Heima er bezt - 01.09.1956, Side 16
296
Heima
---er bezt
þjóðir vorar tóku á móti forsetahjónunum, og enginn
vafi er á, að íslands hefir aldrei verið svo rækilega getið
í norrænum blöðum.
Ur ræðu Danakonungs:
„Ég vona, að þessi móttaka forseta íslands og forseta-
frúarinnar á þessum- stað, sem öldum saman hefir
verið aðsetur ríkisstjórnar Danmerkur, muni verða tal-
inn vottur um gagnkvæma virðingu okkar tveggja nor-
rænu þjóða og bera vott um gagnkvæmt traust og
vináttuhug þann, sem myndar grundvöllinn að viðskipt-
um vorum. Ég er sannfærður um, að ísland pg Dan-
mörk muni í fullri eindrægni takast í hendur á þann
hátt, eins og á sér stað, þegar þjóðliöfðingjar mætast í
opinberum heimsóknum. Þessi tilfinning á þessari stund
fyllir hug vorn gleði.
Danska og íslenzka þjóðin eru báðar af hinum sam-
norræna þjóðastofni, enda þótt hvor þjóðfyrir sig hafi
frá öndverðu kunnað að halda fram sérkennum sínum.
Með þeirri sannfæringu, að þjóðum vorum.í framtíð-
inni auðnist að lifa í vináttu og eindrægni -og heillaríkri
samvinnu, læt ég í ljós innilegustu og hjartanlegustu
óskir mínar og drottningárinnar um, að Islandi megi
vel yegna, og drekk skál forseta íslands og frú Dóru
Þórhállsdóttur, með ósk um, að hamingja og heill fylgi
íslenzku þjóðinni.“
Úr ræðu Danakonungs í forsetaveizlu í Reykjavík
1956.
„Vorið 1954, er mér veittist sú ánægja að bjóða yður,
herra forseti, og frú Dóru Þórhallsdóttur, velkomin til
Danmerkur, komst ég svo að orði, að koma yðar til
Danmerkur væri sögulegur viðburður, því að það væri
fyrsta opinber heimsókn forseta íslands til Danmerkur.
A sama hátt er mér ljós hin sérstaka þýðing heimsókn-
arinnar hér, er konungur Danmerkur sækir forseta ís-
lands heim í fyrsta sinn.
í Danmörku fögnum vér þessu og óskum íslending-
um einlæglega vaxandi velgengni. Vér fögnum einnig
hinni jákvæðu þróun í sambúð íslendinga og Dana á
árunum eftir síðari heimsstyrjöldina. Dansk-íslenzkt
samstarf á sér stað á margan hátt. Það er beint samstarf
milli landanna, það gerist einnig á norrænum grundvelli
með samvinnu milii hinna fimm ríkisstjórna Norður-
ianda og starfi Norðurlandaráðs, og það gerist á alþjóð-
legum vettvangi í bandalagi Sameinuðu þjóðanna, í
Norður-Atlantshafsbandalaginu og í mörgum öðrum
alþjóðlegum stofnunum. Starf vort og viðleitni túlkar
sömu lífsviðhorf, og takmark vort er hið sama: Varð-
veizla friðarins og heill og hamingja þjóða vorra.“
Dönsku blöðin fögnuðu öll forsetanum innilega. Fara
hér á eftir ummæli fjögurra höfuðblaða Danmerkur:
„Hin opinbera heimsókn Ásgeirs Ásgeirssonar forseta
íslands gefur bræðraþjóðunum tækifæri til að láta í Ijós
þakklæti fyrir þá skuld, sem vér stöndum öll í við ís-
lenzkan anda og íslenzka menningu, og til að gefa til
kynna þá samkennd, er stöðugt mun knýta sterkari
bönd meðal þjóðanna. í persónu Ásgeirs Ásgeirssonar
Nr. 9-10
forseta hyllum vér hinn frjálsborna, norræna anda og
þá ósigrandi dirfsku, sem í trausti hinnar beztu arf-
leifðar þjóðarinnar og fullum skilningi hinna norrænu
þjóðanna hefir skapað ísland nútímans.“ (Berlingske
Tidende)
„Við opinberar heimsóknir þjóðhöfðingja ræða menn
ekki vandamál dagsins, til þess gefst tilefni á öðrum
tímum. Það, sem einkennir heimsóknina, eru heildar-
samskiptin, vináttan milli tveggja þjóða. Við heimsókn
Ásgeirs Ásgeirssonar forseta og frúar hans bjóða Dan-
ir velkomin hjón, sem eru virðulegir fulltrúar hinnar
rótgrónu íslenzku menningar, vinir Danmerkur og
Norðurlandanna allra. (Nationaltidende)
„Vér Danir tökum það sem vitnisburð náinnar vin-
áttu, að fyrsta opinber heimsókn forseta íslands til
útlanda er til Danmerkur. Önnur lönd, jafnvel meðal
Norðurlanda, standa Islandi nær. Frá Noregi komu
landnámsmennirnir, sem íslenzka þjóðin rekur ættir til.
I hrjóstrugu landi við óblíð kjör hefir íslenzka þjóðin
skapað nútímaríki, sem knúið hefir fram virðingu um-
heimsins fyrir andleg og efnaleg afrek sín.
jMeðan Danmörk og Island voru sameinuð, sköpuð-
ust þrátt fyrir margt, sem á greindi, tengsli milli þjóð-
anna, sem ekki verða rofin. Nú mætast Island og Dan-
mörk sem jafningjar. Æðstu fulltrúar tveggja frjálsra
þjóða takast í hendur. Og forsetahjónin íslenzku munu
hvarvetna finna þann vinarhug, sem andar móti þeim,
meðan heimsókn þeirra stendur í Danmörku.“ (Politik-
en)
„I dag eins og fyrir 1000 árum síðan finnur íslenzka
þjóðin, að hún er meðlimur hinnar norrænu þjóðafjöl-
skyldu. Bönd vináttu og frændsemi eru sterkari og
varanlegri tengsl en sá sáttmáli, sem fyrrum tengdi
ísland og Danmörk. Vér vonum, að forsetaheimsóknin
megi stuðla enn meir að því að efla og styrkja þessi
bönd í hugum íslendinga og Dana.“ (Social-Demo-
kraten)
Um viðhorf almennings í Kaupmannahöfn skrifar
Helgi Sæmundsson eftirfarandi:
„Ég fór inn á veitingastað og settist úti í horni —
ókunnur maður í framandi borg. Umhverfis mig sátu
synir og dætur Danmerkur, fólk af ýmsum stéttum og
á öllum aldri. Umræðuefnið var hvarvetna eitt og hið
sama. íslenzku forsetahjónin höfðu með heimsókn sinni
unnið þann sigur, að heilla hugi og hjörtu fyrrverandi
sambandsþjóðar okkar. Dönum veitir stundum erfitt að
skilja okkur íslendinga. En nú hafa þeir sannfærzt um,
að Ásgeir Ásgeirsson og frú Dóra Þórhallsdóttir eru
glæsilegir fulltrúar vinsamlegrar frændþjóðar, sem vill
vera frjáls og fullvalda eins og Danir sjálfir og norræn
og bjartsýn á framtíð sína eins og þeir.“ (Helgi Sæm.
Alþýðublaðið)
Frá heimsókninni til Svíþjóðar.
Úr ræðu Svíakonungs:
„Framan við baksýn þúsund ára erfða byggja nútíma