Heima er bezt - 01.09.1956, Síða 6

Heima er bezt - 01.09.1956, Síða 6
Að ofan: Á skrifstofu forsetcms. Konumyndin er af móður hans, frú Jensínu Björgu Matthíasdóttur. Til vinstri: Á skrifstofu forsetans. hafa verið næg fyrir tvö kjörtímabil, eins og nú er fram komið. Og víst er um það, að mikla þökk eiga þau skilið forsetahjónin fyrir það, hvern þátt þau hafa átt í því, að þær öldur hafa lægzt, en grunur leikur mér á því, að hin fyrstu ár þeirra í hinu virðulega starfi hafi ekki verið á allan hátt þægileg. En þann hátt kunna þau flestum betur, að muna það bezt, sem vel er gert. Kosningaúrslit eru dómur, sem á að gilda, og úrslitin frá 1952 giltu svo stranglega, að endurkosning hefir nú reynzt óþörf. III. Forsetaembættið er nýtt eins og vort eigið fullveldi. Á þjóðveldistímanum höfðu íslendingar lög, en engan konung. Samt var það svo, að þeir voru konunghollir, allt frá dögum hirðskáldanna til Jóns Sigurðssonar enda þótt alþjóð væri konungdómurinn ekki neitt þjóð- artákn, sem ekki var að vænta, eins og vikið er að í annari grein hér í blaðinu. Jón Sigurðsson vildi luta konungi einum, en engri erlendri þjoð. Ýmsir hefðu ráðizt á hvort tveggja, Dani og konunginn. En Jón afneitaði Dönum einum og ríkisþingi þeirra og beindi öllum sínum kröfum og bænarskrám til konungs sjalfs.

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.