Heima er bezt - 01.04.1956, Qupperneq 27
Nr. 4 Heima 123
--------------------------------er bezt----------------------------
margfalda vef úr greinum, laufi, pálmakrónum og
vafningsviði. Það er ekki nema á einstöku stað, að
geisli nær að skína alla leið niður á rakan skógar-
botninn. Þess vegna er því þannig háttað í frum-
skóginum, bæði um dýra- og plöntulíf, að þar eru
margir heimar, hver yfir öðrum. Dýr þau, sem ráfa
um í grænu rökkri skógarstíganna, eru allt annarr-
ar tegundar en hin, sem eyða ævi sinni í sól og
blómskrúði trjákrónanna. Margar þær tegundir, sem
lifa í trjánum, koma aldrei niður á jörðina. Þannig
er því farið um flestar apategundir, letidýrin og
margar kyrkislöngur.“
Við kveðjum frumskógána og tökum að kanna
enn eitt veðurfarssvæði, eyðimerkur. Takmörk
þeirra skýrgreinir Köppen á þann hátt, að úrkoman
sé rninni en ákveðið hámark, og fer það liámark
eftir því, hvernig úrkoman skiptist á árstíðir og
ennfremur eftir árshitanum. Þessi takmörk eru
nokkuð flókin, a. m. k. til lestrar í útvarp, og liirði
ég því ekki að tilgreina þau nánar. En Köppen hef-
ur fundið, að þau falla mjög saman við takmörk
þeirra svæða, þar sem lítill eða enginn gróður þrífst
vegna þurrka. iHelztu svæði jarð'ir, sem lenda í þess-
um flokki, eru þessi: Eyðimerkurnar Sahara og
Kalahari í Afríku, allmikil landsvæði sunnan til í
Miðasíu, auk þess nokkurt land við sunnanverð
Klettafjöll í Bandaríkjunum. Mikill hluti ísraels-
ríkis er eyðimörk. Af þeim sökum er eyðimörkin
oft nefnd í Biblíunni, og því höfum við urn hana
mun skýrari hugmynd en frumskóginn. Við eig-
um því ekki erfitt með að lesa hug Israelsmanna á
göngu þeirra út úr Egiptalandi, ímynda okkur
örvæntingu kvenna og barna, þegar þorstinn kvaldi,
rykið kæfði og sólín brenndi, og mikið skelfing hef-
ur hún verið svalandi, lindin, sem Móse töfraði
fram úr klettinum. En út úr eyðimörkinni kom-
ust þeir, segir sagan, og einnig við ljúkum nú rann-
sóknarferðum okkar um veðurfarssvæði jarðar. Ör-
æfi, frumskóg og eyðimerkur höfum við að baki
og höfnum að síðustu þar, sem akrar hylja völl og
„fénaður dreifir sér um græna haga“. Það veðnr-
far, sem er skilyrði þeirrar búsældar, skýrgreinir
Köppen á þessa lund: Hlýjasti mánuður ársins hef-
ur meir en 10 stiga meðalhita og sá kaldasti er
meira en 18 stiga heitur að jafnaði. Úrkoman er
meiri en svarar til þess, að um eyðimerkurloftslag sé
að ræða. Hér er með öðrum orðum hvorki of heitt,
kalt eða þurrt, og hér unir mannfólkið í milljóna-
hjörðum. Meginhluti Evrópu, Norðurarneríku og
Asíu lendir í þessum veðurfarsflokki, einnig allstór
svæði í Ástralíu og Suðurafríku. Norður til íslenzkra
dala nær einnig þetta veðurfar. Allt láglendi Suður-
lands og hlýrri sveitir Norðurlands ná þessu marki.
Þetta er í samræmi við það, sem oft hefir verið sagt,
að við séum í útjaðri hins byggilega lieims.
Þess ber að geta, að þessu sveitarveðurfari skiptir
Köppen í tvo flokka eftir vetrarríki. Hefir hann
fundið að snjór liggur að jafnaði talsverðan liluta
vetrar, ef kaldasti mánuður ársins hefir meir en
þriggja stiga frost að jafnaði. Þetta sannast allvel hér
á landi, því að meðallagshiti janúar í köldustu sveit-
um á íslandi er einmitt nálægt þriggja stiga frost.
Þær sveitir á jörðinni, sem hafa vetrarríki samkvæmt
þessari skýrgreiningu, eru fyrst og fremst Síbería
og mikill hluti Kanada. Eru þær yfirleitt fremur
strjálbýlar, og þar eru víðáttumiklir barrskógar.
Eins og eðlilegt er, verða mörk þessara veðurfars-
flokka víða næsta óljós. Meira að segja geta veður-
farsbreytingar auðveldlega valdið því, að hérað,
sem er sæmilega byggilegt á einni öld, verði að telj-
ast öræfi á þeirri næstu. Sem dæmi má nefna þau
býli, sem hafa grafizt undir fargi Breiðamerkur-
jökuls á liðnum öldum. í hlýrri löndum eru það
úrkomubreytingar, sem mestu valda. Gjarnan fer
það saman, að hlýindi aukast í norðlægum löndum
og sveitirnar eyðast ií suðlægum löndum af eyði-
merkurþurrkum. Þess sjást jafnvel merki, að sam-
tímis breiðist norður á bóginn rigningar þær, sem
næra frumskóga heitu landanna. Sést vel á þessu
samhéngi veðurfarsins um alla jörð.
Sem dæmi þess, þegar veðurfar öræfanna eykur
veldi sitt og leggur köldustu byggðirnar undir sig,
skal ég nefna síðari hluta 19. aldar. Þá voru mörg
sumur köld hér á landi, en gömlu fólki er sérstak-
lega min-nistætt sumarið 1882, mislingasumarið svo-
nefnda. í riti, sem Húnvetningafélagið í Reykjavík
hefir gefið út, segir Bjarni Jónasson frá þessu sumri,
og leyfi ég mér að lesa hér útdrátt úr þeirri frá-
sögn:
Hafísinn kom á Húnaflóa um sumarmál oa: lá í
hálfan fjórða mánuð. Stórhret gerði í hverjum mán-
uði nema júní, og áhlaupunum í fyrri hluta septern-
ber fylgdu mikil frost, svo að kvíslar voru riðnar á
ís. Þessi hret stóðu að vísu ekki langan tíma hvert
um sig, en þéirra í milli voru stöðugir kuldar, eng-
inn hlýr dagur, en snjógangur í hverri viku. Um
Jónsmessu mátti þó heita, að kominn væri viðun-
andi sauðgróður. Eftir það gerði þrálátar þokubræl-
ur með töluverðri úrkomu og oft frosti á nóttum, svo
að strá voru öll hrímuð, og reipi svo sýluð, að þau
voru digur sem handleggur. Klaki var í jörðu allt
Framhald á blaðsíðu 133.