Heima er bezt - 01.09.1956, Page 13
Forsetahjónin ásamt börnum sínum, tengdabörnum og barnabörnum. Myndin tekin á Bessastööum. 1 öftustu röðinni eru: Þórhallur
Ásgeirsson, Lilly Asgeirsson, Björg Ásgeirsdóttir, Páll Á. Tryggvason, Vala Thoroddsen, Gunnar Thoroddsen.
bústaður, og nálgast hún nú að verða tveggja alda göni-
ul. Fáir danskir valdamenn hafa húið |iar, síðan stofan
var reist af Magnúsi Gíslasyni, sem fyrstur varð amt-
maður allra íslenzkra manna. Fyrri hluta 19. aldar var
þar latínuskóli, og kennarar meðal annarra, Steingrímur
biskup, Sveinbjörn Egilsson og Björn Gunnlaugsson.
Þar sat Jónas Hallgrímsson á skólabekk. Nú er bar
borðstofa, er áður voru tvær skólastofur. Þar sem
Grímur Thomsen stóð við skrifborð sitt, er nú skrif-
stofa forseta. Svo margir hafa nú helgað þennan stað,
sem síðast var í eign Snorra Sturlusonar, áður en kon-
ungur sló eign sinni á hann. Flinar nýju umbætur eru
svo vel gerðar, að ekki sézt aldursmunur á því, sem
nýtt er og gamalt. Má þakka það Sveini Björnssyni
Til vinstri: Á heimili forsetahjónanna á Hávallagötu 32. Myndin
tekin daginn eftir að atkvæði voru talin við forsetakjörið 1932.
forseta og Gunnlaugi Halldórssyni, húsameistara stað-
arins. I seinni tíð hefur Bessastaðatjörn verið stífluð
með fvrirhleðslu í Dugguós, og hinn garnli varphólmi,
Bessi, stækkaður mikið. Er það allt til augnayndis. Og
nú síðast hefir kirkjan verið prýdd með steindum glugg-
um, sem þykja hafa nijög vel tekizt. Eru þar myndir
úr íslandssögu og Biblíusögu gerðar af þeim Guð-
mundi Einarssyni og Finni Jónssyni. Öll er húsaþyrp-
ingin hvítkölkuð utan sem rnjöll og þök úr rauðum
tígli.
Utsýn er frá Bessastöðum til Snæfellsjökuls og Keilis,
Esjunnar og Henglafjalla, og fagurt er þar um að litast
á sólbjörtum sumardegi.
Gestkvæmt er á Bessastöðum. Erlendir sendiherrar
korna nú margir árlega. Konungur og drottning Dan-
rnerkur heimsóttu forsetahjónin í vor. Til Bessastaða
kemur allt stórmenni, er leið sína leggur til landsins. En
forsetahjónin hafa ekki síður lagt kapp á að gefa svo
Heima er bezt 293