Heima er bezt - 01.04.1956, Side 11
Til vinstri: Ólafur Sigurðsson, yfirleeknir lyfleeknisdeildar á
„stofugangi" með starfsliði sinu.
Heima er bezt 107
Guðmundur er þúsund þjala smiður í íþrótt sinni
og tekst flest ágætlega, en þekktastur mun hann þó
um land allt fyrir brjóstaðgerðir sínar á berklasjúkl-
ingum.
Okkur, sem aðeins berum óljóst skyn á list Guð-
mundar Karls við skurðborðið, verður þó maðurinn
ef til vill enn minnisstæðari og kærari. Dugnaður
lians og atorka, samvizkusemi hans og ósérhlífni,
fjör hans og lífsgleði hafa ætíð rík áhrif á þá, sem
eiga einhverja samleið með honum, hvort heldur
þeir eru sjúkir eða heilbrigðir. Hinn sterki persónu-
leiki hans er magni þrunginn og geislandi orku, sem
hleypir hita og fjöri í allt umhverfi hans. Hann er
rnaður hreinskiptinn og hreinskilinn, svo að jafn-
vel sumum mun stundum hafa þótt hann helzt til
hispurslaus og ómjúkur í tilsvörum. Eg þekki þetta
af eigin raun, en hitt reyndi ég líka, að fáum lækn-
um hef ég kynnzt, sem reynzt hafa umhyggjusamari
og ljúfari, já, ástúðlegri en Guðmundi Karl, ef hann
sá og vissi, að um alvarleg veikindi var að ræða.
En þótt Guðmundur Karl sé framúrskarandi verk-
maður, bæði að snilli og dug í starfi sínu, hinn starfs-
fúsi og starfsglaði maður, er aldrei hefur skeytt um
að telja vinnustundir sínar, heldur oft lagt nótt við
dag í þjónustu sinni, þá er hann engan veginn alveg
allur innan veggja sjúkrahússins. Hann er félags-
lyndur maður og hefur ævinlega tekið mikinn þátt
í félagslífi samborgara sinna. Mætti þar nefna for-
ystu hans í málefnum Rauðakrossdeildar Akureyrar
og Skógræktarfélags Eyfirðinga. Hann er gleðimað-
ur mikill, og gaman er að sjá hann geislandi af fjöri
og lífsgleði spretta úr spori á dansgólfi, þótt tólf
stunda strangur vinnudagur sé að baki. Og honum
Ólafur Sigurðsson, yfirleeknir lyflœknisdeildar á „stofugangi“
með starfsliði sinu.
eru allir gleðivakar nautnalyfja með öllu óþarfir,
því að hann er eindreginn reglumaður í hvívetna.
Guðmundur Karl Pétursson er óvenjulegur mað-
ur. Fáir munu þeir vera, sem í jafnríkum mæli. og
hann eru hvort tveggja í senn, gáskafullir gleðimenn
og menn hinnar djúpskyggnu og innilegu lífsalvöru.
Og þetta veldur engum tvískinnung í skapgerð hans.
Ef til vill er það einmitt þessu að þakka, hve heill
hann er, góður læknir og góður maður.
En við hlið Guðmundar Karls á Fjórðungssjúkra-
húsinu stendur valið lið yngri manna. Eer þar fyrst
að telja Ólaf Sigurðsson, yfirlækni lyflæknisdeildar-
innar. Hann er fæddur 1915, sonur hinna þjóð-
kunnu hjóna, Sigurðar Guðmundssonar, skólameist-
ara, og Halldóru Ólafsdóttur. Hann varð stúdent
1934 og lauk læknaprófi við Háskólann 1941. Fram-
haldsnám hefur hann stundað í Bandaríkjunum og
Englandi og hlaut viðurkenningu senr sérfræðingur
í lyflækningum árið 1951. I lann var starfandi lækn-
ir á Akureyri 1945—49 og síðan aftur frá 1951.
Ólafur var ráðinn yfirlæknir lyflæknisdeildarinnar,
þegar Fjórðungssjúkrahúsið tók til starfa í árslok
1953 og hefur getið sér ágætan orðstír í starfi sínu.
Hann er gæddur mikilli íhygli, glöggskyggni og
samvizkusemi. Hann er ljúfmenni hið mesta, skiln-
ingsríkur og tillitssamur í rannsóknum sínum. Öíl
störf hans eru unnin af mikilli þekkingu, nákvæmni