Heima er bezt - 01.04.1956, Side 6
i SÍK31
%
ISÍ
Til vinstri:
Guðmundur Karl Péturs-
son, yfirlœknir.
Til hægri:
Frú Þorbjörg Magnús-
dóttir, sérfrœðingur i
sviefingum.
Ljósm. E. Sigurgeirsson..
Árið 1907 fluttist Guðmundur Hannesson til Reykja-
víkur, varð þar fyrst héraðslæknir og síðan prófessor, en
við sjúkrahúsinu á Akureyri tók Steingrímur Mallhías-
son, hinn þjóðkunni læknir, gáfu- og menntamaður. Þótt
þetta sjúkrahús rúmaði um 20 sjúklinga og þætti myndar-
legt um aldamót, reyndist það brátt of lítið. Árið 1920
var reist norðan við húsið steinsteypt viðbótarbygging.
Sjúkrahúsið rúmaði þá um 40 sjúklinga.
Steingrímur Matthíasson fékk lausn frá embættum sín-
um 1936, en við embætti sjúkrahússlæknis' tók Guðmund-
ur Karl Pétursson.
Ég hygg, að um það hafi verið rætt, er Guðmundur
Karl Pétursson tók við embætti sínu, að innan skamms
yrði ráðizt í byggingu nýs sjúkrahúss. Upphaflega höfðu
skipulagsyfirvöldin ætlað að staðsetja nýtt sjúkrahús á
ytri brekkunni, austan gatnamóta Þingvallastrætis og
Oddeyrargötu. Upp úr Grófargili að lóð þessari var lögð
göngubraut, sem nefndist Batavegur. Steingrímur Matt-
híasson mun hafa ráðið nafngift þessari. Hann vildi, að
sjúklingarnir væru allir „á Batavegi“. Frá þeirri hug-
mynd, að staðsetja húsið þarna, var síðan horfið. Lóð sú,
er þarna var um að ræða, var lítil og vaxtarskilyrði fyrir
sjúkrahúsið engin. Þarna hefði sjúkrahúsið einnig að
nokkru leyti lent inni í skarkala miðbæjarins. Það var
því ákveðið að reisa nýja sjúkrahúsið á svo til sama stað
og hið eldra, aðeins lítið eitt sunnar. Þarna á norður-
barmi Búðargils er fallegt og friðsælt. Vel mátti rækta
fagran skrúðgarð í norðurbrekku gilsins, þar sem sjúk-
lingar þeir, sem ferlivist hefðu, gætu unað í hlýju sumar-
sólar og góðu skjóli fyrir eyfirzkri hafgolu. Einnig mun
hafa verið talið heppilegt að nota gömlu byggingarnar
til ýmissa hluta í tengslum við nýtt sjúkrahús.
Árið 1937 var málið mikið rætt hér nyrðra, og 1938
höfðu verið gerðar teikningar og áætlanir að 75 rúma
sjúkrahúsi, sem skipt skyldi í tvær deildir og stæði
102 Heima er bezt