnar, sem
eru á lausum kjala. En honum
tókst ekki að hafa uppi á þess-
um mönnum, enda var þetta á
sunnudegi. Hann vissi, að Ægir
var i heimahöfn og hringdi til
Garðars Pálssonar, sem er —
eins og áður hefur verið getið —
fyrsti stýrimaður á Ægi. Gunn-
ar sagði honum, hversu ástatt
væri og bað hann að vera trún-
aðarmann landhelgisgæzlunnar
í flugvél, sem ætti að leysa Gló-
faxa af verðinum. Garðar kvaðst
geta farið og tók þegar að týgja
sig. Skömmu síðar hringdi
Gunnar aftur og kvaðst hafa
fengið Gunnar Ólafsson, fyrsta
stýrimann á mælingaskipinu
Tý, til að vera Garðari til að-
stoðar.
Garðar hringdi á bifreið og
hélt síðan að heiman. Hann kom
við hjá Gunnari Ólafssyni, og því
næst var ekið suður á flugvöll.
Þar beið flugvélin Snæfaxi, al-
búin til farar. í henni voru tveir
menn, flugstjórinn, Aðalbjörn
Kristbjarnarson, og aðstoðar-
maður hans, Sigurður Haukdal.
Flugvélin lyfti sér til flugs
klukkan hálffimm og flaug
austur yfir Reykjanessfjallgarð
og út yfir sjó hjá Eyrarbakka.
Síðan var flogið austur með
ströndinni. Vindur var allhvass
af suðaustri, en storminn lægði
meir og meir, eftir því sem aust-
ar dró.
Eftir þriggja stundarfjórðunga
flug sveif Snæfaxi þar yfir, sem
Þór klauf öldurnar, með hvítan
foss fyrir stafni og bógum. Var
það suður af Drangshlíðarfjalli,
sem er vestan við Skógafoss. Þá
er klukkan var hálfsex, höfðu
þeir Garðar samband við áhöfn-
ina á Glófaxa. Hún sagði þeim
einkennisbókstafi togaranna,
sem brotlegir voru, og þegar
Snæfaxi kom í sjónmál, flaug
Glófaxi yfir skip sökudólganna
til þess að sýna Snæfaxamönn-
um sem greinilegast, hvar þau
væru. Klukkan sex flaug Snæfaxi
yfir Van Dyck og fimm mínút-
um síðar yfir skipið, sem merkt
var O 294. Síðan kvaddi Gló-
faxi og hélt heimleiðis.
Þeir Garðar og Gunnar mældu
nú nákvæmlega, hvar sökudólg-
arnir voru að veiðum. Mældist
Van Dyck hálfa aðra mílu inn-
an við fiskveiðatakmörkin, en
hinn reyndist kominn út úr
landhelginni. Og þá er liðinn var
hálftími frá því að Snæfaxi kom
á vettvang, fór Van Dyck út fyrir
takmörkin.
Þarna voru að veiðum átta
togarar, flestir belgískir, en Snæ-
faxi sinnti aðeins þeim tveimur,
sem staðnir höfðu verið að land-
helgisbroti. Flaug hann oftast í
þrjúhundruð til fimmhundruð
metra hæð, en annað veifið
renndi hann sér yfir skipin að-
eins fimmtíu metrum ofan við
siglutoppana. Einkum var flogið
lágt yfir Van Dyck, og sáu þeir
félagar fiskinn á þiljunum og
gátu greint hásetana á þilfarinu
hvern frá öðrum. Þeir tóku þetta
háttalag flugvélarinnar sem
storkun, réttu báðar hendur upp
fyrir höfuð sér og skóku hnef-
ana að flugvélinni. Áhöfnin á
Snæfaxa hló dátt að þessum að-
förum hásetanna og hugsaði
skipstjóranum belgíska þegjandi
þörfina.
Þarna út af Ingólfshöfða var
nú komið hægviðri. Sló andvara
sitt á hvað, en öðruhverju var
austan gola með skúraleiðingum.
Skyggni var ekki sem bezt, en þó
sæmilegt milli skúranna. Ekki
sáust tindar Öræfajökuls, en
annað veifið sá lýsa af snæbreið-
unni gegnum létta móðu. Austur