Heima er bezt - 01.09.1956, Side 26
30G Heima Nr. 9—10
--------------------------------er bezt-----------------------------
sögu og sameiginlegra áhugamála, sem tengja hinar
tvær þjóðir saman og skapa ný tengsli í framtíðinni,
sem vér vonum að verði í senn auðugri og betri.“ —
(Norges sjöfarts og handelstidende)
En hver var svo skoðun manna hér heima á þessari
utanför forsetahjónanna. Eg hygg henni verði bezt
lýst með eftirfarandi ummælum:
Forseti bæjarstjórnar Reykjavíkur, frtt Auður Auð-
uns, komst meðal annars svo að orði í ræðu við heirn-
komu þeirra:
„Þær glæsilegu móttökur, er þér hafið hvarvetna
hlotið, hafa í vitund okkar orðið vottur um virðingu og
vinarhug þessara þjóða í garð hins íslenzka lýðveldis,
og við erum þess fullviss, að för yðar hafi orðið til
þess að treysta enn frekar tengslin milli íslenzku þjóð-
arinnar og nágrannaþjóða okkar á Norðurlöndum.
Höfuðborg íslands heilsar yður í dag, virðulegu for-
setahjón, umvafin geislum vorsólarinnar, og borgarbú-
ar hafa fjölmennt hingað til þess að fagna heimkomu
yðar.
Vér óskum og vonum, að sú birta, er hvílir yfir
þessum degi, megi ávallt fylgja yður í öllu starfi yðar
í þágu lands og þjóðar.
Alþýðublaðið segir svo:
„íslendingar hafa fylgzt með ferðum forsetahjón-
anna dag frá degi í fréttum blaða og útvarps. Öllum
er ljóst, að ferðalag þeirra hefir orðið þeim sjálfum til
sóma og þjóðinni mikill álitsauki. Forsetahjónin hafa
hvarvetna vakið athygli og unnið hylli með framkomu
sinni. Þau hafa rækt skyldu sína þannig, að íslenzka
þjóðin stendur í ærinni þakkarskuld við þau heimkom-
in. Enginn efast um, að utanför þessi hafi reynzt ís-
landi og íslendingum mikils virði. Tengslin milli okkar
og hinna Norðurlandaþjóðanna hafa styrkzt, skilning-
urinn og samhyggðin aukizt. Forsetahjónin hafa fært
frændum okkar og vinum á Norðurlöndum heim sann-
inn um, að Islendingar eru og ætla að verða norræn
þjóð.
Ásgeir Ásgeirsson var kjörinn forseti íslands í óvæg-
inni kosningabaráttu. En Islendingar hafa borið gæfu
til að sameinast um kjörinn þjóðhöfðingja sinn. Það
hefur komið glöggt í ljós í sambandi við utanför for-
setahjónanna. Landsmenn hafa fylgzt með ferðum
þeirra af athygli og áhuga og fagnað sigrinum. Reyk-
víkingar kvöddu forsetahjónin einhuga og fögnuðu
þeim í gær í aðdáun og fögnuði. Þjóðin finnur, að hún
stendur í þakkarskuld við forsetahjónin, og hún lætur
þær tilfinningar í ljós á þann hátt, að vonin um einingu
fólksins gagnvart þjóðhöfðingja okkar á hverjum tíma
verður að veruleika. Slíkt er íslendingum ótvíræð nauð-
syn. Smáþjóð á uggvænlegum vegamótum þarf á því
að halda, að standa saman um þjóðhöfðingjann, sem á
að kosningu lokinni að vera hafinn yfir dægurþras og
ríg og fá aðstöðu til að rækja embætti sitt til sóma og
heilla. Þetta hefur forsetanum tekizt með fulltingi
þjóðarinnar. Stærsti sigurinn í þessari viðleitni er Norð-
urlandaför forsetahjónanna.“
Vísir kemst svo að orði:
„Einhverjar raddir höfðu heyrzt um það, að nokkurt
álitamál gæti verið,' hvort forseti hins minnsta lýðveldis
ætti að fara í opinberar heimsóknir til annarra landa.
Fleiri munu þó telja, að því meiri ástæða sé til slíkra
ferða sem ríkið er minna og möguleikar þess takmark-
aðri til þess að kynna málefni sín og menningu á vett-
vangi hinna venjulegu samskipta þjóðanna. Og það er,
eins og forsetinn sjálfur sagði í ræðu sinni á skipsfjöl
við heimkomuna, skylda vor sjálfra að auka þekkingu
annarra þóða á landi voru og menningu og um leið
skilning þeirra og vinarhug í vorn garð.
Slík för sem þessi getur haf mikla þýðingu í því
efni, þegar hún er farin af fulltrúum, sem koma fram
með þeim virðuleik og glæsibrag, sem alls staðar vekur
hrifningu og athygli, eins og öllum ber saman um, að
framkoma forsetahjónanna hafi gert, hvar sem þau
komu. Hinar hjartanlegu viðtökur, sem þau fengu
hvarvetna, voru sýnilega meira en formsatriði við slík
tækifæri.
Fyrir þessa ágætu landkynningu þakkar öll íslenzka
þjóðin forseta sínum og frú hans og býður þau hjartan-
lega velkomin heim.“
Fleiri tóku í þann sama streng. Engin óánægju- eða
nöldursrödd heyrðist, sem óvanalegt er vor á meðal.
Þjóðin öll var stolt af forseta sínum og frú hans og
hinni góðu og virðulegu för þeirra til frændþjóðanna.
IX.
í undanfarandi köflum hefir verið leitazt við að
bregða upp nokkrum myndum af störfum forseta Is-
lands, Ásgeirs Ásgeirssonar. Vitanlega er hér um ófull-
komna tilraun að ræða, og til þess að skilja hana til
fulls þurfa menn að kynnast honum sjálfum og pcr-
sónutöfrum hans, ef svo mætti að orði kveða. Störf
hans öll í hinu virðulega embætti hafa hnigið að því
að sameina hin sundurleitu öfl í þjóðfélaginu, efla skiln-
ing og samúð, þar sem áður ríkti sundrung og úlfúð,
og benda þjóðinni á þau verðmæti lífsins, sem mölur
og ryð fá ekki grandað. Ut á við hefir hann aflað þjóð-
inni virðingar og vináttu, en inn á við leitazt við að
efla trú almennings á landið, þjóðina og framtíðina.
Hann hefir hvað eftir annað lýst skilningi sínum á
starfssviði forsetans á þann hátt, sem vér helzt mynd-
um óska. Það er gæfa þjóðar vorrar, meðan hún fær
notið, í hinu virðulega og mikilvæga embætti, starfs-
krafta manns, sem hefir jafn heilbrigðan skilning á
starfssviði og skyldum forsetans og er jafnframt gædd-
ur manndómi til að breyta þar eftir.
Að endingu vildi ég mega bera fram innilegar árn-
aðaróskir til forsetahjónanna, herra Ásgeirs Ásgeirsson-
ar og frú Dóru Þorhallsdóttur, með ósk um, að íslenzka
þjóðin fengi sem lengst notið starfskrafta þeirra í hinu
virðulega embætti.