Heima er bezt - 01.04.1956, Síða 37
Nr. 4 Heima 133
--------------------------------er bezt----------------------------
Heimsókn hjá . .
Framhald af hls. 113. ----------------------
hefir þýðingarmikill strengur í skáldhörpu af völd-
um konu.
Einn af þeim mönnum, sem frú Sigurjónsson
minntist á við mig, var Kjarval. Eitt af því, sem
frúin sagði um listamanninn og mér er sérstaklega
minnistætt, var: „Ég var ekki búin að kynnast
Kjarval mikið, þegar mér var orðið innilega hlýtt
til þessa langa sérvitrings." Kjarval mun eitt sinn
hafa dvalið hjá Sigurjónssonshjónunum næstum því
heilt ár.
Jóhann fékk á hverju hausti senda heiman frá
Laxamýri fulla tunnu af saltkjöti, og það hefir
áreiðanlega ekki verið af lakara tæginu. Þegar
tunnan var komin, var stór pottur settur á hlóðir
og gestum boðið. Við þessar kjötveizlur mun gamla
víkingseðlið hafa vaknað hjá þeim hjónum, og til
að gera því einhver skil, voru kverkarnar skolaðar
með brennivíni í stað mjaðar, og hnútur látnar
fljúga um borð.
Hvað sem því líður, þá hef ég oft óskað þess, að
ég hefði verið gestur skáldsins, þótt ekki hefði ver-
ið nema einu sinni í slíkri veizlu. ekki fyrir það,
að ég telji, að ég hefði haft sérstaklega mikla ánægju
af því að borða hjá honum kjöt og drekka brenni-
vín, en ég hefði haft mikla ánægju af því að hlusta
á það, sem sagt var undir borðum; á því er eng-
inn vafi.
Ég ætla ekki að lýsa heimili Jóhanns Sigurjóns-
sonar og konu hans, og þótt fjárhagslegar ástæður
þeirra væru ekki góðar, þegar ég kom á heimili
þeirra, voru þau að mínum dómi rík, vegna þess
að verðpappírar í lífi þeirra beggja giltu áreiðan-
lega meira en öll heimsins auðæfi. En hvað haldið
þið, sem þetta lesið, að mér hafi dottið í hug,
þegar frú Sigurjónsson allt í einu stóð á fætur, eftir
að ég hafði rætt lengi við liana, og gekk að bóka-
skáp, sem var í stofunni, sem við sátum í? Úr
skápnum tók hún hverja bókina á fætur annarri og
henti þeim karkalega á gólfið. Þegar frúin var
búin að henda fjölda bóka á gólfið, þaut hún frá
skápnum fram á gólfið, beygði sig niður og tók
upp hundraðkrónuseðil, sem fallið hafði úr einni
bókinni. Eftir stutta stund voru á borð bornar
myndarlegar veitingar.
Alllöngu eftir að ég kom á heimili Sigurjónsssons-
hjónanna, var mér sagt, að það hefði verið siður
þeirra, þegar þau eignuðust peninga, sem einhverju
nam, að taka dálítið af þeim og fela það á ýmsum
stöðum í íbúðinni. Þegar þau svo voru komin í
fjárhagslega erfiðleika, sem ekki kom svo sjaldan
fyrir, voru þau búin að gleyma, hvar þau höfðu
geymt þá. Oft hafa þau án efa orðið glöð, þegar
þau fundu peninga, eftir misjafnlega langa leit.
VeSriS í februar 1956
Framhald af bls. 123.----------------------
sumarið, og svo mikill á Vatnsnesi, að þegar orfum
var stungið niður á engjum, stóðu þau á klaka, þó
að þau gengju ekki lengra niður en svo, að þau
stæðu.
Taðan var svo lítil og smágerð, að sumir urðu
að leggja poka á reipin til þess að 'hún tylldi í bönd-
unum. Við það bættist, að óþurrkar voru miklir,
svo að öll hey skemmdust rneir eða minna af illri
verkun.
Við þessa frásögn má aðeins bæta því, að þetta
sumar, frá júní til september, var hitinn í Grímsey
þremur og hálfu stigi lægri en meðallag.
Fyrir miðja 20. öld komu svo mörg hlý og góð
sumur hér á landi. En þá brá svo við, að í suðlæg-
um löndum herjuðu þurrir og heitir vindar. I
Bandaríkjum Norðurameríku varð af þessu mikið
hallæri á árunum milli 1930 og 1940, og frá því
segir Steinbeck í bók sinni, Þrúgum reiðinnar. Sum-
arregnið brást, og svo kom stormurinn:
„Alltaf hvessti meir og meir; og rokið snuðraði
undir steinana, sleit upp blöð og stöngla, jafnvel
litla hnausa, og þeysti með það yfir landið. Himin-
hvolfið rökkvaðist, og gegnum húmið skein dimm-
rauð sólin, og andrúmsloftið varð rammt og biturt.
Heila nótt ólmaðist stormurinn yfir landið, gróf
klókindalega frá rótum maísstönglanna, og maís-
inn varðist af veikum mætti, þangað til stonnurinn
hafði sleikt allan jarðveginn frá rótunum; þá hnigu
stilkarnir þreytulega út á hliðina og lögðust til jarð-
ar með öxin undan veðri.“
Hér lauk kaflanum úr Þrúgum reiðinnar. Víst
eru þurrkarnir í Bandaríkjunum næsta ólíkir kulda-
sumrum á Islandi. Hér verða stráin hrímuð, þar
eru þau sorfin og sviðin af sandi. En hvorttveggja
sýnir vald veðurfarsins, ekki aðeins yfir stráunum,
heldur yfir heilum þjóðum. Það var ekki óheppi-
leg samlíking, þegar Matthías kvað: Vér lifum sem
blaktandi, blaktandi strá.