Heima er bezt - 01.04.1956, Side 7

Heima er bezt - 01.04.1956, Side 7
á fyrrnefndum stað sunnan gamla sjúkra- hússins. En um það leyti, sem málinu skyldi hrundið í framkvæmd, barst erindi frá kaþólska biskupinum í Landakóti, þar sem rætt var um, að vel gæti verið, að kaþólskir menn vildu reisa sjúkrahús á Akureyri. Erindi þetta var rætt lengi og ýtarlega. Því miður varð þó enginn árangur af þessum umræðum,en dýrmæt- ur tími hafði farið forgörðum. Tímarnir \oru hinir viðsjálustu, fjárkreppa ntikil hérlendis og stríðsóttinn að lieltaka þjóð- ir Evrópu. Það leit út fyrir, að enn þá mundi rnálinu frestað eitthvað. Var þess vegna að því ráði horfið, að reisa nú þegar hluta af álmu hinnar væntanlegu byggingar. Sú viðbót, sem tengd var gömlu byggingunni með löngum timbur- gangi, var í rauninni með öllu ónóg, en þó revndist kleilt hennar vegna að nota gamla spítalann enn þá nokkur ár. A styrjaldarárunum var svo málið upp tekið að nýju. Margir aðiljar unnu að því, bæjarstjórn, einstaklingar og félög. Hlutur kvenna var þar ekki síztur. Eg gæti t. d. hér nefnt hinn góða þátt kven- félagsins „Framtíðarinnar" í sjúkrahúss- málinu. Ný sjúkrahúsbygging var teikn- uð. Hún átti að vera tvær deildir, með samtals 95 rúmum. Byggingin átti að standa á sama stað og fyrr hafði verið ætlað, en teikningin var nú í ýmsu breytt frá því sem áður var. Áður en framkvæntdir hófust eftir þessurn nýju áformum, hreyfði Jónas alþingismaður Jónsson frá Hriflu liugmyndinni um .jósm. Guðmundur Bjarnason, stud. med Guðmundur Karl Pétursson yfirlœknir með aðstoðarfólki sinu við uppskurð i skurðstofu. fjórðungssjúkrahús og aukin framlög ríkissjóðs til þeirra. Enn um sinn var því framkvæmdum frestað. Alþingi samþykkti svo lög um fjórðungssjúkrahús, þar sem ákveðin var rnikil þátttaka ríkissjóðs í bygg- ingarkostnaði þeirra. Forystumenn sjúkrahússmálsins ákváðu, að horfið skyldi að þessu ráði. Öllum þótti einsýnt, að enn yrði byggingin að vera nokkru stærri en fyrr hafði verið áformað, en þá kom í ljós, að tæp- ast mundi hentugt að reisa svo mikið hús á hinum litla bletti á brekkubrúninni norðan Búðargils. Fjórð- ungssjúkrahúsinu var því ákveðinn staður á Eyrar- Fr. Jóna Guðmundsdóttir skurðstofuhjúkrunarkona (til heegri á myndinni), og frú Ragnheiður Arnadóttir, aðstoðarhjúkrunar- kona á skurðstofu (til vinstri). Heima er bez( 103

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.