Heima er bezt - 01.04.1956, Síða 16

Heima er bezt - 01.04.1956, Síða 16
Heimsókn hfá anni Sigurjónssyni Mörg íslenzk. ljóð, sem ort liafa verið fyrir síðustu aldamót og lifa á vörum þjóðar vorrar fram á þennan dag, hafa orðið til í Danmörku. Hjá sumum höfundunum virðist skáldandinn fyrst hafa vaknað, meðan þeir dvöldu ytra, og hjá öðium náð þar fullunr þroska. Það er ekki hægt að neita því, að þar í útlegðinni 'hafa þeir Eggert Ólafsson, Bjarni Thorarensen, Jónas Hall- grímsson, Grimur Thomsen, Benedikt Gröndal, Jón Thoroddsen, Steingrímur Thorsteinsson, Hannes Hafstein o. fl., ort mörg af sínum beztu og vinsælustu kvæðum. En það er sameiginlegt hjá þessum skáldum, að þau hafa að mestu leyti stund- að skáldskapinn í hjáverkum sínum. Engum þeim datt í hug að gera skáldskapinn að æfistarfi sínu lijá erlendri þjóð, því að þeir ortu allir saman á móðurmáli sínu. Að vísu mun það hafa átt sér stað, að sumir þeirra hafi í gáska og gamni notað dönsku við ljóðagerð. Mér er ekki kunnugt um, að neinir hafi gert það nema Jónas og Gröndal, en það er ekki óhugsandi að þeir hafi verið fleiri. Einn Islendingur, sem mikið hefur ort og allt á dönsku, er Þórður prestur Thómasson. Ég get hans hér aðallega vegna þess, að það kom ekki svo sjald- an fyrir, meðan ég dvaldi í Danmörku, að ég varð var við það, að landar mínir vildu ekki viðurkenna hann sem íslending, og líka vegna þess, að í hinni stórmerku bók „íslenzkir guðfræðingar“, er ritstarf hans að engu getið. Þórður Thómasson var sonur Þórðar Tómassonar héraðslæknis, fæddur á Akureyri 1871, en fluttist þriggja ára gamall með danskri móður sinni, er þá var ekkja, til Kaupmannahafnar og ólst þar upp. Hann varð cand. theol. við Hafnarháskóla 1896 og lauk prófi í trúkennslufræði og prédikuuarfræði hjá Álaborgarbiskupi 1898, en það ár varð hann prestur í Horsens og var það þangað til 1925, að honum var veitt klausturprestsembættið í Vemmel- tofte á Sjálandi. Er það eitt af minnstu prestsemb- ættum í Danmörku og sérstaklega ætlað rosknum prestum, sem hneigðir eru til bókagerðar og skáld- skapar. En hvort tveggja stundaði séra Þórður eftir það. Hann varð mjög þekktur maður fyrir skáld- skap sinn, sem að mestu leyti var andlegs efnis. Hann þýddi t. d. alla Passíusálma Hallgríms Péturs- sonar á dönsku, og þykir það verk ágætlega af hendi leyst. Þrjú Ijóðasöfn dönsk hafa verið prentuð eftir hann og eitthvað fleira. Hann hafði mikinn áhuga á íslenzkum ki-rkjumálum og stofnaði félag til að vinna að nánari kynnum með dönskum og íslenzk- um safnaðarlýð. Séra Þórður var þekktur og vinsæll fyrirlestra-maður og talinn mælskur með afbrigð- um. Hann taldi sig alla æfi íslending. íslenzka tungu skildi hann á bók, en hann gat ekki talað liana. Ég sá séra Þórð einu sinni, en því miður tal- '* aði ég aðeins örfá orð við hann. Það er vafalaust hægt að telja það meðal stórvið- j burða á þesari öld, að alíslenzkir menn, sem heimil- isfastir voru í Danmörku á fyrsta fjórðungi hennar, gerðu rithöfundarstarf á danska tungu að lífsstarfi sínu, og sumir þeirra að minnsta kosti hafa hlotið viðurkenningu dómbærra manna sem rithöfundar og jafnvel verið ta'ldir jafnokar beztu innlendra rit- höfunda, og það þótt þeir rituðu á tungu, sem ekki var móðurmál þeirra. Elztur þessara íslenzku skálda á danska tungu var leikritaskáldið Jóhann Sigurjónsson. Hann var fæddur á Laxamýri í Suður-Þingeyjarsýslu 1880. Hann byrjaði skólanám í Latínuskólanum í Reykja- vík, en hvarf frá skólalærdómi, þegar hann hafði 112 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.