Heima er bezt - 01.09.1956, Síða 9
Forsetinn undirritar eiðstaf við emhættistökuna 1952. Að baki hans standa Dóra Þórhallsdóttir, forsetafrú, Hákon Guðmundsson,
hæstaréttarritari, og Steingrimur Steinþórsson, þáverandi forsætisráðherra.
VI.
Veturinn 1916—17 dvaldist Ásgeir Ásgeirsson er-
Iendis við háskólanám, fyrst við háskólann í Kaup-
mannahöfn og lýðháskólann í Ryslinge á Fjóni, en
seinni hluta vetrar við háskólann í Uppsölum í Svíþóð.
Var í þá daga fremur fágætt, að íslendingar leituðu til
Svíþjóðar í námserindum. Kynntist hann ýmsum merk-
um mönnum og eignaðist góða félaga á þessum ferðum,
sem hann hefir jafnan síðan haft samband við. Náms-
dvalar Ásgeirs Ásgeirssonar í Uppsölum minntist há-
skólarektor Fáhræus, er forsetinn kom þar í heimsókn
1954 á þennan hátt:
„Kveðja Uppsalaháskóla mótast af sérstökum hlý-
hug vegna þess, að þér, herra forseti, fyrir nær 40 ár-
um síðan stunduðuð nám hér. Á þessum tíma hefir há-
skólinn vaxið, nýjar stofnanir hafa bætzt við, prófessor-
um hefir fjölgað og stúdentafélögunum fjölgað um
helming. En ég held ekki, að þessi aukning hafi veru-
lega breytt sál háskólans eða anda stúdentalífsins, sem
í meginatriðum er hið sama og á námsárum yðar. Eins
og sennilega gerist hvarvetna í heimi, leita gamlir stú-
dentar aftur til háskóla síns hér í Uppsölum til þess að
rifja upp minningarnar frá stúdentsárunum, og oft höf-
um vér heyrt gamla landsmenn vora við hátíðahöld
„nationanna“ segja með hrærðum huga: Að ekkert sé
þó eins og Uppsalir.
En það, sem aldrei hefir áður gerzt, er það, að fyrr-
verandi Uppsalastúdent heimsæki sinn gamla háskóla
sem erlendur þjóðhöfðingi. Fláskólinn dirfist að skilja
þetta sem tákn þess, að þér hafið góðar minningar um
námstíma yðar hér.
Þegar ég segi erlendur þjóðhöfðingi, er það einungis
rétt eftir hinu lagalega formi. Vér köllum ekki Dani,
Norðmenn og Finna útlendinga, og því síður gætum
vér kallað fulltrúa íslenzku þjóðarinnar útlendinga.
Tengsli Islands og hinna norrænu landanna með tilliti
til sögu, tungu og trúarbragða standa of djúpum rótum
til þess, að vér skyldum ekki líta á oss alla saman sem
frændur. Og að því er vér fáum séð, er það einungis
utanaðkomandi ofbeldi, sem gæti knúið þessar frænd-
þjóðir til að víkja frá hinu sameiginlega, norræna lífs-
viðhorfi voru.
Uppsalaháskóli lítur ekki aðeins á heimsókn yðar
sem merki um góðar minningar yðar, heldur einnig
Heima er bezt 289