Heima er bezt - 01.04.1956, Qupperneq 26
122 Heima Nr. 4
----------------------------------- er foezt ------------------------------
æ£in séu dreifð um alla jörð, og þetta eitt sýnir, að
ógerlegt er að flokka veðurfar á nokkurn skynsam-
legan hátt eftir breiddarstigum eingöngu. Til marks
um það, hvort tiltekið landsvæði teljist til öræfa,
notar Köppen meðallagshita hlýjasta mánaðar árs-
ins á staðnum. Telur hann sig hafa fundið allgreini-
legt samband milli þessa hita og gróðurfars á hverj-
um stað. Hér á norðurhveli er júlímánuður víðast
lieitasti mánuður ársins. Köppen telur það mjög
þýðingarmikið, að meðalhiti þessa mánaðar nái 10
stigum, og má færa því ýmis dæmi til sönnunar. Það
má heita undantekning, ef barrskógar vaxa þar, sem
heitasti mánuðurinn er kaldari en 10 stis;. Hins vesr-
ar eru til víðáttumiklir barrskógar, þar sem júlíhit-
inn nær aðeins 11 stigum. Það er alkunna, að kart-
öflu- og matjurtarækt er mjög ótrygg og lítil á an-
nesjum norðan lands, t. d. á Melrakkasléttu, þar sem
júlíhitinn er tæp 9 stig, en aftur á móti er slík rækt-
un árviss og arðbær á Suðurlandi, þar sem júlíhitinn
er nálægt 11 stigum að jafnaði. Hér á Islandi virð-
ast því þessi takmörk milli sveita- og öræfaveður-
fars ei«a ágætle«a við. Hér er ekkert farið eftir
vetrarkuldum, enda hafa þeir hverfandi lítil áhrif
á gróðurinn. Ekki er úrkoman heldur látin ráða
neinu um það hver takmörk öræfunum eru sett.
Það mun líka vera rétt, að sjaldan hindri þurrkar
gróður, þar sem júlíhitinn er jafn lágur og á mörk-
um öræfa og sveita.
Nú skulum við athuga nánar, hvar öræfaveður-
farið ríkir á jörðinni. Eins og áður sagði, má finna
dæmi urn það á fjöllum allt suður undir miðbaug.
Þó er það að sjálfsögðu mest áberandi, þegar nær
dregur heimskautunum. Allt ísland fyrir ofan um
400 m hæð verður að teljast með öræfum, og raun-
ar einnig talsverður hluti af því landi, sem lægra
liggur, t. d. útskögum Norður- og Austurlands.
Grænland er allt í þessum flokki, og ennfremur allt
Kanada fyrir norðan og austan Hudson-flóa, einnig
allur nyrzti hluti Síberíu. Oll Suðurskautsálfan hef-
ur öræfaveðurfar og ennfremur fjölmörg fjöll og
fjallgarðar, Alpafjöll, Himalajafjöll, Klettafjöll,
Andesfjöll og mörg önnur.
Eins og áður segir er allur gróður á landi af
skornum skammti. En í höfunum getur verið mikið
af lífi jafnvel undir þykkri íshellu er fjölskrúðugt
jurta- og dýralíf í djúpinu. Þar er nóg viðurværi
fiskum og selum, og sá sem kann að afla þeirra,
þarf ekki að deyja hungurdauða. Hér eru engin tré,
sent gefa mönnum húsavið og efni í skip og báta.
Selurinn leggur húð sína til skipagerðar, snjór, leir
og grjót veita mönnum skýli í íshafsnepjum. Sel-
spikið er fæða og eldsneyti, skinnið verður að hlýj-
um og hentugum fötum í höndum húslegra Eski-
móakvenna. Hér vantar ekki neitt, hér er sjálfstæð
menning sem á ekkert undir sól eða regni, hér gerir
uppskerubrestur engum mein. Allur hugsunarhátt-
ur fólksins er annar en í sveitum hlýrri landa. Hér
er auganu engin gleði að grænum völlum eða lit-
skrúðugum trjálundum, slíkt er hér einskis virði,
ekki býtur selurinn eða fiskurinn gras, og þess vegna
veitir það mönnum enga öryggiskennd. „Það er
fallegt á Hvítárvöllum, þegar vel veiðist,“ var einu
sinni sagt. Þarna er rétt lýst því hugarfari, sem þarf
til þess að geta unað glaður á íshafsströnd, fjarri
blómum og skógum.
Við höfum nú rætt nokkuð um þann hluta öræf-
anna, sem að vísu er óbyggilegur vegna gróðurleysis
á landi, en getur þó verið svo ríkur af gæðum hafs-
ins að af þeim megi lifa. Mestur hluti þessara köldu
landa er þó óbyggilegur með öllu, jöklar og nakin
fjöll. Víst geta þau veitt yndi ferðalöngum á sumar-
degi, en lífsbjörgina verða þeir að hafa með sér,
sem þangað leita.
Frá ísauðnum bregðum við okkur nú inn í allt
aðra veröld. Það svæði er þannig takmarkað sam-
kvæmt flokkun Köppens, að ársútkoman er meiri
en 1000 mm og kaldasti mánuður hlýrri en 18 stig.
Þetta er með öðrum orðum ákaflega hlýtt og þó
svo rakt landsvæði, að vatnsskortur hindrar ekki
gróður. Hér iðar því allt af lífi. Þar, sem vætan er
mest og jöfnust, klæðir frumskógurinn landið,
þéttur og blaðríkur, og veldur mannfólkinu ýmsum
erfiðleikum. Krókódílar og eiturslöngur leynast í
ánum og röku skógarþykkninu. Skordýr útbreiða
sjúkdóma. Hitasvækjur, helliskúrir og þrumur eiga
líka sinn þátt í að gera þessi lönd óaðgengileg
mönnum. Helztu frumskógar jarðar eru í Suður-
Ameríku og Miðafríku, en þeir eru einnig í Suð-
austurAsíu og á Kyrrahafseyjum.
Við skulum nú heyra, hvernig sjónarvottur lýsir
frumskógi. Pe^iöst segir í bók sinni, Frumskógur
og íshaf:
„í slíkum skógi gengur maður allan guðslangan
daginn í grænu rökkri. Yfir og allt í kring er þétt-
riðið net vafningsjurta og lágra runna, sem oft hafa
langa þyrna. Upp úr þessu öllu rísa hávaxnir pálm-
ar, manaca, coroza og óteljandi aðrar trjátegundir
mynda samfellt þak. Hátt yfir því gnæfa svo aftur
hinir tröllauknu stórviðir skógarins, quipo- og
ceibatré, allt að 50 metrum á hæð. Maður gengur
í rauninni undir þreföldu þaki, og sólargeislarnir
hafa fáa möguleika til að smjúga gegnum þennan