Heima er bezt - 01.04.1956, Síða 14

Heima er bezt - 01.04.1956, Síða 14
Ljósm. E. Sigurgeirsson. segðum, að nýtízku sjúkrahús væri staðurinn, þar sem lifið og læknarnir búa? Ég sé engin rök mæla gegn því nema stuðlasetninguna. Auðvitað gerast enn margir harmleikir, þar sem sjúkrahúsið er leikslokin. Svo mun ætíð verða. En mér hefur oft virzt fólk stara um of á sjúkrahúsið sem ieik- svið harmleiksins. Allir, sem á sjúkrahús fara, koma þangað og dveljast þar til þess að leita sér lækninga, til þess að njóta hinnar beztu aðstöðu og beztu vopna í stríðinu við veikindi og dauða. Auðvitað tapa alltaf fáeinir því stríði, en tala þeirra er þó orðin lág nú, samanborið við hinn mikla fjöida hinna, er kveðja sjúkrahús sitt sem sigurvegarar og geta aft- ur helgað sig lífsstörfum sínum og lífsyndi. Ég hygg, að okk- ur sé of gjarnt að gleyma þessari staðreynd. Ágætlega búið sjúkralnis, eins og Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, er enginn bölvangur, heldur staður biessunar og trausts, þar sem við vitum, að hjálp og björgun bíður, ef myrkurský heilsutjóns hrannast fyrir sói á ævidegi okkar. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri er fögur og glæsileg bygging, þar sem við sjáum hana neðan úr bænum bera við dimmblá fjöll og bjartan himin. Augu okkar fagna þeirri sýn. E.n hugur okkar og hjarta fagna þó enn þá meira því öryggi, sem stofnunin veitir okkur, þeim vonum, sem hún skapar og glæðir. — Við horfum þangað upp eftir með aukinni lífstrú, kæru þakklæti í miðju: Soffia Pálma- dóttir ráðskona. Neðst: Lœknar og hluti af starfsliði Fjórðungs- sjukrahússins á Akureyri. Efst til vinstri: Fram- kveemdastjóri Fjórðungs- sjú kra h ússins, Bry njólfur Sveinsson yfirkennari.

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.