Heima er bezt - 01.09.1956, Side 7
Þessi hollusta flyzt nú yfir á forseta vora, enda voru
fleiri fordæmi, þar sem eru lögsögumennirnir fornu
á þjóðveldistímanum, sem flestir sátu um langt áraskeið
og höfðu meira persónulegt vald en að lögum. En um
allt þetta vil ég taka undir ummæli forseta nú fyrsta
ágúst, að „stjórnskipunarlög verða aldrei svo fullkomin,
að þar verði aldrei neinir óskráðir kaflar. Gætir þess
t. d. við stjórnarmyndanir og á úrslitastundum. Þá þarf
einhver að vera til úrskurðar, kjörinn af alþjóð, til að
hafa alþjóðarsjónarmið, sem ekki er bundið af hags-
munum einstakra flokka. Lög eru landstólpi, en geta
aldrei komið til fulls í staðinn fyrir manninn sjálfan,
fjölbreytta lífsreynslu og dómgreind“. Þetta er rétt hjá
forseta vorum, og vér vonum því að eiga á hverjum
tíma forseta, sem er þeim vanda vaxinn.
Það er óumdeilt, að Sveinn Björnsson hafi verið
ágætur forseti vors unga lýðveldis. Núverandi forseti,
Til hægri: Við embcettistöku Asgeirs Ásgeirssonar sem forseta
íslands 1952.
Að neðan: Mannfjöldi á Austurvelli, saman kominn til að bylla
forsetahjóvin við embættistöku Asgeirs Asgeirssonar 1952.
*ti»Ti
• *»■» n;