Heima er bezt - 01.04.1956, Qupperneq 24
PÁLL BERGPÓRSSON
ve&urfrœ&ÍTigur
VEÐRIÐ
í FEBRÚAR 1956
Tvær eru aðalorsakir þess, að febrúar 1956
verður mörgum minnisstæður hér á landi.
Sú er hin fyrri, að tíðarfar var fádæma milt
og stillt, þegar litið er á mánuðinn í heild. Hin or-
sökin er ofviðri það, sem geisaði um landið mestallt
að kvöldi 1. febrúar og sumsstaðar fram á næsta dag.
Lítum þá fyrst á mánaðarhitann og úrkomuna.
Meðalhitinn varð 2.7 stig bæði í Reykjavík og á
Akureyri, en í Stykkishólmi 2.1 stig. Allt er þetta
miklu hærra en í meðalári, einkum þó á Akureyri,
þar sem meðalhiti febrúar er tveggja stiga frost,
nærri 5 stigum lægri. Það er mikill munur, og
einkum er hann þýðingarmikill vegna þess, að hér
er um að ræða umskipti úr frosti í hita. Ef frostið
er tvö stig til jafnaðar í heilan mánuð, fer varla
hjá því, að töluverð snjóalög fylgi, en þriggja stiga
mánaðarhiti er aftur á móti tákn þess, að vorgróður
sé að byrja. Hér í Reykjavík var mánaðarhitinn
líka 2.7 stig, eins og áður var sagt, en það er þó ekki
nema þrem stigum hærra en meðallag. Um nær
allt landið hefir hitinn verið 2 stig eða meira á
láglendi, enda berast þær fregnir hvaðanæva, jafn-
vel frá veðurstöðinni á Hornbjargsvita, að grænum
lit hafi slegið á ræktað land í mánaðarlok. Og eðli-
legt er, að fólk spyrj i: Er þetta ekki einsdæmi, að
vorgróður sjáist í febrúar, og hefir febrúar nokk-
urn tíma verið hlýrri á íslandi, svo vitað sé? Svarið
verður: Hvorttveggja er mjög sjaldgæft, en þó ekki
einsdæmi. Það er aðeins einn febrúarmánuður, sem
áreiðanlega var hlýrri um allt land, en það var árið
1932. Er hitamunurinn ótvíræður, því að þá var
víðast tveimur og hálfu stigi hlýrra en nú, og frá
því að veðurathuganir hófust í Stykkishólmi fyrir
110 árum, hefir enginn febrúar orðið þar nærri
eins hlýr. Næst hlýjastir hafa þar orðið og jafnir,
sá febrúar, sem er nýliðinn og sami mánuður 1929.
í þeim mánuði var þó ekki eins ‘hlýtt á Akureyri
og nú, en aftur á móti hlýrra í Reykjavík. Er því
óhætt að segja, að þetta sé 2. eða 3. hlýjasti febrúar
hér á landi síðan mælingar hófust árið 1846. En
það sýnir ókyrrð íslenzkrar vetrarveðráttu, að næsti
mánuður á undan var í Reyjavík kaldasti janúar
síðustu 20 ára.
Úrkoman var óvenju mikil um Suðvesturland,
Faxaflóa, Breiðafjörð og Vestfirði. í Stykkishólmi
mældust um 130 mm, og er það nærri tvöfalt meir
en í meðalári, og !í rafmagnsstöðinni við Andakílsá
mældust 220 mm, hins vegar ekki nema 70 mm í
Síðumúla. Þetta sýnir, hve breytileg úrkoman getur
verið á tveimur stöðum, þótt milli þeirra se eng-
inn fjallgarður og aðeins 25 km vegalengd. í öðrum
héruðum var úrkoman í minna lagi, nema e. t. v. á
Fjótsdalshéraði, en þar olli mestu sú stórrigning,
sem fylgdi rokinu 1. febrúar. Á Akureyri mældust
aðeins 13 mm, þriðjungur af meðallagi, á Fagur-
hólsmýri 150 mm, 80% meðallags. í Reykjavík
120 Heima er bezt