Heima er bezt - 01.09.1956, Blaðsíða 5
HERRA ÁSGEIR ÁSGEIRSSON
F^yrsta ágúst síðastliðinn skipti um forsetakjör-
tímabil. í því tilefni heimsótti ég forsetahjónin
á Bessastöðum fyrir blað vort. Naut ég þar
hinnar hlýju og ástúðlegu gestrisni forsetahjón-
anna, sem margir Itafa kynnzt á hinum síðustu árum.
Ég spurði forsetann margs, bæði urn stjórnarskipti, ut-
anríkismál og önnur dagskrármál þjóðarinnar, en þótt
við ræddum margt, þá bannaði hann mér að hafa nokk-
uð eftir sér um þau efni annað en það, sem hann mundi
segja í innsetningarræðu sinni 1. ágúst. En þótt ég verði
þannig að treysta mest á eigin rammleik í skrifi mínu
um forsetann, þá er það góður bakgrunnur að hafa
verð gestur forsetahjónanna í tvo daga á þessum tíma-
mótum, en margt sagði hann mér af æviatriðum sínum.
II.
Vér munum það öll, að forsetakosningarnar fyrir
fjórum árum voru ekki friðsamlegar, fremur en aðrar
kosningar í landi voru. En sú gæfa fylgir kosninga-
baráttu, að hún, eða einstök atriði hennar, eru fljót að
gleymast, ef hún reynist óþörf. Og sú staðreynd, að
forsetinn er nú sjálfkjörinn, sýnir gleggst, að þessi slag-
ur er eitt af því, sem nú er gleymt. Baráttan virðist