Heima er bezt - 01.04.1956, Qupperneq 2
Vaxandi vandamál
Með ári liverju, sem líður, ilytja nýjar hagskýrsl-
ur oss þau gleðitíðindi, að meðalaldur þjóðarinnar
sé að liækka. Hækkunin liggur þó ekki í því, að
mannsæfin lengist í raun og veru, heldur hinu, að
sífellt verða þeir fleiri, sem ná hinum hærri aldurs-
skeiðum, 70 árum eða meira. Þessu fylgir og, að
almennt halda menn meiri starfsorku til hárrar elli
en áður var títt. Þetta eru að vísu gleðilegar framfar-
ir, en samt hafa skapazt vandamál af hinum hækkaða
meðalaldri. Þau vandamál eru sameiginleg mörgum
þjóðum og eru, hvað gera skuli við gamla fólkið.
Svo er ákveðið í lögum, að opinberir starfsmenn
skuli láta af störfum 70 ára að aldri, hvert sem
starf þeirra er, og hvernig sem farið er orku þeirra
og heilsu. Þetta er raunar ekki ósanngjarnt, þegar
á það er litið, að venjulegast bíða margir ungir
menn þess, að taka til starfa, og ekki væri heppi-
legt, að menn yfirleitt kæmust ekki í opinberar
stöður, fyrr en farið væri að halla undan fæti. En
hinu má ekki gleyma, að margir þessara uppgjafa-
manna hafa enn lítt skerta starfsorku, þegar þeir
falla fyrir aldursmarkinu. En það eru ekki ein-
ungis starfsmenn hins opinbera, sem ýtt er til lilið-
ar, þegar ellin færist nær, jafnvel þótt starfskraftar
séu fyrir hendi. Frá flestum vinnustöðum og starfs-
greinum er mönnum yfirleitt þokað, þegar þessum
aldri er náð, enda gerist mönnum þá lengstum erfitt
að keppa við yngri menn, þótt verulegir starfs-
kraftar séu enn til. Eftirlaun og ellilaun tryggja að
vísu að nokkru leyti afkomu þessa fólks, en ekki
nægilega, og lífsbaráttan verður mörgum þeirra
alltof erfið, þrátt fyrir þann styrk, af því að ekkert
er gert til að tryggja þessum mönnum störf við hæfi
aldurs þeirra.
Annað vandamál eru dvalarstaðir gamla fólks-
ins, sem ekki getur sjálft haldið heimili, eða
dvalist hjá börnum sínum eða vandamönnum. Það
er að sönnu margviðurkennt, að ekkert er æski-
iegra, en ganila fólkið geti dvalist á heimilum barna
sinna og fylgst með barnabörnunum. Og líklega
mundi ekkert verða fremur til að draga úr því
losi, sem svo mjög þykir bera á meðal unglinga, en
að börnin fengju fyrstu árin að umgangast gamla
fólkið, sem bæði hefir tíma til að sinna þeim og
skilur hugsanaferil barnsins betur en þeir, sem
standa mitt í önn dagsins. En oft er þessa enginn
kostur, og mörg gamalmenni eiga enga niðja til að
dveljast með. Lausn á þessu máli hefir verið að
reisa elliheimili. Um það er ekkert nema gott að
segja en sá er þó Ijóður á, að mörgu gömlu fólki
finnst eins og það sé með því lagt til hliðar, líkt og
einhver ónothæfur hlutur, og veldur slíkt sársauka
og beiskju. Mönnum gleymist alltof oft í þessu máli,
hversu sárt það er þeim, sem enn hafa nokkra starfs-
orku, að fá ekki að nota hana, og verða eins og of-
aukið í samfélaginu.
Vandamál þetta er því tvíþætt. Annarsvegar, að
sjá gömlu fólki, sem ekki getur dvalist á lieim-
ilum fyrir dvalarstað, og hinsvegar að sjá öllum
þeim, sem unnið geta, fyrir viðfangsefnum við
þeirra hæfi, þannig að hver og einn finni, að hann
sé enn starfandi þegn þjóðfélagsins, því að þannig
verður ellin léttbærust.
Ekki býst ég við, að hafa fundið algilda lausn
þessa máls, en bent skal hér á atriði, sem verið geta
til úrbótar. Eðlilegt er og sjálfsagt, að opinberir
aðilar, ríki og bæir, tryggi uppgjafamönnum sín-
um nokkurt starf, ef þeir óska þess, þegar þeir láta
af föstu starfi, og væri vandamál þeirra þar að
miklu leyti leyst. Fyrir aðra verður að koma upp
vinnustöðvum, þar sem verkefni við hæfi gamals
fólks með minnkaða starfskrafta eru fyrir hendi.
Eðlilegt og hagkvæmt væri, að slíkar vinnustöðvar
væru reknar í sambandi við elliheimilin, sem einnig
sæju þá vistmönnum sínum fyrir starfi, á svipaðan
hátt og nú er gert á Reykjalundi.
Elliheimilunum sjálfum þarf að vera svo fyrir
komið að vistmenn geti átt þar nokkurskonar einka-
heimili, þótt lítið sé, því að mörgum er það sár
raun, að eiga ekkert horn út af fyrir sig. Þá er og
mikilsvirði, að heimilin séu þannig staðsett, að vist-
98 Heima er bezt