Heima er bezt - 01.04.1956, Síða 39
Nr. 4 Heima 135
--------------------------------er bezt —-------------------------—
sagði Dan snöggvast, en án þess að hreyfa sig, þótt
hann sárlangaði til þess og óþolið byrjaði sem
skjálfti í fótunum. Svo sá hann allt í einu bregða
fyrir skilningsglampa í andliti drengsins, en í kjöh
far hans hélt hræðslan, enda hafði hann komið auga
á svarta hlutinn, sem Glenn hélt á. „Ég skal skýra
þetta allt fyrir þér, Ralphie.“
Leiftursnöggt snerist drengurinn á hæli, stökk
til aðaldyranna, tók á handfanginu og þrýsti því
niður.
„.Rólegur, rólegur, drengur minn,“ sagði Glenn.
Ralphie þráaðist við og brast í grát. Því næst
stökk liann frá lokuðum dyrunum, ámóta snöggur
í hreyfingum og þegar hann gekk að þeim. Það
leit út fyrir, að hann ætlaði að taka viðbragð og
snúa sér við, en í þess stað datt honurn nokkuð
hlægilegt í hug og fylgdi því eftir sem elding skjót-
ur, að Glenn meira að segja varð sem lamaður af
skelfingu. Ralphie þaut sem örskot inn í dagstof-
una, framhjá Dan, þegar hann ætlaði að teygja sig
til hans og ná honum, og að ólokuðum dyrum hinn-
ar forstofunnar.
„Ralphie!“ hrópaði Elenóra, en þó ekki mjög
hátt, til þess var hún of óttaslegin.
Dan hljóp á eftir drengnum, en áður en hann
náði honum, heyrðist fótatak úr bókakompunni,
og í sömu svifum þreif Robish bölvandi í Ralphie.
Glenn slökkti ljósið í sömu andrá og Robish kom
í Ijós.
Nú hófst bendingaleikur og þögl mynd, ef svo
má segja. Robish þreif um drenginn sterkum
hrömmunum og skók hann óþyrmilega. Dan heyrði
málmhljóð, um leið og Glenn dró rennitjöldin fyr-
ir, og í sömu svifum sá hann hatta fyrir höfði sonar
síns, sem ýmist hófst eða hné við brjóst og axlir
Robish, sem sneri frá honum til hálfs.
Þetta var nóg. Dan gleymdi skammbyssunni að
baki sér. Hann gleymdi Glenn Griffin alveg. Hann
umhverfðist alveg, tók tvö skref áfram, sá, að ljósið
var kveikt í stofunni, tárvott andlit drengsins, hrika-
legan haus mannsins, afmyndað andlit af heift yfir
misheppnuðum áformum, og nú beygði hann sig
niður að drengnum. í sömu andrá og Dan þreif í
axlir mannsins, gerði hann sér ljóst, að það var
vitstola reiði, sem knúði liann áfram, svo hjálpar-
vana sem hann var gegn þessum villidýrum.
Elenóra hafði horft óttaslegin á það, sem fram
fór, hugsun hennar var klofin. Hana blóðlangaði
til að ráðast á þetta óféti, en gerði sér um leið ljóst,
að hún yrði að hafa hemil á sér og bæla niður
heiftina.
Eins og komið var, gat Elenóra ekkert að hafzt.
Dan liafði þveitt þessu flikki í kringum sig, eins og
þetta væri eitthvert leikfang, hálfu léttara en raun
var á. Það sá bregða fyrir leiftri í augunum, sem
augnapokarnir hálflokuðu, og gætti í tilliti þessu
bæði undrunar og óánægju. Svo lokuðust augun, því
Dan lét krepptan hnefann ganga á andliti hans og
fylgdi vel eftir.
í dagstofunni liafði allt verið með kyrrum kjör-
um. Nú heyrðust skellir miklir og brestir, er barizt
var upp á líf og dauða frammi fyrir. Maðurinn hóf
sig upp, reikaði á fótum andartak og hné svo niður
eins og slytti.
Kyrrðin var aftur rofin með ópi frá Elenóru, þeg-
ar hún, með Ralphie í faðmi sér, sá Glenn Griffin
ganga aftan að Dan, lyfta skannnbyssunni af heljar-
afli og miða högginu á herðar hans.
Dan veitti þessu ekki alveg eftirtekt, svo ægði
honum það, sem hann hafði hætt sér út í. En svo
tók hann að kenna til, en fyrst var ekki um sársauka
að ræða, er hann gerðist eitthvað svo sljór. Svo náði
sársaukinn yfirhöndinni, rétt eins og hnífur stæði
í herðum honum, og fæturnir báru hann ekki.
Hægri hlið hans varð tilfinningarlaus og köld, og
síðan fann hann, að hann slengdist til.
Hann var sér þess einnig vitandi, að tekið var
undir hann af tilræðismanninum og fleygt upp á
legubekk. Svo missti hann meðvitund.
Þegar hann fékk aftur heyrn og sjón, sá hann
Glenn Griffin standa augliti til auglitis við Robish
og miða skammbyssunni á maga hans.
„. . . . ekki hegða sér svona, heyrirðu það? Ekki
þannig, Robish!“ heyrði hann að Glenn sagði
stundarhátt.
Robish tautaði eitthvað samhengislaust og hélt
lófanum fyrir andlit sér, og horfði upp undan hon-
um grængulum augunum á Dan. Hann teygði sig
allan í áttina til hans, þrátt fyrir manninn, sem
fyrir framan hann stóð.
„Farðu fram í eldhús, Robish, og það þegar í
stað. Farðu!“
Robish varð enn háværari. „Heldurðu, að ég
ætli að láta hann sleppa svo vel? Heldurðu, að - - .
„Ekkert skal fá að hindra rétta atburðarás hér!“
sagði Glenn. „Hefur þú skilið það, Robish? Það
kemur að honum síðar. En ekki eins og er. Ekkert
má raska friðnum hér, skilur þú mig!“
Svo fór Dan aftur að sjá sem í þoku. Hann sá
náfölu andliti Elenóru bregða fyrir, alvarlegan
svip Ralphies og grimmdarlegt augnatillit Cindýjar,
er henni varð litið á Glenn Griffin. Næst þótti