Heima er bezt - 01.09.1956, Blaðsíða 8

Heima er bezt - 01.09.1956, Blaðsíða 8
2S8 Heima --- er bezt Nr. 9-10 hamingju Ásgeir Ásgeirsson, hefir að |)ví leyti erft hans, að vera nú sjálfkjörinn. En það er ekki einungis hans lof, heldur þjóðarinnar sjálfrar, að hún hefir sýnt réttan skilning á þessu embætti, þrátt fyrir allan flokka- drátt, sem forsetinn stendur fyrir utan og ofan. Ásgeir Ásgeirsson á nú fjögurra ára forsetareynslu að baki, og fjögur ár framundan, ótrufluð af öllum ágreiningi urn endurkjörið. IV. Ásgeir Ásgeirsson á fjölbrevtta ævi að baki og hefir, eins og þjóðin sjálf, reynt hin miklu umskipti þessar- ar aldar. Hann er fæddur í Kóranesi á Mýrum vestur 13. maí 1894, fluttist þaðan í Straumfjörð, en síðan til Reykja- víkur upp úr aldamótunum með foreldrum sínum Jensínu Björgu Matthíasdóttur og Ásgeiri Eyþórssyni kaupmanni. Um æskuheimili sitt hefir hann rita'ð ítar- lega og góða grein í bókinni „Móðr mín“. Er þar fag- urlega lýst góðri og mikilhæfri konu og ágætu heimili, enda hefir forseta vorum orðið drjúgur móðurarfurinn. Um námsárin í Menntaskólanum í Reykjavík hefir Ás- geir Ásgeirsson ritað greinina „Tímamót“ í hundrað ára minningarrit Menntaskólans. Eftir að Ásgeir Ásgeirsson fluttist til Reykjavíkur, var hann þó í sveit á hverju sumri frarn yfir tvítugs- aldur, lengst af á Mýrunum, en einnig í Vík í Mýrdal, Möðrudal á Fjöllum og í Vestmannaeyjum. Á iVíýrum var hann lengst af í Knarrarnesi hjá Ásgeiri Bjarnasyni og Ragnheiði Helgadóttur, foreldrum Bjarna sendi- herra og frú Þórdísar á Húsavík, en þar var hið mesta myndarheimili. Bóndi var hinn mesti veiðimaður og Ragnheiður hin ágætasta húsmóðir. Allur var heyskap- ur í eyjum, kofnatekja og æðarvarp, selveiði í útskerj- um, og öll störf hin fjölbreytilegustu. I Möðrudal var .J Ásgeir Ásgeirsson hjá Sefáni Einarssyni og Arnfríði Stefánsdóttur. Þar er landrými mikið, og blasir fjalla- drottningin Herðubreið við í vestri. Heyskapur er þar um mýrasund, melgíga og víðigrundir. Stóð var þar margt, góðhestar og mikill sauðfjárbúskapur. Lætur Ásgeir Ásgeirsson mikið af því, hve gott hafi verið að dvelja í Möðrudal, og mun hann á þessum slóðum hafa mótazt af hinni gömlu og góðu sveitamenningu, sem þá var ósnortin af tveimur styrjöldum. Rétt er og að minnast, að tvö sumur var hann í Vík í Mýrdal hjá Gunnari Ólafssyni, síðar alþingismanni, og Jóhönnu föðursystur sinni; var hann vikadrengur og að nokkru leyti við búðarstörf, en Gunnar var þá „faktor“ við Brydesverzlun. Allt var þar með gamla laginu, lestir og verðlag. Minnist Ásgeir Ásgeirsson enn, hvert var verðlag á hverjum hlut fyrir 50 árum, en kvartar jafnframt um, hversu erfitt sé að fylgjast með nútímaverðlagi. Einnig var Ásgeir Ásgeirsson í tvö sumur í Vestmannaeyjum á háskólaárum sínum við sundkennslu og heyskap. En sund lærði hann ungur, og hvatti móðir hans mjög til þess. Er hann sundmaður góður og iðkar þá íþrótt enn þann dag í dag jafnt sumar og vetur í hinni gömlu sundlaug Reykjavíkur. í Vestmannaeyjum þótti Ásgeiri Ásgeirssyni gott að vera, enda var móðir hans fædd þar og hélt alltaf við gamalli vináttu við gamla eyjarskeggja. V. Árið 1915 brautskráðist Ásgeir Ásgeirsson sem kandi- dat í guðfræði frá Háskóla íslands og mun þá hafa haft hug á að gerast sveitaprestur. Kom þá til mála, að hann færi að Skútustöðum við Mývatn, en af því varð ekki, því að biskup taldi ekki fært að vígja svo ungan mann til prests, enda engin fordæmi fyrir því, að yngri prestar væru vígðir en 23 ára. Gerðist Ásgeir Ásgeírs- son þá skrifari hjá Þórhalli biskupi Bjarnarsyni í eitt ár. Voru þau þá heitbund- in, hann og Dóra dóttir biskups. Giftust þau áríð 1917. — Ljúfmennska og glæsilegur virðuleiki for- setafrúarinnar er rómað af öllum þeim, er henni hafa kynnzt, og verður hennar nánar getið með mynd hennar í næsta blaði af „Heima er bezt“. I/ f,tnU í<*»*i* G Á Alþingishátíðinni árið 1930. Asgeir Ásgeirsson, þáverandi forseti Sameinaðs þings, flytur háttðarræðu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.